Fréttablaðið - 13.02.2006, Page 75
FÓTBOLTI Snorri Steinn Guðjónsson
og félagar hans í Minden unnu
glæsilegan sigur á toppliði Kiel í
þýsku úrvalsdeildinni í handbolta
í gær. Snorri Steinn skoraði tvö
mörk fyrir Minden sem vann með
32 mörkum gegn 30 og er sem
stendur í 16. sæti deildarinnar en
með sigrinum lyftu félagið sér
upp úr fallsæti.
Düsseldorf og Hamborg skildu
jöfn, 27-27, í hinum sunnudags-
leiknum en síðarnefnda liðið
tryggði sér stig á ótrúlegan hátt
með tveimur mörkum á síðustu 30
sekúndum leiksins.
Kiel er í efsta sæti deildarinn-
ar með 32 stig en Flensburg situr
í 2. sæti með 31 stig. Gummers-
bach er svo einu stigi þar á eftir í
þriðja sætinu og er því hart barist
á toppi þýsku deildarinnar. - hþh
Óvænt úrslit í Þýskalandi:
Minden lagði
topplið Kiel
SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Skoraði tvö
mörk í sigrinum á Kiel. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SKÍÐI Sindri Már Pálsson keppti í
bruni á vetrarólympíuleikunum á
Ítalíu í gær og hafnaði hann í 48.
sæti af 55 keppendum. Sindri er
fyrstur íslensku skíðamannanna
til að keppa á leikunum. Það var
Antoine Deneriaz frá Frakklandi
sem vann óvæntan sigur í brun-
keppninni en Michael Walchhofer
frá Austurríki varð annar.
Sindri varð 8,89 sekúndum
á eftir Deneriaz en 46 ár eru
síðan íslenskur skíðamaður tók
síðast þátt í brunkeppni karla á
Ólympíuleikum. - egm
Vetrarólympíuleikarnir á Ítalíu:
Sindri keppti í
bruni í gær
FYRSTUR Sindri Már reið á vaðið á ólympíu-
leikunum í gær.MYND/GUÐMUNDUR JAKOBSSON
KÖRFUBOLTI Nú um helgina var
dregið í riðla fyrir Evrópukeppn-
ina í körfubolta. Drátturinn fór
fram í Madríd og lenti karla-
landslið Íslands í C-riðli ásamt
Austurríki, Georgíu, Finnlandi
og Lúxemborg. Sigurður Ingi-
mundarson, landsliðsþjálfari
karla, telur Ísland eiga ágæta
möguleika á að vinna sér rétt til
að keppa um sæti í A-deild. „Und-
irbúningur hjá okkur hefst strax
að lokinni úrslitakeppninni í Ice-
land Express-deildinni og stendur
fram eftir sumri. Norðurlanda-
mótið í Finnlandi í byrjun ágúst er
á góðum tíma til að undirbúa liðið
fyrir þessa leiki haustsins,“ sagði
Sigurður á vefsíðu KKÍ.
Kvennalandsliðið lenti í erfið-
um riðli en mótherjar þess verða
Noregur, Holland og Írland. Guð-
jón Skúlason, landsliðsþjálfari
kvenna, metur möguleika liðsins
ágæta. „Með góðri samstöðu og
mikilli baráttu eigum við ágæta
möguleika,“ sagði Guðjón. Fyrstu
leikirnir verða háðir í haust. - egm
Dregið í Evrópukeppnina:
Ísland á ágætis
möguleika
Iceland-Express deild karla
FJÖLNIR-SNÆFELL 75-73
Stig Fjölnis: Grady Reynolds 34, Nemanja Sovic
14, Hörður Vilhjálmsson 10, Aleksandar Ivanovic
4, Hjalti Vilhjálmsson 4, Guðni Valentínusarson 3,
Magnús Pálsson 1.
Stig Snæfells: Ingvaldur Hafstein 19, Nate Brown
18, Igor Bevanski 14, Jón Jónsson 14, Slobodan
Subasic 4, Helgi Guðmundsson 2.
HAUKAR-KEFLAVÍK 76-102
Stig Hauka: Jason Pryor 25, Sigurður Einarsson 12,
Sævar Haraldsson 12, Kristinn Jónasson 11, Lúðvík
Bjarnason 4, Þórður Gunnþórsson 4, Morten Þ.
Szmiedowicz 3, Marel Ö. Guðlaugsson 2, Bojan
Bojovic 2, Gunnar B. Sandholt 1.
