Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 2
2 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR Skotbardagi í Kaupmannahöfn Tveir menn voru skotnir og sá þriðji var skorinn í andliti þegar til átaka kom fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Kaup- mannahöfn var kölluð til og handtók tvo menn. Talið er að félagar í tveim klíkum hafi ætlað að útkljá deilu með fyrrgreindum afleiðingum. DANMÖRK ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� EGYPTALAND, AP Osama bin Laden heitir því að láta aldrei ná sér á lífi og segir bandaríska herinn vera orðinn jafn „ósiðmenntað- an“ og Saddam Hussein, að því er kemur fram á hljóðupptöku sem birt var á vefsíðu herskárra mús- lima nýverið. Hljóðupptakan er sú sama og spiluð var á arabísku sjónvarps- stöðinni al-Jazeera í janúar, þegar bin Laden hótaði frekari árásum á Bandaríkin og bauð Bandaríkja- stjórn jafnframt upp á vopnahlé, fjarlægði hún alla hermenn sína í Mið-Austurlöndum. - smk Osama bin Laden: Mun ekki láta ná sér á lífi OSAMA BIN LADEN Mynd af Osama bin Laden sem birt var á al-Jazeera sjónvarps- stöðinni í janúar. NORDICPHOTOS/AFP VERK AÐ VINNA 26. FEBRÚAR NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hi.is BANKASALA Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, telur að ríkið, Ríkisendurskoðun og einkavæðingarnefnd hafi verið beitt blekkingum þegar Búnaðar- bankinn var seldur. Í greinaflokki Sigríðar Dagg- ar Auðunsdóttur blaðamanns um bankasöluna í Fréttablaðinu síð- asta vor kom fram að þýski bank- inn Hauck & Aufhauser var aldrei nefndur til sögunnar sem fjárfest- ir með S-hópnum. Þegar samkomulag um viðræð- ur við S-hópinn var undirritað var ekki vitað hver erlendi fjárfestir- inn var en talað um að í hópnum væru ein eða fleiri erlendar fjár- málastofnanir. S-hópurinn átti þá í viðræðum við útibú franska bankans Société Genérale í Frankfurt. Í greinaflokknum kom fram að S-hópurinn hefði gefið þær skýr- ingar að erlendi fjárfestirinn vildi ekki koma fram undir nafni fyrr en samningar hefðu verið undir- ritaðir. Samið var um að S-hópurinn myndi gefa ráðgjöfum fram- kvæmdanefndarinnar, HSBC, upp nafnið til að skera úr um áreiðan- leika bankans og komst HSBC að jákvæðri niðurstöðu og talaði um stóran alþjóðlegan fjárfestinga- banka. Ekkert nafn var nefnt. Þegar skrifað var undir samn- inginn við S-hópinn var tilkynnt að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri hinn erlendi fjárfestir og þótti lýsing HSBC á stórum alþjóðlegum fjárfestinga- banka ekki passa því þýski bank- inn er lítill einkabanki. Umsögnin hefði því frekar átt við um Société Générale sem var sjötti stærsti banki í Evrópu en hópurinn átti, eins og áður segir, í viðræðum við bankann um að taka þátt í kaupunum til að byrja með. S-hópurinn hefur neitað því að hafa gefið upp annað nafn en Hauck & Aufhauser. Vilhjálmur hefur einnig haldið því fram að þýski bankinn hafi ekki átt neinn hlut í Eglu en talið var að S-hópurinn samanstæði af Vátryggingarfélagi Íslands, Sam- vinnulífeyrissjóðnum, Eignar- haldsfélaginu Samvinnutrygging- um og Eglu hf. sem þýski bankinn Hauck & Aufhauser ætti helm- ingshlut í. Í greinum Sigríðar Daggar kemur einnig fram að Lands- bankinn hafi veitt félögum innan S-hópsins lán upp á 6-8 milljarða króna til að greiða fyrri greiðslu S-hópsins til ríkisins fyrir Búnað- arbankann. ghs@frettabladid.is Erlendi fjárfestirinn var lítill einkabanki Ráðgjafar framkvæmdanefndarinnar töluðu um stóran alþjóðlegan fjárfest- ingabanka þegar áreiðanleiki erlenda fjárfestisins var kannaður fyrir sölu Bún- aðarbankans. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser er lítill einkabanki. BÚNAÐARBANKINN SELDUR Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra tekur í hönd Peter Gatti, bankastjóra Hauck & Aufhauser, við undirritun samninga um sölu Búnaðarbankans í febrúar 2003. Á myndinni eru einni Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra og Ólafur Ólafsson, forsprakki S-hópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík rann- sakar hvað átti sér stað þegar stór rúða í einstaklingsíbúð í Fossvogi splundraðist eldsnemma í gær- morgun. Var ekki loku fyrir það skotið á tímabili að skotið hefði verið á rúðuna úr riffli en ekkert benti til þess eftir fyrstu vettvangsrann- sókn. Splundraðist rúðan bæði inn og út, sem þykir fremur benda til þess að hún hafi verið sprengd á einhvern hátt, en ekki var heldur útilokað að eðlilegri orsakir væru fyrir brotinu. Rannsókn verður haldið áfram. - aöe Lögregla rannsakar rúðubrot: Sprengja ekki útilokuð SPURNING DAGSINS Hanna, var meirihlutinn á lóðaríi? „Hvort sem um er að ræða lóðarí, lott- erí eða aðrar vandræðalausnir meiri- hlutans í skipulagsmálum er löngu ljóst að honum er ekki treystandi til að bjóða fólki tækifæri til að byggja og búa í Reykjavík.