Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2006, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 13.02.2006, Qupperneq 73
MÁNUDAGUR 13. febrúar 2006 29 KÖRFUBOLTI Alda Leif Jónsdótt- ir, landsliðskona í körfubolta, er að gera góða hluti með hollenska liðinu Den Helder sem er í efsta sæti úrvalsdeildarinnar um þess- ar mundir. Alda er fastur byrj- unarliðsleikmaður hjá liðinu og hefur skorað 10,5 stig að meðaltali í vetur auk þess að taka 4,1 frá- kast og senda 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún var verðlaun- uð fyrir góða frammistöðu með því að vera valin í Stjörnuleik hol- lensku deildarinnar sem fram fer í lok febrúar. „Mér hefur gengið mjög vel í vetur og þetta hefur verið virki- lega skemmtilegur tími. Aðstæð- urnar eru mjög góðar, að minnsta kosti í liðinu mínu þrátt fyrir að hollenskan sé virkilega erfitt mál en ég viðurkenni að hafa ekki reynt ýkja mikið að læra hana. Ég hef þó lært nokkur orð en þau notar maður aðallega til samskipta inni á körfuboltavellinum. Við tölum yfirleitt ensku, enda tala hvorki ég né bandaríska stúlkan í liðinu hollensku og því slepp ég vel frá því,“ sagði Alda Leif við Frétta- blaðið í gær en hún segir deildina ekki vera mjög frábrugðna þeirri íslensku. „Hér eru fleiri lið og þaraf- leiðandi fleiri leikir. Auk þess eru fleiri góðir leikmenn hér en það er ekki nokkur spurning að marg- ar stúlkur á Íslandi gætu gert góða hluti í þessari deild. Hér eru bandarískir leikmenn í hverju liði og meira að segja tvær í sumum, aðallega í verri liðunum sem er svipað því sem gengur og gerist heima,“ sagði Alda Leif en liðið hennar hefur sex stiga forystu á toppi deildarinnar. „Okkur gengur mjög vel, við erum enn ósigraðar í deildinni en hér er spiluð tvöföld umferð í tíu liða deild. Svo spila fimm efstu liðin heima og heiman, sem og fimm neðstu liðin, og eftir það er úrslitakeppnin. Þetta er því mun lengra tímabil en heima,“ segir Alda en aðeins fjórir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Alda Leif býr með unnusta sínum Sigurði Þorvaldssyni sem spilar ásamt Hlyni Bæringssyni með liðinu Woonaris. „Við höfum það mjög fínt hérna. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim. Þeir eru með ágætis lið en hafa verið ótrú- lega óheppnir og herslumuninn hefur vantað í mörgum leikjum,“ sagði Alda en hún fór út til Hol- lands í september síðastliðnum og gerði eins árs samning við sitt lið. „Það á eftir að koma í ljós hvað ég geri en ég mun íhuga það vel að vera hér áfram ef mér yrði boðinn nýr samningur,“ sagði Alda Leif að lokum. - hþh Alda Leif Jónsdóttir hefur verið að spila vel í hollensku úrvalsdeildinni: Ljúft líf að vera í Hollandi ALDA LEIF JÓNSDÓTTIR Hefur staðið sig mjög vel með Den Helder og var meðal annars valin í stjörnuleik hollenska boltans. FÓTBOLTI Tveir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í gær og voru þeir báðir mjög spennandi. Botn- lið Sunderland gerði 1-1 jafntefli gegn Tottenham sem er í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. Varamaðurinn Daryl Murphy skoraði sitt fyrsta mark í úrvals- deildinni og jafnaði fyrir Sund- erland þegar tvær mínútur voru eftir en Paul Stalteri gerði slæm mistök í vörn Tottenham. „Ég tel að þetta séu sanngjörn úrslit. Þegar venjulegum leiktíma var lokið fékk Jenas dauðafæri til að tryggja þeim sigurinn. Það hefði orðið hrikalegt, líklega sein- asti naglinn í kistuna mína,“ sagði Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Sunderland. Í hinum leik gærdagsins vann Manchester City 3-2 sigur á Charl- ton í stórskemmtilegum leik þar sem glæsimark Joey Barton var lykillinn að sigri. Georgios Sam- aras skoraði eitt af mörkum liðs- ins. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn Charlton. Tveir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í gær: Sunderland náði stigi KLÚÐUR Jermaine Jenas klúðraði gullnu tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn. Hefur sé› DV í dag? flú RÚV keypti sýningar- réttinn SÍÐASTI BÆRINN Sýnd kvöldið fyrir Óskarinn 2x10 12.2.2006 21:33 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.