Fréttablaðið - 13.02.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 13.02.2006, Síða 78
 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Skóbúðin sérstæða Trippen opn- aði á Rauðarárstígnum á föstu- dag. Hönnuðir og stofnendur merkisins eru Angela Spieth og Michael Oehler sem eru á móti fjöldaframleiðslu og taka ekki þátt í framleiðslu í Kína þrátt fyrir mörg tilboð þess efnis. Verksmiðjur Trippen eru stað- settar í Austur-Berlín. Eru þær litlar og er notast við gamaldags handverk við framleiðslu og færi- bönd sjást ekki. „Þetta eru þýskir skór sem koma frá Berlín. Þeir eru hand- saumaðir úr elgsleðri, geitaskinni og buffaló- og kálfaskinni,“ segir Berglind Gestsdóttir, umboðs- aðili Trippen hér á landi. „Það er mikil hönnun á bak við hverja tegund eða týpu af skóm. Hönnuð- irnir styðjast oft við ævintýri eða arkitektúr frá Afríku eða öðrum heimsálfum. Þessum hönnuð- um er mjög hugað um heilsu og fóthirðu og maður finnur hvað skórnir gæla við fæturna á manni þegar maður fer ofan í þá,“ segir hún og hljómar eins og sannur sölumaður. Að sögn Berglindar eru inn- réttingarnar í versluninni jafn- framt mjög sérstakar, enda sér- hannaðar af Trippen. „Skáparnir eru bogadregnir og allar hillurn- ar í þeim eru skakkar,“ segir hún. „Hugsunin á bak við bogann er sú að bogaformið tælir augað til að fylgja honum frá upphafi til enda, ólíkt því sem gerist þegar horft er á kassalaga hluti.“ Trippen-merkið er vinsælt á meðal fræga fólksins úti í heimi að sögn Berglindar. „Ef stórstjörn- urnar koma til Berlínar fara þær í Trippen. Það eru fjórar búðir í Þýskalandi og fjórar í Japan og Japanar eru mjög hrifnir af þess- um búðum. Frægir tískuhönnuð- ir sækjast líka eftir því að nota þessa skó, þar á meðal Yamamoto og Perry Ellis,“ segir hún. Nefnir hún einnig kvikmyndastjörnur á borð við Jude Law og söngvarana Usher og Michael Stipe úr R.E.M. sem trygga viðskiptavini. Berglind segist fullviss um að verslunin eigi eftir að festa sig í sessi hér á landi. „Ég held að það sé kominn tími á eitthvað annað en þetta venjulega. Íslendingar eru til í að vera öðruvísi því þeir eru það mikið tískuþenkjandi. Íslendingar vilja vera áberandi og öðruvísi.“ Hvað varðar fjöldaframleiðslu segir Berglind hönnuðina alger- lega á móti henni. „Þeir eru á móti misnotkun á fólki og þrældómi. Kínverjar hafa margbeðið um að fjöldaframleiða skóna en þeir vilja ekki taka þátt í þeim bransa. Þeir vilja frekar vera á færri stöð- um og sinna sínum kúnnum vel.“ Auk skónna eru töskurnar sem eru til sölu í versluninni óvenju- legar í meira lagi. Þær eru hand- saumaðar og hannaðar af ítölskum arkitekt. Eru þær m.a. úr ýmsu byggingarefni, latexi, loftsíum úr loftræstikerfum, gólfteppum, gúmmíi og dyramottum. Berglind segir að stofnendur Trippen, þau Angela og Michael hafi ætlað að koma hingað til lands í tilefni af opnuninni en ekkert hafi orðið af því. Í stað- inn munu þau kíkja í heimsókn í sumar og kynna um leið nýja bók um Trippen sem fjallar um sögu þessa óvenjulega framleiðanda. freyr@frettabladid.is SÉRSTÆÐ SKÓBÚÐ OPNAR: ENGIN FJÖLDAFRAMLEIÐSLA Ævintýri og afrískur arkitektúr BERGLIND GESTSDÓTTIR Berglind er umboðsaðili Trippen hér á landi og hefur mikla trú á merkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Valentínusardagurinn er á morgun, en daginn þann ger- ast íbúar heimsins rómantískir og færa ástvinum blóm, gjafir og fagrar kveðjur. Siðurinn hefur fest sig í sessi meðal Íslendinga síðustu tvo áratugina, en var upphaf- lega tilnefndur til heiðurs munknum Valentínusi sem gifti fólk að kristnum sið í Rómaveldi forðum. Á þeim tímum hafði kristin trú ekki náð fótfestu meðal Róm- verja og var Valentínus því hálshöggvinn og í kjölfarið tekinn í dýrlingatölu. „Það var seint á níunda áratugnum að ég var búsett í Bandaríkjunum þar sem fyrrverandi maðurinn minn var við nám. Áður hafði ég oftsinnis komið vestur í starfi mínu sem flugfreyja en aldrei verið í Bandaríkjunum á þeim árstíma sem Valentínusardaginn ber upp á,“ segir útvarpskonan Valdís Gunnarsdóttir sem í útvarpinu kynnti daginn fyrir landsmönnum. „Ég hafði þá aldrei gefið þessum degi sérstakan gaum en féll fyrir því hvernig Bandaríkjamenn gáfu sig alla í þetta og fannst tilvalið að hrinda af stað vitund- arvakningu hérlendis þar sem sagan á bak við daginn er falleg og hugmyndin hressandi í skammdeginu, enda tilvalin eftir