“ Útboð lóða við Úlfarsfell þykir hafa farið út um þúfur. Hanna Birna Kristjánsdóttir og félagar í Sjálfstæðisflokknum hafa gagnrýnt hvernig staðið var að útboðinu. BELGÍA, AP Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins héldu fund í gær um leiðir til að berjast gegn útbreiðslu fuglaflensu, en þó ekkert bóluefni sé til við fugla- flensu er hægt að gefa fuglunum almenna flensusprautu og ætla frönsk yfirvöld að bólusetja tæpa milljón alifugla. Sýktir fuglar hafa fundist í Frakklandi, Þýskalandi, Austur- ríki, Grikklandi, Ítalíu og Slóveníu og verið er að rannsaka hvort veir- an sé komin til Ungverjalands. Jafnframt hefur hún fundist í átta öðrum Evrópulöndum sem ekki eru í ESB. - smk Fuglaflensa í Evrópu: Fuglar fá flensusprautu BANKASALA Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar, Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokki, og Lúðvík Bergvinsson, Samfylk- ingunni, kröfðust þess á Alþingi í gær að óháð rannsókn færi fram á sölu ríkisins á Búnaðarbankan- um. Halldór Ásgrímsson forsæt- isráðherra fundaði í gær með ríkisendurskoðanda um hvort eitthvað nýtt væri komið fram í málinu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í hagfræði við Háskóla Íslands, telur íslenska ríkið hafa verið blekkt í söluferlinu á Búnaðarbankanum. Halldór sagði ekki standa til að rannsaka þetta mál sérstak- lega þar sem ríkisendurskoðandi teldi ekki ástæðu til þess. „Það er ekkert nýtt í þessu máli. Það hefur verið margfarið yfir þetta mál. Fjármálaeftirlitið, ríkis- endurskoðandi og ráðgjafar ein- kvæðingarnefndar fóru nákvæm- lega yfir þessi máli. Ég ber fullt traust til ríkisendurskoðanda. Ef háttvirtur þingmaður Sigurjón Þórðarson ber ekki fullt traust ríkisendurskoðanda, þá vænti ég þess að hann sé einn um þá skoð- un, eins og svo margt annað sem hann segir hér á Alþingi.“ Vilhjálmur Bjarnason mun í vikunni ganga á fund ríkisend- urskoðanda og afhenda honum gögn sem hann hefur undir hönd- um um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í söluferlinu á Búnaðarbankanum. - mh Þingmenn deildu hart á forsætis- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi: Vilja rannsókn á bankasölu HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór ræddi sölu bankanna í gær við ríkisendurskoðanda, sem sagði ekkert nýtt hafa komið fram um málið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BANKASALA Guðmundur Hjaltason, forstjóri Kers, segir að Vilhjálm- ur Bjarnason aðjúnkt höggvi í sama knérunn og síðasta sumar þegar hann haldi því fram að S- hópurinn hafi beitt blekkingum við kaupin á Búnaðarbankanum. Hann hafi ekki komið fram með nýjar upplýsingar eða sýnt fram á að þessar ásakanir séu réttar. „Þetta er rangt. Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjár- festar og lögðu fram sitt hluta- fé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásak- anir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ segir hann. - ghs Forstjóri Kers um bankasölu: Þetta er rangt KAUPMANNAHÖFN, AP Per Stig Møll- er, utanríkisráðherra Danmerkur, sakaði í gær öfgaöfl um að bera ábyrgð á ofbeldisfullum mót- mælum í múslimalöndum vegna Múhameðsteikninganna. Varaði ráðherrann við því að al-Kaída- hryðjuverkanetið væri víst með að nýta sér æsinginn til að virkja menn til að fremja hryðjuverk í Danmörku. Møller benti á að mótmæl- in væru að fjara út í mörgum arabalöndum en virtust enn vera að færast í aukana í Pakistan og Tyrklandi. „Öfgaöfl vilja halda þessu gangandi,“ tjáði ráðherr- ann fréttamönnum í Kaupmanna- höfn. „Enginn vafi leikur á því að ýmsir öfgamenn vilja notfæra sér ástandið. Al-Kaída gerir það líka og kyndir undir bálinu.“ Hann fordæmdi sem „brjálæði“ að mús- limaklerkur í Pakistan skyldi hafa sett stórfé til höfuðs teikn- urum Múhameðsteikninganna umdeildu, sem birtust upphaflega í Jótlandspóstinum. Danir fengu óvæntan liðsauka í baráttunni fyrir því að múgæs- ingunni linnti frá Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sem sagði á fundi í Brussel að bera yrði klæði á vopnin. „Við styðjum ekki neitt frekara ofbeldi,“ sagði hann. - aa AND-DÖNSK MÚGÆSING Í rénun víða en öfgaöfl kynda undir henni annars staðar, að sögn danska utanríkisráðherrans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Danir hafa ekki bitið úr nálinni vegna Múhameðsteikninganna: Møller varar við árás al-Kaída

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.