Stig Keflavíkur: A.J. Moye 31, Gunnar Einarsson
15, Arnar F. Jónsson 13, Magnús Gunnarsson 13,
Vlad Boeriu 5, Halldór Halldórsson 5, Elentín-
us G. Margeirsson 4, Sverrir Sverrisson 4, Jón N.
Hafsteinsson 4, Þröstur Jóhannsson 4, Gunnar H.
Stefánsson 3, Jón Jónsson 2.
NJARÐVÍK-ÍR 88-71
Stig Njarðvíkur: Jeb Ivey 29, Friðrik Stefánsson
20, Guðmundur Jónsson 17, Jóhann Á. Ólafsson
8, Brenton Birmingham 6, Egill Jónasson 4, Örvar
Kristjánsson 2, Ragnar Ragnarsson 2.
Stig ÍR: Theo Dixon 26, Fannar Helgason 11,
Robert Sargeant 10, Sveinbjörn Claessen 8, Ómar
Sævarsson 7, Eiríkur Önundarson 7, Ólafur Sig-
urðsson 2.
KR-ÞÓR 86-77
HÖTTUR-GRINDAVÍK 70-127
SKALLAGRÍMUR-HAMAR/SELFOSS 105-82
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
KÖRFUBOLTI Það var stórskemmti-
legur leikur sem fór fram í Graf-
arvogi í gærkvöld þegar Fjölnis-
menn tóku á móti Snæfellingum.
Það voru gestirnir sem voru yfir
stærstan hluta leiksins en með
góðri baráttu í fjórða leikhluta
komust Fjölnismenn inn í leikinn.
Þegar staðan var 54-69 skoruðu
þeir ellefu stig í röð og skyndilega
var feikilega mikil spenna komin
í leikinn.
Á lokamínútunni náði Magn-
ús Pálsson að skora þriggja stiga
körfu fyrir Fjölni og jafna 73-73
þegar örfáar sekúndur voru eftir.
Snæfellingar brunuðu upp í sókn
og um leið og flautan gall lak
boltinn ofan í körfuna eftir skot
frá Ingvaldi M. Hafstein og Snæ-
fellingar fögnuðu gríðarlega eftir
þennan dramatíska sigur.
„Það kom bara ekkert annað
til greina en að skjóta. Það hefði
verið alveg gríðarlega svekkjandi
ef við hefðum ekki náð að vinna
leikinn eftir að hafa haft forystuna
nánast allan tímann. Við vorum að
spila ágætlega í fyrri hálfleiknum
en í þriðja leikhluta dettum við
algjörlega niður. Það er þó mikil-
vægast að hafa náð að landa þessu
á endanum,“ sagði Ingvaldur eftir
leikinn.
Fjölnismenn voru yfir 23-19
eftir fyrsta leikhluta en í þeim
næsta skoruðu þeir aðeins tíu stig
á móti 22 stigum Snæfellinga.
Eftir þriðja leikhluta var stað-
an 59-46 Snæfelli í vil en í þeim
fjórða var allt annað að sjá til
Fjölnismanna sem sýndu mikla
baráttu sem ekki var til staðar hjá
liðinu fram að því.
„Við vorum nálægt því að stela
þessu. Mér fannst vera kominn
tími á það að við fengjum eitthvað
út úr leik þar sem við erum lak-
ara liðið. Við höfum oft lent í því
að vera betra liðið en vinna samt
ekki. Ég var alls ekki sáttur við
leik okkar í kvöld. Tapaðir boltar
eru að há okkur núna. Það vantaði
neistann fyrstu þrjá leikhlutana
og menn eru of fljótir að hengja
haus. Í fjórða leikhluta fann ég
síðan blöndu af mönnum sem
voru tilbúnir að fórna sér fyrir
málstaðinn,“ sagði Benedikt Guð-
mundsson, þjálfari Fjölnis. - egm
Ingvaldur hetja Snæfells
Ingvaldur M. Hafstein var hetja Snæfells sem lagði Fjölni 75-73 í Iceland-Express
deild karla í körfubolta í gærkvöld. Ingvaldur skoraði sigurkörfu leiksins um
leið og lokaflautan gall og Snæfell er komið upp í sjötta sæti deildarinnar.
NATE BROWN Nate Brown átti góðan leik
fyrir Snæfell og skoraði 18 stig.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MÁNUDAGUR 13. febrúar 2006 31