allan víkinginn; hrútspungana og súra slátrið,“ segir Valdís hláturmild, en margir hafa hnýtt út í siðinn sökum þess að hann sé bandarískur og til þess eins gerður að hygla kaupmönnum. „Ég bjóst nú aldrei við að verða ævinlega kennd við Valentínusardaginn en ókunnugt fólk hefur látið eftir sér að hringja í mig og spyrja hvort ég sé ekki örugglega Valdís Valentínusardóttir. Ég hef vitaskuld bæði elst og þroskast síðan 1988 og þætti gaman ef fólk mæti mig að verðleikum og tæki eftir öðrum verkum mínum líka,“ segir Valdís alvarleg í bragði. „Íslendingar hafa fett fingur út í Valentínusardag- inn sem Kanahefð, en reyndar er hún jafn evrópsk og hvað annað. Við megum ekki vera eins og hertir handavinnupokar gagnvart nýjungum, þótt vissulega sé ég sjálf hlynnt því að halda í séríslenskar hefðir eins og konu- daginn, bóndadag og þorrann. Ég borða ekki þorramat sjálf en held hann ávallt hátíðlegan fyrir drenginn minn,“ segir Valdís sem einnig heldur Valentínusardag heilagan á sinn hátt. „Mér þykir vænt um þennan dag en það er langt síðan ég hef upplifað hann sem ástfangin kona. Þetta er góður dagur til að gera eitthvað fyrir þá sem manni þykir vænt um og á morgun tileinka ég daginn elskulegri móður minni sem á í ströngum og erfiðum veikindum.“ SÉRFRÆÐINGURINN VALDÍS GUNNARSDÓTTIR HEFUR LENGI VERIÐ KENND VIÐ VALENTÍNUSARDAG Tileinkar Valentínusardaginn mömmu LÁRÉTT 2 tónlistarstefna 6 persónufornafn 8 kletta- sprunga 9 veiðarfæri 11 belti 12 endurtekning 14 laust bit 16 þegar 17 rúmábreiður 18 pota 20 drykkur 21 lokka. LÓÐRÉTT 1 stjórnarumdæmis 3 einnig 4 karlmanna- spariföt 5 matjurt 7 tilgáta 10 mál 13 hlaup 15 klettur 16 úthald 19 til. LAUSN Íbúar í 101 hafa getað gengið að því vísu síðustu áratugina að geta keypt sér Levi‘s gallabuxur á Laugaveginum. Nú hefur Levi‘s- búðinni hins vegar verið lokað og á hvítu blaði stendur að opnað verði í Kringlunni innan skamms. 501 er því ekki lengur í 101. Pétur Arason seldi Levi‘s-búð- ina fyrir þremur árum og byrjaði með safn í húsakynnum gömlu búðarinnar. Pétur er annálaður Laugavegsmaður og hefur verið með rekstur á verslunargötunni í 45 ár. Byrjaði með FACO þar sem nú er Sautján en það er eina verslunin sem selur Levi‘s buxur á Laugaveginum. Sagan fer því hálfpartinn í hring. Pétur við- urkenndi að honum hefði verið brugðið þegar hann frétti af lokun búðarinnar. Hann sagði að sennilega hefði hann hugsað sig tvisvar um á sínum tíma hefði hann vitað að þetta yrðu örlög hennar. „Ég var með Levi‘s horn í FACO frá 1976 og opnaði síðan Levi‘s Original Store í lok níunda áratugarins. Gallabuxurnar tóku mikinn kipp á þessum tíma eftir að hafa verið í smálægð,“ segir Pétur og tekur undir þau orð að Laugavegurinn hafi með brott- hvarfi búðarinnar glatað smá- vegis af sjarma sínum. Pétur segist ekki alveg gera sér grein fyrir „stemningunni“ á Laugaveginum um þessar mundir en alltaf sé eitthvað um að búðir loki á þessum tíma þegar kalt er í veðri. „Ég hef heyrt að öll pláss séu tekin þegar þau losna,“ segir hann. „Það er verið að byggja stór gólfrými um þessar mund- ir en skortur á slíku hefur staðið mörgum búðum fyrir þrifum,“ segir Pétur og er bjartsýnn fyrir hönd þessarar götu sem er honum svo hjartfólgin. „Þetta kemur allt, bara spurning um nokkur ár,“ segir Pétur og er ekki lengi að svara spurningunni hvort hann fari í annað póstnúmer til að kaupa sér gallabuxur. „Ekki að ræða það. Ég sendi einhvern eftir þeim með réttu númerin.“ Levi‘s kveður Laugaveginn PÉTUR ARASON Sér eftir gömlu Levi‘s-búðinni sem nú hefur hætt starfsemi á Laugavegin- um og flytur í Kringluna á næstunni.FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8: 1 Tórínó á Ítalíu 2 Boris Spassky og Friðrik Ólafsson 3 Tvö mörk LÁRÉTT: 2 rokk, 6 ég, 8 gjá, 9 net, 11 ól, 12 stagl, 14 glefs, 16 þá, 17 lök, 18 ota, 20 te, 21 laða. LÓÐRÉTT: 1 léns, 3 og, 4 kjólföt, 5 kál, 7 getgáta, 10 tal, 13 gel, 15 sker, 16 þol, 19 að. �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ��� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � �������� ����������������������� ������������� ������������������������������ �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������ HRÓSIÐ ...fær Ólafur Jóhannesson fyrir að draga karate-goðsögnina Mike Stone fram í dagsljósið á ný og kynna fyrir okkur ótrúlegt ævi- hlaup hans. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.