Fréttablaðið - 13.02.2006, Page 23

Fréttablaðið - 13.02.2006, Page 23
MÁNUDAGUR 13. febrúar 2006 5 Bjálkahús hafa risið hér á landi á síðustu árum. „Við erum bæði með bjálkahús og einingahús. Þeir sem vilja ekta náttúruvæn hús aðhyllast bjálka- hús og taka þau fram yfir önnur. Þeirra á meðal er ég. Ég er nátt- úrlega alger bjálkafrík!“ segir Hans Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Bjálkahúsa. Hann segir fyrir- tækið hafa reist yfir 400 hús hér á landi á þeim 14 árum sem það hefur verið við lýði. Ívið meira sé um að fólk byggi bjálkahúsin utan þéttbýlis enda fari þau einkar vel í náttúrunni en þau hafi líka verið reist við steyptar götur í almenn- um hverfum. Þó sé algengara að fólk velji einingahús þar. „Bjálka- húsin eru svo sérstök,“ segir hann og á þar einkum við útlitið. Hægt að hafa þau hvernig sem er að inn- anverðu að sögn Hans Kristjáns. „Það er enginn bundinn af því að vera með bjálkaútlit inni en ef maður er í þannig húsi á annað borð þá er skemmtilegt að vera að minnsta kosti með part af stofunni með viðnum eins og hann kemur fyrir. Maður rýrir karakterinn með því að hylja bjálkana,“ segir hann en hvað þá um einangrun? „Ef maður er með nógu þykkan og fínan bjálka þá þarf ekki að einangra veggina en hins vegar er nauðsynlegt að einangra bæði loft og gólf. Bjálkahúsin hafa reynst vel við íslenskar aðstæður og kyndingarkostnaður er almennt lægri í þeim en í öðrum húsum,“ tekur hann fram. Mest flytur fyrirtækið inn frá Finnlandi og Hans Kristján segir bjálkann allan koma forsmíðaðan auk þess sem búið sé að bora fyrir öllum samsetningarteinum og raf- lögnum. Fyrirtækið bjóði hús eftir stöðluðum teikningum en einnig sé hægt að fá þau sérsmíðuð. „Fólk getur komið með eigin teikningar ef það vill og það er mjög algengt,“ segir hann að lokum. gun@frettabladid.is Arnar njóta sín einkar vel innan um náttúrulegt byggingarefni. Bitarnir í loftinu setja svip á stofuna. Náttúruvæn hús sem anda Bjálkahús geta verið fínleg. Nauðsynlegt er að foreldrar kenni börnum sínum ákveðin grunnatriði. Nauðsynlegt er að börn kunni að bjarga sér innan heimilisins séu þau ein heima eða foreldrarnir geti ekki komið þeim til hjálpar. Sýnið þeim hvar hægt er að komast út annars staðar en um útidyrahurðina og kennið þeim að skrúfa lausan glugga ef þau lokast inni, til dæmis vegna elds. Farið einnig yfir með börnunum hvar best sé að vera innanhúss ef jarðskjálfti verður. Brýnið fyrir þeim að fara í skó til að stíga ekki á glerbrot. Börnin læra í skólum hvernig bregðast eigi við eldi og nauðsyn- legt er að foreldrar sýni barninu hvar eldvarnarteppi og slökkvi- tæki eru geymd. Hafi barnið aldur til er gott að kenna þeim réttu tökin og fara yfir með þeim hvað best sé að gera. Sýnið barninu einnig hvernig á að bregðast við í rafmagnsleysi. Geymið vasaljós á vísum stað sem barnið getur auðveldlega náð í. Sýnið þeim rafmagnstöfluna, hvaða rofi er aðalrofinn og hvern- ig á að koma rafmagni aftur á. Merkið á töfluna með lím- bandsmerkingum hvaða rofi er fyrir hvaða herbergi og stuttar leiðbeiningar sem hjálpa barninu að bjarga sér sjálft. Ræðið við börnin hvað best sé að gera verði þau vör við inn- brotsþjóf. Kennið þeim einnig hvernig best sé að haga símtali í neyðarlínuna svo að hjálp geti borist eins hratt og auðið er í neyðartilfellum. Börnin verða að bjarga sér Nauðsynlegt er að börn kunni að bjarga sér á heimilinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.