Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 16
 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 DAX handáburður 250ml 238 kr. Hreinar hendur örugg samskipti Jóhanna Runólfsdóttir Sjúkraliði, ráðgjafi hjá RV Tilbo ð febr úar 2 006 Dax hand sprit t, krem og s ápur DAX skammtari snertifrír DAX handspritt í snertifr. DAX handsápa mild 600ml m.dælu 197kr. 5.973 kr. 650 kr. R V 62 03 A BAUGSMÁLIÐ Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá embætti Ríkislög- reglustjóra, sagði í vitnastúku við aðalmeðferð Baugsmálsins í dag að enginn samningur hefði verið gerður um að Jón Gerald Sullenberger yrði ekki ákærður í Baugsmálinu fyrir hliðstæð brot og Jóhannes Jónsson og börn hans Jón Ásgeir og Kristín. Þau eru öll ákærð fyrir tollsvik og skjalaföls- un við bílainnflutning frá Banda- ríkjunum. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, þaulspurði Jón Snorra- son um brot sem Jón Gerald hefði í raun viðurkennt að hafa framið með því að gefa út ranga og tilhæfulausa reikninga í nafni Nordica Inc, fyrirtækis síns. Taldi Gestur undarlegt að þeir sem neitað hefðu sök í málinu væru ákærðir en einstaklingur sem játað hefði á sig refsiverð brot í sama máli væri ekki ákærður. Jón Snorrason endurtók að við heildarmat á málinu hefði ekkert tilefni fundist til að ákæra Jón Gerald. Fram kom einnig í máli Jóns að meint brot sakborninga á tollalögum við bílainnflutninginn snertu ekki Jón Gerald. Jón Snorrason var einnig spurður hvort einhver kynni að hafa talað máli Jóns Geralds til að tryggja að hann fengi ekki stöðu sakbornings. Jón Snorrason sagði að við upphaf málsins hefði Jón Gerald einungis verið í samband við Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann sinn. Jóhannes Jónsson í Bónus sagði í vitnastúku að hann hefði aldrei beðið Jón Gerald að falsa reikn- inga og aldrei hefði hvarflað að sér að leggja nafn sitt undir með þeim hætti í íslensku viðskiptalífi. Jóhannes og börn hans Kristín og Jón Ásgeir kváðust almennt lítið hafa haft af bílainnflutning- unum að segja annað en að velja bifreiðar, en einhverjar þeirra voru fluttar inn á vegum Bónus. Í upphafi aðalmeðferðar Baugsmálsins lagði Sigurður Tómas Magnússon, settur sak- sóknari, fram ný gögn frá bíla- salanum Ivan Motta hjá bíla- sölunni Zona Franca í Florida, en hann ber vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag ásamt Jóni Gerald Sullenberger. Verjendur mótmæltu fram- lagningu gagnanna og var þeim gefið stutt hlé til meta gögnin. Mótmælin standa en sæst var á að halda áfram meðferð málsins. Enginn samningur við Sullenberger Allir sakborningarnir í Baugsmálinu komu fyrir rétt í gær þegar aðalmeðferð málsins hófst. Saksóknari hjá Ríkislögreglustjóra neitar því að samið hafi verið um að Jón Gerald Sullenberger yrði ekki saksóttur. Hann kemur fyrir rétt í dag. BAUGSMÁLIÐ Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Í GÆR Ný gögn voru lögð fram af hálfu setts saksóknara. Verjendur bókuðu mótmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTASKÝRING JOHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is BAUGSMÁL Endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir báru vitni í Baugsmálinu í gær. Þau eru í hópi sakborninga fyrir brot á lögum um ársskýrslur og hlutafélög. Bæði hafa þau áritað ársskýrslur Baugs á undanförnum árum. Fram kom í máli Stefáns að hann hefði sent harðort bréf árið 2001 þar sem hann hefði meðal annars beðið um nákvæmari með- ferð á fylgiskjölum í bókhaldi. Hvorki væri óeðlilegt né óalgengt af hálfu endurskoðenda að senda slík bréf. Stefán sagði efnislega að eftir fund Hreins Loftssonar, stjórnar- formanns Baugs, og Davíðs Odds- sonar, þáverandi forsætisráð- herra, og harðar ásakanir Davíðs á hendur félaginu í ársbyrjun 2002 hefði hann sent bréf og beðið stjórnendur Baugs um að taka af öll tvímæli um viðskiptakröfur milli þeirra og Baugs eða Gaums eða kröfur sem kynnu hugsanlega að orka tvímælis. Upphefja yrði allan vafa ef túlka ætti undanþág- ur í hlutafélagalögum til lánveit- inga þeim í hag. Í vitnaleiðslum í gær kom fram að stjórnendur Baugs hefðu í við- skiptareikningum sínum ekki vilj- að sérgreina neitt í ársskýrslum sem lán. Engu að síður hefðu end- urskoðendurnir áritað árskýrslur Baugs án fyrirvara. - jh Endurskoðandi lagði að stjórnendum að sýna gætni: Ásakanir Davíðs höfðu áhrif STEFÁN HILMAR HILMARSSON ENDURSKOÐANDI Stefán hefur engar efasemdir um að fylgt hafi verið góðum reikningsskilavenjum í ársskýrslum Baugs sem hann áritaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BAUGSMÁL Verjendur sakborninga í Baugsmálinu sóttu að Arnari Jenssyni aðstoðaryfirlögreglu- þjóni við vitnaleiðslur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Taldi Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, að Arnar hefði spurt tvo fjármálastjóra Baugs villandi spurninga við rannsókn málsins með því að gefa til kynna að lán til stjórnenda eða starfsmanna hlutafélaga væru ólögleg og án undantekninga. Gestur spurði hvort embættið hefði mögulega misskilið þýðingu umræddrar greinar. Arnar kvaðst hafa gert ein- hverjum vitna grein fyrir inntaki umræddrar lagagreinar og af samhengi yfirheyrslunnar mætti ráða annað en það sem Gestur héldi fram. Verjendur bentu einnig á mis- ræmi í lögregluskýrslum þar sem Anna Þórðardóttir, endurskoð- andi hjá KPMG hefði verið borin fyrir því af rannsóknara að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði ekki viljað sérgreina lánveitingar milli stjórnenda og Baugs í ársskýrslu. Hvergi væri neitt að finna í máls- gögnum um að Anna hefði nefnt Jón Ásgeir. Arnar fékk næði til að kynna sér viðkomandi málsgögn en viðurkenndi síðar ónákvæmni af sinni hálfu. - jh Verjendur takast á um nákvæmni og misræmi: Veikleikar í málsgögnum MÖPPUR MEÐ MÁLSGÖGNUM Í BAUGSMÁLINU SKIPTA TUGUM Aðalmeðferð Baugsmálsins verður fram haldið í dag og ef til vill á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.