Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 40
Kvikmyndin Brokeback Mountain, sem fjallar um ástarsamband samkynhneigðra kúreka, hlaut fern verðlaun á bresku kvik- myndaverðlaunum, Bafta. Hún var valin besta myndin, Ang Lee besti leikstjórinn og Jake Gyllen- haal besti leikari í aukahlutverki, auk þess sem hún fékk verðlaun fyrir besta handritið byggt á áður birtu efni. „Þegar við byrjuðum að gera þessa mynd héldum við að þetta yrði lítil og falleg mynd en núna er hún stór og falleg,“ sagði Ang Lee. „Ég er ekki að segja að Bretar séu klárari en ég tek að minnsta kosti mikið mark á þeim.“ Philip Seymour Hoffman var valinn besti leikarinn fyrir hlut- verk sitt í Capote og Reese With- erspoon var kjörin besta leikkon- an fyrir frammistöðu sína í Walk the Line, sem byggir á ævi kántrí- söngvarans Johnny Cash. Kvikmyndin The Constant Gardener, sem var tilnefnd til tíu Bafta-verðlauna, hlaut aðeins ein. Tvær myndir George Clooney, Syrinia og Good Night and Good Luck, voru tilnefndar til fjögurra verðlauna en hlutu engin. Teiknimyndin Wallace and Gromit: The Curse of the Were- Rabbit eftir Nick Park var valin besta breska myndin. Brokeback með fern Bafta-verðlaun SIGURVEGARAR Brokeback Mountain hlaut fern Bafta-verðlaun. Frá vinstri: Jake Gyllenhaal, Heath Ledger, Michelle Williams, Ang Lee og James Schamus með verðlaunin. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Og verðlaunin fyrir vinsælasta samstarfsmann listrokksenunnar fær... (saumnál skellur á gólfinu)... Bonnie Prince Billy! Á stuttum tíma hefur hann birst á plötum Johnny Cash, Sage Francis og Bjarkar Guðmunds- dóttur. Auk þess gerði hann heila plötu með Matt Sweeney úr Chav- ez og núna syngur hann heila töku- lagaplötu með Tortoise. Ég er hálfpartinn að vona að svona samstarfsplötur komist í tísku. Það eru bara nokkrir mán- uðir síðan Iron&Wine gerði plötu með Calexico og ímyndunarafl mitt er þegar byrjað að búa til nokkrar athyglisverðar blöndur. Ég leyfi mér að dreyma um Thom Yorke og Aphex Twin, Nick Cave og Cat Power, Björk og Sigur Rós svo eitthvað sé nefnt. Þið getið séð um restina. Tilraunarokksveitin Tortoise hefur verið að síðan í upphafi síð- asta áratugar og gefið út fjölda platna. Það er samt óhætt að full- yrða að hún hafi ekki náð að skína almennilega síðan meistarastykkið TNT kom út árið 1998. Að gera plötu með konungi undirdjúpanna er þannig góð leið til þess að fanga athygli að nýju. Það er líka mikið um afbragðs- spretti á þessari plötu. Hér tækla félagarnir lög eftir mjög ólíka listamenn. Hér er leitað í myrkustu grúskaraskúmaskot sem og beint í metsölurekkann í Hagkaupum. Hér má heyra lög eftir Elton John, Devo, Melanie, Bruce Springsteen og The Minutemen sem flæða í gegnum þessa snillinga. Sum þeirra koma nokkuð heil út úr hakkavélinni en önnur enda í kássu. Daniel eftir Elton John er dæmi um lag sem hefði mátt gera betur. Ég fæ það á tilfinn- inguna að þeir hafi ekki þorað að taka almennilega á tilfinninga- þunga þess lags. Thunder Road eftir Springsteen er aftur á móti algjört æði. Greip mig þvílíkum heljartökum að ég er líklegur til þess að kaupa eintak af Born to Run-plötunni næst þegar ég á leið í safnarabúð. Önnur vel heppnuð útgáfa er túlkun þeirra á Melanie- laginu Some Say (I Got Devil), hrein unun að heyra brothætta rödd skuggaprinsins fara með það lag. Við erum búin að fá fínan skammt af Bonnie Prince upp á síðkastið, enda duglegur maður. Hann virðist ekkert vera á leiðinni að slappa af og hljóðritaði