Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 42
30 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Eftir langt frí hefst keppni Meistaradeild Evrópu aftur með látum í kvöld þegar fyrri fjórir leikirnir í sextán liða úrslitum keppninnar fara fram. Liverpool fer til Portúgal og mætir þar Benfica, sem sló Manchester United út úr keppn- inni með sigri í riðlakeppninni. Liverpool var nálægt því að kaupa fyrirliða Benfica, Simao Sabrosa, síðasta sumar en hann er lykilmaður í liðinu. „Við vilj- um fullkomna góða viku með góðum úrslitum gegn Benfica,“ sagði Rafael Benítez, stjóri Evr- ópumeistaranna. „Leikmennirnir mínir eru líklega örþreyttir en það er allt í lagi og mjög eðlilegt. Að vinna leiki er góð leið til að losna við þreytuna og menn munu koma dýrvitlausir til leiks gegn Benfica,“ bætti Benítez við. Real Madrid og Arsenal kljást á Santiago Bernabeu-vellinum á Spáni en Skytturnar eru þunn- skipaðar þessa dagana. Jose Antonio Reyes nær þó að spila en Emmanuel Adebayor er ekki gjaldgengur. Miðjumaðurinn Mathieu Flamini verður í vinstri bakvarðarstöðunni en hann er áttundi leikmaður Arsenal til að spila þá stöðu á tímabilinu. „Þetta verður mjög erfiður leikur. Arsenal er með gott lið og Thierry Henry er einn besti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Raúl, fyrirliði Real Madrid, sem er tæpur vegna meiðsla en ef hann spilar verður það 100. leikur hans í keppninni. Bayern München og AC Milan eigast við í Þýskalandi en bæði lið verða án fyrirliða sinna í leikn- um. Oliver Kahn, fyrirliði heima- manna, meiddist um helgina í leik gegn Hannover. Michael Rensing mun standa vaktina í hans stað. Paolo Maldini verður ekki með AC Milan vegna ökklameiðsla en hann hefur verið í Bandaríkjun- um til að ná sér af þeim. PSV Eindhoven og Lyon mæt- ast í Hollandi en þau mættust i átta liða úrslitum keppninnar í fyrra. Þá vann PSV eftir víta- spyrnukeppni og eiga Frakkarnir því harma að hefna. „Þeir eru með sterkt lið og mjög skemmtilegt sóknarlið. Við höfum séð alla leiki þeirra síðan í lok desember og þekkjum því liðið út og inn,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Lyon, fyrir leikinn. hjalti@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 18 19 20 21 22 23 24 Þriðjudagur ■ ■ SJÓNVARP  10.50 ÓL í Tórínó á RÚV. Skíðaskotfimi og boðganga karla.  12.50 ÓL í Tórínó á RÚV. Norræn tvíkeppni.  19.00 Meistaradeildin með Guðna Bergs á Sýn. Upphitun.  19.30 Real Madrid gegn Arsenal á Sýn. Bayern gegn AC Milan er á Sýn Extra og Benfica-Liverpool á Sýn Extra 2.  21.35 Meistaramörk á Sýn. ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR UNITEDMENN þig getið enn verið með! Allir geta spilað í Meistaradeildinni á Lengjunni 19:50 Chelsea – Barcelona 19:50 Werder Bremen – Juventus 19:50 Ajax – Inter Milan 19:50 Glasgow Rangers – Villareal 1 X 2 1.90 2.60 2.65 2.35 2.75 2.65 2.70 2.60 2.80 2.05 2.00 2.30 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 19:50 Real Madrid - Arsenal 19:50 B. München - AC Milan 19:50 Benfica – Liverpool 19:50 PSV - Lyon 1 X 2 1.50 1.90 2.45 2.15 3.00 2.75 2.60 2.60 4.00 2.80 2.20 2.50 MEISTARADEILDIN er á Lengjunni. Fylltu út se›il á lengjan.is e›a á næsta sölusta› og hleyptu enn meiri spennu í leikina. