Fréttablaðið - 21.02.2006, Side 4

Fréttablaðið - 21.02.2006, Side 4
4 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR Fékk hjólið „lánað“ Lögregla í Kópavogi hafði afskipti af þekktum brotamanni á nýju reiðhjóli um helgina. Sagðist hann hafa fengið það lánað í Hafnarfirði en gat ekki gefið frekari skýr- ingar og var það tekið af honum. Hjólið er geymt á lögreglustöðinni í Kópavogi. LÖGREGLUFRÉTTIR SVEITARSTJÓRNARMÁL Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarða- byggð, verður frá störfum í óákveðinn tíma vegna veikinda. Guðmundur fer í skurðaðgerð á Landspítalanum í byrjun næsta mánaðar vegna æxlis í ristli. „Geislameðferð hefst í lok þessa mánaðar og síðan er gert ráð fyrir skurðaðgerð hinn 6. mars. Ég geri ráð fyrir að sinna störfum fram að uppskurðinum en síðan tekur við veikindaleyfi um óákveðinn tíma,“ segir Guð- mundur. Gunnar Jónsson, forstöðumað- ur fjármála- og stjórnsýslusviðs Fjarðabyggðar, mun gegna störf- um bæjarstjóra í fjarveru Guð- mundar. - kk Bæjarstjórinn í Fjarðabyggð: Fer í leyfi vegna veikinda GUÐMUNDUR BJARNASON Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 20.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,15 63,45 Sterlingspund 110,1 110,64 Evra 75,39 75,81 Dönsk króna 10,1 10,16 Norsk króna 9,353 9,409 Sænsk króna 8,041 8,089 Japanskt jen 0,534 0,5372 SDR 90,75 91,29 91,02 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,8585 FUGLAFLENSA Tilgangur tilkynn- ingar sem starfshópur Landbún- aðarstofnunar um viðbrögð við fuglaflensu sendi út í gær er að búa fólk undir að fuglaflensan sé að öllum líkindum að skella á, segir Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma. Hann ítrekar að um leið og fuglaflensa greinist í Bretlandi gangi í gildi viðbrögð við fugla- flensu á áhættustigi II. Landbún- aðarstofnun sá í gær ekki ástæðu til að breyta áhættumatinu. Hún beinir hins vegar þeim tilmæl- um til þeirra sem eiga alifugla og sem reka alifuglabú að þeir athugi nú þegar þau viðbrögð sem nauðsynleg séu ef ákvörðun verði tekin um að færa aðgerðir á áhættustig II. Þetta á ekki síst við um kröfur um að hýsa alla alifugla og að huga að smitleiðum til að fyrirbyggja að fuglaflensa geti borist í alifugla. Margar af þessum ráðstöfun- um eru eðlilegur og mikilvægur þáttur í daglegum rekstri ali- fuglabúa og hefur því víða verið komið á. Þessum aðgerðum þarf hins vegar að viðhalda og ganga úr skugga um að varnir gegn smitleiðum séu tryggðar, að því er segir í tilkynningu frá stofn- uninni, sem hefur skilgreint þrjú áhættustig vegna fuglaflensu. - jss ÁLFTIR Álftir hafa drepist í vaxandi mæli í Vestur-Evrópu af völdum fuglaflensu. Landbúnaðarstofnun fylgist með þróun mála í nágrannalöndum: Fólk búið undir fuglaflensu SJÁVARÚTVEGUR Búið er að landa um 3.500 tonnum af loðnu til Síldarbræðslunnar á Akranesi. Það telst rýrt miðað við árs- tíma og skýrist af litlum loðnu- kvóta. Skip fyrirtækisins HB Granda, Sunnuberg NS 70, land- aði um 1.100 tonnum af loðnu í gær. Megnið af þeim aflanum fór í frystingu. - shá Síldarbræðslan á Akranesi: Rýr loðnuveiði hjá HB Granda MOSKVA, BRUSSEL, AP Samninga- menn Rússa og Írana luku í gær fyrsta degi samningaviðræðna í Moskvu um möguleikann á því að Íranar stundi tilraunir sínar með auðgun úrans í Rússlandi með því að ákveða að halda við- ræðunum áfram. Aftur á móti skiluðu viðræður forsvarsmanna Evrópusambandsins í Brussel við íranska utanríkisráðherrann Manouchehr Mottaki um kjarn- orkuáætlun Írana engum áþreif- anlegum árangri. Javier Solana, utanríkismála- stjóri ESB, sagði afstöðu Írans- stjórnar „ekki hafa haggast“. Sagði hann viðræðurnar verða að vera „mun uppbyggilegri“ ef árangur ætti að nást. Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, vildi ekki gefa neitt nánar upp um viðræðurnar í Moskvu en sagði að þær gæfu ástæðu til að halda í von um að unnt væri að halda málinu innan Alþjóða kjarnorkumálastofnun- arinnar, IAEA. Skrifstofa þjóðar- öryggisráðs rússneska forseta- embættisins, sem var gestgjafi viðræðnanna, gaf út stuttorða yfirlýsingu þar sem segir að full- trúar beggja aðila hafi komist að samkomulagi um að halda við- ræðum áfram. Tillaga Rússa um að Íranar fái að stunda kjarnorku- tilraunir sínar í Rússlandi nýtur stuðnings Bandaríkjastjórnar og ESB-þríveldanna Bretlands, Frakklands og Þýskalands, en með því móti er talið að auðveld- ara verði að hafa eftirlit með því að tilraunirnar gangi ekki út á að framleiða efni í kjarnorkuvopn, heldur einvörðungu til friðsam- legrar raforkuframleiðslu. Talsmaður Ívanovs, Kseniya Roshchina, neitaði að segja hvenær framhald yrði á viðræðununum en staðfesti að íranska sendinefndin héldi væntanlega heim á leið í dag, þriðjudag. Síðar tilkynnti rúss- neska utanríkisráðuneytið að við- ræðunum yrði fram haldið strax í dag á sérfræðingastigi. Lavrov sagði að Íranar ættu að hverfa frá kjarnorkutilraun- um þeim sem þeir hófu á ný í síð- asta mánuði, í trássi við ákvæði alþjóðasamninga þar um, og vinna að því að draga úr áhyggj- um alþjóðasamfélagsins af því hvað þeim gengi til með kjarn- orkutilraununum. Hann sagðist vonast til að viðræðurnar sem hófust í gær gæfu tilefni til að hægt væri að halda málinu innan IAEA frekar en vísa því til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna, sem gæti ákveðið þvingunaraðgerðir gegn Íransstjórn. Solana tjáði fréttamönnum í Brussel að hann hefði tjáð Mottaki að Evrópusambandið myndi bíða og sjá hvað kæmi út úr viðræðun- um í Moskvu áður en úrslitafund- ur um málið fer fram í Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni í Vín- arborg hinn 6. mars. audunn@frettabladid.is LÆTUR EKKI HAGGAST Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, á blaðamannafundi í Brussel eftir árangurslitlar viðræður um kjarnorkudeiluna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Veik von um samningalausn Viðræður sem fulltrúar Íransstjórnar áttu í Moskvu í gær gefa að sögn rússneska utanríkisráðherrans ástæðu til að halda í vonina um samningalausn í alþjóðadeilunni um kjarnorkuáætlun Írana. VÍN, AP Fulltrúar Serbíustjórn- ar og Kosovo-Albana settust að samningaborði í Vínarborg í gær, en þar með hófust loks formleg- ar miðlunarviðræður Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo- héraðs. Markmið viðræðnanna er að komast nær niðurstöðu um það hvort héraðið eigi að verða sjálf- stætt ríki eða vera áfram meira eða minna sjálfráða hérað í Ser- bíu. Hua Jiang, talsmaður Martti Ahtisaari, sáttasemjara SÞ, sagði fyrsta viðræðufundinn hafa verið mjög uppbyggilegan. Þessi fyrsta lota viðræðnanna stendur aðeins í tvo daga. ■ Viðræður um framtíð Kosovo: Óvinir sestir að samningaborði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.