víst nýja breiðskífu í Seljahverfinu á dög- unum með upptökumanni Bjarkar. Hann er kannski með skegg eins og jólasveinninn, en hann virð- ist vera enn gjafmildari því hann gefur okkur gjafir nokkrum sinn- um á ári. Hann fer að eiga skilið að fá sinn eigin hátíðardag. Birgir Örn Steinarsson Skuggaprins í karókí TORTOISE & BONNIE PRINCE BILLY: THE BRAVE AND THE BOLD Niðurstaða: Listrokksveitin Tortoise og Bonnie Prince Billy sameinuðu krafta sína og hljóðrituðu breiðskífu með tökulögum. Lög eftir Bruce Springsteen, Elton John, Devo og Melanie öðlast hér nýtt líf í athyglisverðum útsetningum. Hið árlega Spaðaball verður haldið í Leikhúskjallaranum næstkomandi laugardagskvöld. Hljómsveitin er skipuð Guðmundi Andra Thors- syni, Gunnari Helga Kristinssyni, Aðalgeiri Arasyni, Guðmundi Pálssyni, Magnúsi Haraldssyni, Guðmundi Ingólfssyni og Sigurði G. Valgeirssyni. Hljómsveitin hefur sent frá sér all margar hljóð- snældur og geisladiska síðustu rúma tvo áratugi. Í upphafi sótti hún talsverð áhrif til Balkanskag- ans og sígauna- og gyðingatónlistar en með aldrinum hafa Spaðar færst nær þeirri tónlist sem þeir ólust upp við: Bítlagargi og blómapoppi, kántrí, blús og hliðar saman hliðar. Niðurstaðan er hrærigrautur af bítlamúsík, blús og gömludansalög- um við rammíslenska sveitasælu- texta. Spaðar munu að sjálfsögðu spila allmörg ný lög á dansleikn- um. Gamlir vinir og gestir geta þó gengið að föstum liðum á borð við: Grasið er grænt, Obb bobb bobb, Salóme, Æ, skjóstu og beislaðu klárinn og Af litlum neista. Miðinn kostar 1.000 krónur og byrjar forsala í 12 tónum á morg- un. ■ Spaðaball á laugardaginn Þó að Angelina Jolie hafi blásið á allar sögusagnir um að hún og Brad Pitt ætli að ganga í hjónaband virðist orðrómurinn ætla að verða ansi lífseigur. Ítalska slúðurtíma- ritið Il Corrier Di Como hefur nú gefið þeim byr undir báða vængi en það segist hafa heimildir fyrir því að parið sé búið að bóka svítu á glæsilegu hóteli við Como-vatn á Ítalíu. Er parið sagt ætla að eyða þar viku um miðjan mars. George Clooney, besti vinur skötuhjúanna, gaf hins vegar lítið fyrir þetta slúður og sagði að ef Brad og Angelina ætluðu sér að giftast við vatnið myndu þau gista á heimili hans en Clooney á glæsilega villu við vatnið. „Þið getið því sagt þyrlunum ykkar að sveima yfir húsinu mínu og láta hótelið í friði,“ gantaðist Cloon- ey við blaðamenn á dögunum. Jolie gengur nú með fyrsta barn þeirra en parið getur varla hreyft sig vegna ágangs ljósmyndara. Hafa sumir líkt þessu við fárið í kringum Ben Affleck og Jennifer Lopez en það var kallað Bennifer. Nú hafa slúðurblaðamennirnir fundið upp nýtt heiti en það er Brangelina. Gifting eða ekki gifting? SPAÐABALL Hljómsveitin Spaðar heldur uppi stuðinu í Leikhúskjallaranum á laug- ardagskvöldið. FRÉTTIR AF FÓLKI Kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee ætlar ekki að slá slöku við en mynd hans um samkynhneigðu smalana, Brokeback Mountain, rakaði til sín Bafta-verðlaunum á sunnudagskvöldinu. Nýjasta mynd hans mun samkvæmt ITV.com fjalla um ævi söngkonunnar Dusty Springfield og er orðrómur um að Charlize Theron muni taka að sér hlutverk hennar. Merki- legri tíðindi þykja þó að Kate Moss er tengd við myndina og þykir líklegt að hún leiki ástkonu Springfield. Samkvæmt heimildum ITV.com þykir Kate henta vel útlitslega fyrir hlutverkið en þetta yrði fyrsta hlutverk hennar á hvíta tjaldinu. Heimildarmaður ITV segir að einhverjar ástarsenur kunni að vera í myndinni en