Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 2006 3 Nú á tíma árshátíða og matar- hátíða eins og Food & Fun er mikilvægt að njóta matarins til hins ýtrasta og fanga augna- blikið. Við eigum það þó til að borða of mikið á þessum ann- ars frábæru kvöldstundum og jafnvel að fá samviskubit yfir því. Það þýðir hins vegar ekki neitt og gerir manni ekkert nema illt, svo við hættum öllu samviskubiti hér og nú. Í stað- inn er ágætt að beita smá for- sjárhyggju og hugleiða nokkrar góðar leiðir til að kvöldið verði sem ánægjulegast. ■ Þegar við höfum tileinkað okkur heilsuvænlega hugsun, um mataræði okkar sem og annað, fer sú hugsun ekkert í frí þegar við förum í góðar matarveislur. Það þýðir hins vegar ekki að við séum á brems- unni eða borðum ekkert nema grænmeti. Langt í frá. Við njót- um til hins ýtrasta en hugum þó að nokkrum smáatriðum sem gætu gert gæfumuninn. ■ Borðaðu aðeins áður en þú leggur af stað. Það kemur í veg fyrir að þú verðir hungur- morða þegar að veisluborðinu er komið og borðir yfir þig, nennir ekki á dansgólfið og langi mest heim í sófann eftir matinn. ■ Drekktu tvö vatnsglös þegar þú sest til borðs. Það bæði seður hungrið um stund og dregur úr líkum á að borða of mikið. ■ Farðu hægt í eða slepptu brauðinu sem sett er á borðið fyrir matinn. Sérstaklega ef það er hvítt, því það er nær- ingarsnautt, belgir okkur bara út og gefur lítið nema vindverki! ■ Ef þú mögulega getur, biddu þjóninn um sósuna til hliðar á disknum. Þá geturðu stjórn- að sósuneyslunni betur, en hún inniheldur oft töluvert af hveiti, sykri og aukaefnum. ■ Ef þú velur af matseðli, veldu allt sem er soðið, ofnbakað, ristað og grillað og slepptu því sem er djúpsteikt. ■ Taktu vel á grænmetinu. Með því að borða vel grænmeti og salat nær líkaminn betur að melta steikina og þú nýtur kvöldsins betur og getur auð- veldlega dansað fram undir morgun. ■ Þá er mikilvægt að minna sig á skammtastærðina. Margir eru vanir að klára af disknum sínum, en okkur var kennt í æsku að sóa ekki matnum. En notaðu heldur ekki sjálfan þig sem ruslafötu! Njóttu hvers munnbita og borðaðu hægt, frekar en að borða svo marga að þú stendur á blístri. Ég, nautnaseggurinn, veit að það er oft erfitt að hætta að borða góðan mat, en taktu þér góðan tíma og þá eru minni líkur á ofáti. ■ Deildu síðan eftirréttinum með sessunauti þínum. Helm- ingurinn af sætum eftirrétti eftir velheppnaða máltíð er alveg nóg. ■ Ef þú hefur fengið þér í glas um kvöldið er gott að taka inn B-vítamín og fá sér smá að borða áður en maður fer að sofa. Líka er gott að fá sér smá mjólk. Það dregur verulega úr þynnku, sérstaklega ef vín- glösin hafa verið nokkur. ■ Síðast en alls ekki síst er að njóta og ramma inn augnablik- ið. Góða skemmtun! Borghildur Verði þér að góðu! Sóttvarnalæknir svarar nokkrum spurningum varðandi fuglaflensuna á heimasíðu landlæknisembættisins. Sú umræða sem skapast hefur í kringum fuglaflensufaraldurinn hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum. Á heimasíðu landlæknis- embættisins fyrir helgi svaraði sóttvarnalæknir nokkrum spurn- ingum varðandi fuglaflensuna. Í svörum hans kemur meðal annars fram að líkur á því að hinn almenni borgari smitist séu afar litlar. Fólk þarf heldur ekki að forðast ferða- lög til þeirra landa sem fuglaf- lensan hefur komið upp í. Á síð- unni stendur sem dæmi orðrétt: ,,Einungis þeir sem eru í náinni snertingu við sýkta fugla eða saur og aðra líkamsvessa (t.d. blóð eða slím) sýktra fugla geta átt á hættu að smitast af fuglaflensu. Ekkert bendir til að fuglaflensa smitist manna á milli.“ Enn fremur segir sóttvarnalæknir að villtir fuglar beri síður fuglaflensuna en ali- fuglar. Samkvæmt sóttvarnalækni er einnig óhætt að borða rétt mat- reitt fuglakjöt og egg. Þar sem sýktir fuglar hafi ekki enn komið til landsins sé í himnalagi að gefa fuglum brauð en varast skuli þó að koma nálægt dauðum fuglum eða fugladriti. Dúntekja og skot- veiði á einnig að vera hættulaus, að minnsta kosti gagnvart fugla- flensunni, samkvæmt sóttvarna- lækni. Frekari spurningar og svör má finna á heimasíðunni www. landlaeknir.is. Óhætt að gefa fuglunum brauð Hættan á því að fuglaflensan berist úr villtum fuglum og yfir í mannfólkið er afar lítil. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG BA Í SÁLFRÆÐI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.