Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 2006 5 SKO‹A‹U ALLT ALLT er n‡ vöru- og fljónustuskrá á visir.is. ALLT geymir uppl‡singar um ALLT milli himins og jar›ar, i›na›armenn, fljónustufyrirtæki, umbo›, verslanir og ALLT hitt sem flig vanhagar um. ALLT er líka a› finna í fljónustunúmerinu 1850 og í vor ver›ur ALLT bókinni dreift til allra landsmanna. fiú finnur ALLT á visir.is! F í t o n / S Í A ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT N‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is námskeið } Sjálfsefling Í DAG VERÐUR HALDIÐ NÁMSKEIÐIÐ SJÁLFSEFLING – LÍFSSTÍLL TIL FRAM- TÍÐAR Í MANNI LIFANDI. Bergþóra Reynisdóttir, geðhjúkr- unarfræðingur MSc, verður með námskeiðið Sjálfsefling – lífsstíll til framtíðar í Manni lifandi, Borgartúni 24, í dag frá klukkan 17.30 til 18.30. Námskeiðið skiptist í fyrirlestur og umræður. Í fyrirlestrinum verður fjallað um áhrifamátt hugarróar og innri styrks, meðal annars til eflingar sjálfstrausti og sem vörn gegn tilfinningalegu ójafnvægi sem til lengri tíma getur leitt til geðraskana. Einnig verður rætt um innri hindranir og hvernig þær komi í veg fyrir að fólk nái árangri í lífinu, mikilvægi samskiptahæfni og hvað fólk geti gert til þess að láta sér líða vel á hverjum degi. Námskeiðið er öllum opið og aðgangseyrir er 1.000 krónur. Samkvæmt rannsókn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar gæti verið hægt að bólusetja fólk gegn ebólu í framtíðinni. Ebóla er einn hættulegasti sjúk- dómur sem hægt er að smitast af og dregur hann níutíu prósent þeirra sem smitast til dauða á aðeins fáeinum dögum. Engin lækning hefur hingað til fundist við sjúkdómnnum en læknar í Bandaríkjunum, nánar tiltekið við NIH, rannsóknastofnun bóluefna, gera sér nú vonir um að hafa fund- ið vísi að bóluefni. Rannsakendur eru þó varkárir í yfirlýsingum sínum og segja rannsóknina enn á frumstigi, en fréttavefur CNN greinir frá. Bóluefnið var gefið 21 einstakl- ingi og fann enginn þeirra fyrir aukaverkunum, auk þess sem bóluefnið hafði greinileg áhrif á ofnæmiskerfi einstaklinganna. Eftir þessar öryggisprófanir á betur eftir að kanna varnaráhrif bóluefnisins. Ebóla hefur enn sem komið er einungis komið upp í Afríku en sjúkdómurinn smitast frá öpum. Sjúkdómurinn veldur miklum innvortis blæðingum sem draga sjúklinginn til dauða á kvalafull- an hátt. Bandarísk stjórnvöld hafa lengi óttast að hryðjuverkamenn noti sjúkdóminn í skæruhernaði og ekki síst þess vegna hafa þau því tekið fréttunum um hugsan- lega bólusetningu fagnandi. Bóluefni gegn ebólu Ebólu-sjúkdómurinn er afar smitandi en níutíu prósent þeirra sem smitast látast innan fárra daga. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS Flavanól, sem finnst meðal annars í dökku súkkulaði, er talið hafa blóðþynnandi og blóðþrýstingslækkandi áhrif. Fyrirtækið Mars kynnir í næsta mánuði dökkt súkkulaði sem talið er gott fyrir heilsuna, að því er fram kemur á fréttavef yahoo. com. Súkkulaðið, sem nefnist CocoaVia, er dökkt og inniheldur mikið flavanól, sem fæst úr kók- osbaunum. Flavanól er andoxun- arefni sem talið er hafa þynnandi áhrif á blóðið og jafnvel geta lækkað blóðþrýsting. Vísindamenn vara þó við því að menn neyti súkkulaðisins í lækningaskyni. Enn fremur taka næringarsérfræðingar það fram að þessi sætindi komi ekki í stað hefðbundins heilsusamlegs mat- aræðis og hægt sé að nálgast flavanól í hollari og hitaeininga- snauðari mat svo sem ávöxtum, grænmeti og heilhveiti. Nýlegar rannsóknir hafa ekki tengt neyslu flavanóls við minni líkur á krabbameini eða hjarta- sjúkdómum. Þar að auki er offita vaxandi vandamál í ríkari þjóðfélögum og aukin súkkulaðineysla ekki á það bætandi. Áhersla á flavanól í súkkulaði virðist auka sölu töluvert hefur sala á súkkulaði með miklu flavanóli aukist einna mest. Segja súkkulaði heilsusamlegt Vísindamenn vara þó við því að menn innbyrgi súkkulaðið í lækningaskyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.