heimasíðan hefur eftir honum að þær verði smekklegar fyrst Lee er við stjörnvölin. Kylie Minogue er á leið í hjónaband með kærasta sínum Oliver Martinez ef marka má orð móður leikar- ans. Tímaritið New Idea hefur eftir Rosemarie Martinez að skötuhjúin muni ganga að eiga hvort annað á eyju skammt frá Melbourne. „Sonur minn hefur lofað mér að við verðum sótt þegar stóri dagurinn rennur upp,“ sagði Rosemarie við blaðið. Þau Minogue og Martinez ætla þó að bíða fram í apríl en þá mun bróðir söngkonunnar eignast sitt fyrsta barn. Kylie og Oliver hafa verið saman síðan þau hittust á Grammy-verðlaunahátíðinni 2003. Söngkonan hefur þurft að glíma við erfið veikindi að undanförnu en hún greindist með brjóstakrabbamein. BRANGELINA Brad Pitt og Angelina Jolie hafa verið á síðum slúðurblaðanna alveg síðan þau komu fram sem par. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ����� - L.I.B. Topp5.com ����� - L.I.B. Topp5.com ����� - S.K. DV ����� - S.V. MBL ����� - M.M.J. Kvikmyndir.com VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM YKKUR HENTAR ZATHURA kl. 6 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA UNDERWORLD kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA FINAL DESTINATION kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA TRANSAMERICA kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA MRS. HENDERSON kl. 5.45, 8 og 10.15 WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 B.I. 12 ÁRA MEMOIRS OF GEISHA kl. 9 SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Tilnefningar til Óskarsverðlauna2 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ UNDERWORLD kl. 5.45, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA ZATHURA m/íslensku tali kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA ZATHURA m/ensku tali kl. 5.45 og 8 B.I. 10 ÁRA WALK THE LINE kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA SÝND Í Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40, 8 og 10.10 BROKEBACK MOUNTAIN kl. 10.15 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY TE DOZEN 2 kl. 3.45 - LIB, Topp5.is - SV, MBL - ÓÖH DV ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA! FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI „...Zathura er frábær fjölskylduskemmtun, skemmtileg ekki aðeins fyrir börn og unglinga heldur einnig fyrir foreldra“ - DÖJ - kvikmyndir.com „..Zathura fínasta fjölskylduskemmtun sem býður eldri áhorfendum upp á ágætis afþreyingu og þeim yngri upp á saklausa ævintýra- og spennumynd“ -VJV Topp5.is S. S  Ó. MARGVERÐLAUNUÐ OG MÖGNUÐ MYND MEÐ FELICITY HUFFMAN ÚR DESPERATE HOUSEWIVES HLAUT GOLDEN GLOBE SEM BESTA MYND ÁRSINS, BESTI LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS tilnefningar til Óskarsverðlauna M.A. BESTI LEIKARI OG BESTA LEIKKONA ÁRSINS5 „... Walk the Line er eins og klettur, sterk ástarsaga og mannlífsdrama sem lætur engan ósnortinn.“ - SV MBL - MMJ Kvikmyndir.com „Enginn ætti að láta Walk the Line framhjá sér fara því myndin er auðgandi fyrir augun, eyrun og hjartað.“ - VJV topp5.is 3 tilnefningar til Óskarsverðlauna M.A. BESTA LEIKKONA ÁRSINS 2 GOLDEN GLOBE BESTA LEIKKONA ÁRSINS „Transamerica er óvenju áhugaverð og einstök mannlífs- skoðun sem rís í hæðir í túlkin Huffman“ - SV, MBL „Afskaplega falleg mynd, skemmtileg og hlý sem kemur manni til þess að hugsa. Mæli með að fólk kíki á þessa“ - ÓÖH, DV MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI YNDISLEGU MYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.