Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 8
8 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR VEISTU SVARIÐ 1 Hver bar sigur úr býtum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg? 2 Hvað heitir konungur Nepals? 3 Lisa Marie Presley gekk í sitt fjórða hjónaband á dögunum. Hver er sá lukkulegi? SVÖR Á BLS. 34 BLÖNDUÓS Ný innheimtumiðstöð vegna sekta og sakarkostnað- ar á landsvísu tekur til starfa á Blönduósi í apríl en öll innheimta í dag er í höndum 26 sýslumanna og lögreglustjóra víðs vegar um landið. Markmið breytinganna er að samræma, einfalda og efla inn- heimtu sekta og sakarkostnað- ar. Undirbúningsnefnd á vegum dómsmálaráðherra hefur unnið að verkinu um tíma. Verkefni verða flutt til miðstöðvarinnar í áföngum. Mun miðstöðin taka til starfa í byrjun apríl en eigi síðar en í nóvember á hún að vera búin að taka alla starfsemina yfir. - aöe Sektir og sakarkostnaður: Innheimtan til Blönduóss DÓMSMÁL Þess er krafist af hálfu ákæruvaldsins að Magnús Ein- arsson, sem dæmdur var í níu ára fangelsi fyrir að hafa banað konu sinni Sæunni Pálsdóttur, á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi hinn 31. október 2004, verði dæmdur til þyngri refsing- ar í Hæstarétti. Magnús játaði við yfirheyrsl- ur hjá lögreglu að hafa kyrkt konu sína. Samkvæmt dómi hér- aðsdóms á Magnús að hafa banað Sæunni í stundarbrjálæði, þar sem afbrýðisemi, ofsareiði og andlegt ójafnvægi hafi knúið hann til verknaðarins. Lögmaður Magnúsar krefst þess að Hæstiréttur minnki refs- inguna sem ákveðin var í hér- aðsdómi, eða til vara staðfesti dóminn. Magnús sagði við aðalmeð- ferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness að hann hefði verið að hjálpa konu sinni að deyja þar sem hún hefði verið illa haldin af þunglyndi og samviskubiti yfir því að hafa haldið framhjá manni sínum. Sæunn átti í ástar- sambandi við tvo menn nokkrum vikum áður en Magnús banaði henni og var Magnúsi fullkunn- ugt um það. Hann fylgdist grannt með samskiptum Sæunnar við ástmenn sína og fór meðal ann- ars að heimili þeirra með mynd- bandsupptökuvél og tók það upp þegar Sæunn kom út af heimili annars mannsins. Hjónaband Magnúsar og Sæunnar hafði um nokkurt skeið verið stormasamt og áttu þau pantaðan tíma hjá sýslumanni vegna fyrirhugaðs skilnað- ar hinn 4. nóvember, nokkrum dögum eftir að Magnús banaði Sæunni. Nágranni Magnúsar og Sæunnar í fjölbýlishúsi í Hamra- borg sagðist hafa heyrt hrópað með kvalafullu öskri, „láttu mig vera, láttu mig vera,“ aðfaranótt 1. nóvember úr íbúð þeirra, en það hætti snögglega eftir mik- inn dynk. Magnús hélt því fram í héraðsdómi að Sæunn hefði ekki gefið frá sér þetta öskur og neit- aði því við yfirheyrslu hjá lög- reglu að hún hefði streist á móti. Réttarmeinafræðingur sagð- ist hins vegar geta staðhæft, eftir að hafa rannsakað lík Sæunn- ar ítarlega, að greinilega hefði komið til harkalegra átaka sem á endanum hefðu leitt til dauða Sæunnar. Börn Magnúsar og Sæunnar sváfu í herbergi sínu þegar til átaka kom en við aðalmeðferð í héraðsdómi ýjaði ákæruvaldið að því að þau hefðu sofið vært vegna lyfja sem Magnús hefði gefið þeim. Það var þó aldrei sannað. magnush@frettabladid.is Krefst þyngri refsingar Ákæruvaldið krefst þess að Magnús Einarsson, sem játað hefur að hafa banað konu sinni Sæunni Páls- dóttur, verði dæmdur til þyngri refsingar. Magnús var dæmdur í níu ára fangelsi í héraði. Vilt þú ná hámarks árangri? HH Ráðgjöf býður nú uppá námskeið í sölutækni sem hentar afar vel fyrir alla sölumenn, nýliða og þá sem reyndari eru. Um er að ræða heildstætt námskeið sem nýtist öllum sem selja vöru eða þjónustu til verslana, fyrirtækja eða stofnana. Á námskeiðinu er farið yfir meginlögmál árangursríkrar sölumennsku s.s. • Markvissa útrás • Hvernig halda á áhrifaríkar kynningar • Viðbrögð við mótbárum • Hvernig halda