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Þróttarar hafa verið að skanna leik- mannamarkaðinn undanfarið eins og önnur lið en á síðustu dögum hafa tveir erlendir leikmenn verið til æfinga hjá félaginu. Annar þeirra er Pólverji sem ber nafnið Christo og kom hingað til lands til að vinna sem verkamaður. Hinn er portúgalskur, ber nafnið Luis Djalo en er kallaður Jay og er að vinna í verslun GK í Reykjavík. „Christo kom hingað sem verkamaður og fékk að kíkja á nokkrar æfingar. Þessir verkamenn eru bara að vinna svo lengi, til 8-9 á kvöldin, að þetta gekk ekki upp en hann sýndi fín tilþrif á æfingunum hjá okkur. Ég hefði mikinn áhuga á að skoða hann betur en því miður verður það ekki úr þessu. Hann lofaði góðu, hafði spilað í 2. deildinni í Póllandi og var lipur með knöttinn,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttar, við Fréttablaðið í gær. „Það er ansi mikið af Pólverjum að vinna hér í verkavinnu, það hljóta einhverjir fleiri að geta spilað fótbolta. Ég ætti kannski að setja upp æfingaleik á Kárahnjúkum og athuga málið,“ sagði Atli og hló við. „Við höfum líka verið með portúgalskan leik- mann á æfingum hjá okkur. Líkt og Christo kom hann hingað til að vinna, reyndar í verslun, en samt endaði hann á æfingu hjá okkur. Hann lofar mjög góðu og það kemur alveg til greina að hann spili með okkur í sumar. Hann er stór og sterkur strákur sem spilaði með Cambres í Portúgal og ég sé hann fyrir mér sem miðvörð eða á miðjunni,“ sagði Atli, sem ætlar sér að styrkja Þróttaralið- ið fyrir átökin í 1. deildinni í sumar. „Við verðum að styrkja okkur enda höfum við misst marga leikmenn. Það er ekk- ert launungarmál að okkur vantar 3-4 reynslumikla menn og því er enn pláss í liðinu. Íslenski markað- urinn hefur ekki upp á mikið að bjóða þó svo að molarnir detti vissulega,“ sagði Atli að lokum. ÞRÓTTARAR SKOÐA LEIKMANNAMARKAÐINN: ATLI EÐVALDSSON FER ÓHEFBUNDNAR LEIÐIR Með útlenda verkamenn á æfingum > Jerica farin frá Grindavík Kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik varð fyrir miklu áfalli í gær þegar hinn bandaríski leikmaður liðsins, Jerica Watson, bað um að verða leyst undan samningi af persónulegum ástæðum. Stjórn Grindavíkur reyndi að tala um fyrir henni en án árangurs og hún er því flogin til síns heima. Brotthvarf hennar er mikið áfall fyrir Grindavík enda Watson verið í lykilhlutverki hjá liðinu og hennar skarð verður ekki fyllt svo auðveld- lega. Eftir 76 daga er langri bið knattspyrnubullna lokið: Stórleikir í Meistara- deildinni í kvöld THIERRY HENRY Raúl telur Frakkann einn besta knattspyrnumann í heimi. NORDICPHOTOS/AFP LEIKIR KVÖLDSINS: REAL MADRID - ARSENAL SÝN B. MÜNCHEN - AC MILAN SÝN EXTRA BENFICA - LIVERPOOL SÝN EXTRA2 PSV EINDHOVEN-LYON FÓTBOLTI Miðaverð á stórleik Chel- sea og Barcelona á Stamford Bridge annað kvöld í Meistara- deildinni hefur rokið upp úr öllu valdi en fyrir löngu er orðið upp- selt á leikinn. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er algengt verð á miða í dag um 50 þúsund íslensk- ar krónur en það hæsta fór upp í 1.000 pund, eða um 112 þúsund krónur, á svarta markaðnum. Það er mun hærra en gengur og gerist á aðra stórleiki. Mjög auðvelt er að losa sig við miða á völlinn þar sem eftirspurnin er gífurleg. Þess má geta að Chelsea seldi miða frá sér á leikinn fyrir um sextíu pund; tæpar sjö þúsund krónur. ■ Chelsea - Barcelona: Dýrt á völlinn Meistaradeild í hesta- íþróttum Í gær var tilkynnt um nýja úrvalsdeild í hestaíþróttum, Meistaradeild VÍS, þar sem bestu knapar landsins munu etja kappi um 3,2 milljónir króna á sex mótum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.