Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 19
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 21. febrúar, 52. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 9.03 13.41 18.21 Akureyri 8.54 13.26 17.59 Á síðustu árum hefur fjölbreytni í líkams- rækt á Íslandi aukist verulega og nú er framboðið orðið það mikið að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nýjasta æðið í líkamsrækt er Boot Camp, sem er líkamsrækt sem er upp- byggð eins og herþjálfun. Fyrsta Boot Camp-stöðin á Íslandi var opnuð fyrir um það bil tveimur árum síðan í Reykjavík en síðan þá hafa verið opnaðar stöðvar á Akureyri, Selfossi, Akranesi og í Kefla- vík. Arnaldur Birgir Konráðsson, sem upp- haflega átti hugmyndina að Boot Camp á Íslandi, segir að gengið hafi verið framar vonum og alltaf uppselt á námskeiðin, sem eru í sex vikur í senn. „Við byrjuðum með tuttugu manns en núna æfa um það bil 270 hér í Reykjavík og svona hundrað úti á landi,“ segir Arnaldur. Æfingaprógrammið í Boot Camp er fjöl- breytt og æfingarnar fara fram bæði inn- andyra og utandyra. Mikil áhersla er lögð á að allir geri sitt besta þó að þeir séu í misjöfnu formi og samvinna er mikilvæg. Boot Camp býður upp á G.I. Jane nám- skeið sem eru sérstök námskeið fyrir konur og Junior sem eru sérstök námskeið fyrir unglinga en á öðrum námskeiðum eru hóparnir blandaðir. Nánar er fjallað um Boot Camp á næstu síðu. Heilsurækt í formi herþjálfunar Arnaldur Birgir Konráðsson sér til þess að allir geri sitt besta í Boot Camp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kaffi getur dregið úr líkum á lifrarkrabbameini og einkennum Alzheimer og Parkinson, sam- kvæmt rannsókn sem unnin var nýlega í Bandaríkjunum og sagt er frá á heimasíðu Opruh. Kaffi hefur slæmt orð á sér vegna aukaverkana eins og höfuð- verks, en ef fólk finnur ekki fyrir aukaverkunum er hóflegt magn af kaffi góður kostur. Þykja þetta góðar fréttir fyrir kaffifíkla. Makar alvarlegra veikra sjúklinga eru sjálfir í hættu á að veikjast alvarlega og jafnvel deyja fyrr en ella, samkvæmt nýlegri banda- rískri rannsókn sem sagt var frá á cnn.com. Álagið, fjárskortur og sá missir félagsskapar sem fylgir veikindunum hefur helst þessi áhrif. Segja læknarnir áhættuna vera töluverða. Góð næring hjálpar líkamanum að ráða betur við stress. Þetta segir heilsusíða bbc.co.uk. B- og C-vítamín og steinefnin magn- esíum og sink eru þar sérlega góð auk þess sem þau styrkja ónæmiskerfið. Sjáið til þess með vítamínríkri fæðu eða vítamínt- öflum að líkaminn fái þessi efni þegar þið eruð undir álagi. ALLT HITT [ HEILSA ] Prófessor Lucie Laflamme við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi gerði rannsókn á eldra fólki og komst að því að þeir sem eru erfiðir í skapi eiga mun frekar á hættu að detta og meiðast en hinir sem gæddir eru jafnaðargeði. Hann tók viðtal við 139 manns yfir 65 ára sem höfðu dottið og slasað sig og komst að raun um að samband var milli fallsins og sterkra neikvæðra tilfinninga. Áhættan virðist mest í um klukkutíma eftir að fólk verður reitt eða stressað. Samband á milli reiði og hjartaáfalla hefur komið fram í öðrum rannsóknum. www.aftonbladet.se Geðprúðir slasast síður GEÐPRÝÐISFÓLK VIRÐIST SÍÐUR LENDA Í ÓHÖPPUM OG MEIÐSLUM EN REIÐIR OG ERGILEGIR EINSTAKLINGAR. SVEFN Dagur B. Eggertsson sefur vel til að mæta álagi. HEILSA 4 SÚKKULAÐI Inniheldur efni sem lækkar blóðþrýsting. HEILSA 5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.