skal núverandi viðskiptavinum • Öflun nýrra viðskiptavina • Samningatækni • Leiðir til að hámarka framlegð Aðgengilegt, hagnýtt námskeið sem tekur mið af íslenskum aðstæðum. „Mjög gott námskeið sem nýttist mér vel, var skemmtilegt og opnaði augu mín fyrir mörgum hlutum.” Guðni Vilberg Baldursson, sölumaður, Vatnsvirkinn hf „Mjög gott upprifjunarnámskeið fyrir reyndari sölumenn, vel skipulagt þar sem farið er vel yfir aðalatriðin” Þorsteinn Halldórsson, viðskiptastjóri, Tæknival „Gott almennt námskeið sem fær mann til að hugsa.” Vilhjálmur S. Eiríksson, söluráðgjafi, OgVodafone Námskeiðið tekur 4 klst. Námskeið í sölutækni Nánari upplýsingar og skráning: • Sími 561 6365 • tölvupóstur hhr@hhr.is • www.hhr.is Leiðbeinandi: Hulda Helgadóttir Framkvæmdastjóri MEXÍKÓ, AP Björgunarmenn unnu að því hörðum höndum að losa 65 kolanámuverkamenn sem höfðu lokast inni þegar sprenging varð í námu aðfaranótt sunnudags. Mennirnir voru eingöngu með um sex klukkustunda forða af súrefni með sér og óvíst hvort þeir hefðu aðgang að fersku lofti og var því óttast mjög um afdrif þeirra. Þeir voru taldir hafa verið í um tveggja til fimm kílómetra fjarlægð frá námuopinu. Nokkr- ir aðrir verkamenn slösuðust í sprengingunni en komust þó lífs af. - smk Námusprenging í Mexíkó: 65 taldir af BJÖRGUNARAÐGERÐIR 65 kolanámuverka- menn lokuðust inni í námu í Mexíkó. FERÐALÖG „Við höfum ekki orðið vör við ótta eða afbókanir hjá okkar viðskiptavinum þrátt fyrir fuglaflensuna eða óeirðir vegna dönsku Múhameðsmyndanna,“ segir Helgi Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Úrval-Útsýn. Hjá ferðaskrifstofunni fengust þær upplýsingar að ekkert hefði verið um slíkt. Fyrirtækið býður meðal annars upp á ferðir til Tyrklands og Egyptalands en í báðum ríkjum hefur fuglaflensu orðið vart og tals- vert verið um mótmæli vegna birt- inga Jótlandspóstsins á teikningum af spámanninum Múhameð. Helgi segir fyrirtækið fylgjast með og munu grípa til aðgerða ger- ist þess þörf en svo hafi ekki verið hingað til. „Ef staðan versnar á þeim áfangastöðum sem um ræðir förum við að sjálfsögðu yfir það.” - aöe FRÁ TYRKLANDI Íslendingar ferðast áfram óhræddir þrátt fyrir fregnir af fuglaflensu. Fuglaflensa og óeirðir vegna teikninga af Múhameð: Letja ekki Íslend- inga til ferðalaga FILIPPSEYJAR, AP Unnið er að því að grafa upp barnaskóla í þorpinu Guinsaugon á Filippseyjum, en aurskriður féllu á þorpið á föstu- dag og þurrkuðu það út. Í þorpinu bjuggu um 1.800 manns. Yfir 250 börn grófust undir 35 metra þykku aurflóði í skólanum og töldu björgunarmenn ólíklegt að nokkurt þeirra fyndist á lífi. Þó vaknaði von í brjóstum þeirra þegar hljóð heyrðust berast frá skólanum í gær, en óljóst var hvort hljóðin bárust frá eftirlifandi börnum eða hvort mjúkur aurinn væri einfaldlega að þéttast. Jafnframt voru óstaðfestar fréttir um að kennarar og börn hefðu sent SMS-skeyti með símum sínum skömmu eftir að skriðurn- ar féllu. Bandarískar, taívanskar og filippeyskar björgunarsveitir unnu því hörðum höndum að því að moka ofan af skólanum í gær. Í gær hafði allt að 57 manns verið bjargað, en allir fundust skömmu eftir að aurskriðurnar féllu. Filippseysk yfirvöld stað- festu í gær lát 82 manna og sögðu að 928 væri saknað. Þar sem eng- inn var eftir á svæðinu til að bera kennsl á þau lík sem fundist hafa voru mörg grafin saman í fjölda- gröf. - jóa / smk BJÖRGUNARAÐGERÐIR Bandarískir hermenn aðstoða taívanskar björgunar- sveitir við leit að fólki sem gæti hafa lifað aurskriðu af á Filippseyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Björgunaraðgerðir á hamfarasvæðinu á Filippseyjum: Hljóð sögð berast frá barnaskóla MAGNÚS LEIDDUR TIL HÉRAÐSDÓMS Ákæruvaldið krefst þess að dómurinn yfir Magnúsi verði þyngdur en hann var dæmdur í níu ára fangelsi í héraðsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.