Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 10
 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Forsvarsmenn MP fjár- festingarbanka segja ósiðleg vinnubrögð ekki hafa verið við- höfð þegar bankinn hóf að kaupa stofnfjárhluta í Sparisjóði vél- stjóra. Þeir stofn- fjáreigendur í SPV sem seldu bréf sín í desem- ber kvörtuðu margir hverjir undan ósiðlegum viðskiptaháttum af hálfu MP fjár- festingarbanka. Gengi bréfa í sjóðnum hefur hækkað um meira en hundrað pró- sent síðan viðskipti með bréfin hófust í desember. Guðmundur Karl Guðmunds- son, forstöðumaður markaðsvið- skipta hjá MP fjárfestingarbanka, segir fólki ekki hafa verið þröngv- að til þess að selja hluti sína í sjóðnum, eins og sumir stofnfjár- eigendur hafa haldið fram. Þvert á móti hafi bankinn aðstoð- að seljendur eftir fremsta megni. „MP fjárfestingarbanki keypti tíu prósent af stofnfjárhlut- um í bankanum og það var ekki annað að sjá en að það væri nægt framboð af seljendum. Við vorum ekki að knýja fólk til þess að selja. Það var alls ekki okkar hagur í þessu tilfelli að vera að þröngva fólki til þess að selja bréf sín.“ MP fjárfestingarbanki tók 1,5 prósenta þóknun fyrir að hafa milli- göngu um viðskipti á stofnfjárhlut- unum. Það er lágmarksþóknun fyrir viðskipti með hlutabréf sem ekki eru skráð á markað, en samkvæmt gjaldskrá bankanna getur þókn- un fyrir viðskipti með óskráð bréf verið á bilinu 1,5 til fimm prósent. Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir almennari reglur vera um hlutabréf sem skráð eru á markaði en þau sem eru óskráð. „Gagnsæi viðskipta með skráð hlutabréf er eðli málsins samkvæmt mun meira en með þau óskráðu. Í viðskiptum með skráðu bréfin er allt gert til þess að tryggja aðgang bæði kaup- enda og seljenda að upplýsingum þannig að báðir aðilar hafi jafn góðar forsendur til þess að meta lögmæti bréfanna.“ Í viðskiptum með óskráð hluta- bréf, eins og stofnfjárhluta í SPV, eru margir óvissuþættir sem ekki er hægt að sjá fyrir áður en við- skipti með bréfin fara fram. Að sögn Gylfa eru því viðskipti með óskráðu bréfin erfiðari en viðskipti með bréf sem skráð eru á markaði. „Viðskipti með óskráð bréf eru ekki jafn augljós og þau skráðu, þar sem markaðsvirði bréfanna er ekki vel þekkt. Almennt er mark- aður með óskráð bréf ógagnsær og því erfiðara fyrir bæði seljendur og kaupendur að meta hvernig þróun mála verður eftir að viðskipti með bréfin hafa átt sér stað.“ magnush@frettabladid.is Segja ekkert ósiðlegt við stofnfjárkaupin Forstöðumaður markaðsviðskipta hjá MP fjárfestingarbanka segir viðskipti bankans með stofnfjárhluta í SPV ekki hafa verið ósiðleg. Prófessor í viðskipta- fræði við HÍ segir erfitt að sjá fyrir örar hækkanir á óskráðum hlutabréfum. KAUPSAMNINGUR VIÐ SELJENDUR Kaupsamn- ingur sem MP fjárfestingarbanki gerði við stofnfjáreigendur var með hefðbundnu sniði. VIÐSKIPTI MEÐ STOFNFÉ Hér sést hversu há upphæð fæst fyrir fjóra stofnfjárhluta í SPV á genginu 24. Gengið á bréfunum er nú komið yfir 65. GYLFI MAGNÚS- SON Prófessor við Háskóla Íslands. SVEITARSTJÓRNARMÁL Samfylkingin vill að sveitarfélögum fækki, þau taki við fleiri verkefnum af ríkinu og fái stærri hluta af tekjustofnum þess. Hún segir rótgróið vantraust ríkja á milli sveitarfélaganna og ríkisins. Af þeirri ástæðu hafi sam- eining sveitarfélaganna ekki gengið sem skyldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, kynnti ásamt helstu leiðtogum flokksins á höfuðborgarsvæðinu áætlanir Sam- fylkingar þá tæpu eitt hundrað daga sem eftir eru fram að kosningum. „Samfylkingin er tilbúin í slag- inn,“ sagði Ingibjörg. „Við ætlum að taka þetta með trukki.“ Tók Ingibjörg fram að flokkur- inn vildi horfa heildstætt á málin en ekki skipta landinu upp í höfuðborgarsvæði gegn lands- byggðinni. Jafnræði ætti að ríkja með fólki sama í hvaða sveitar- félagi það byggi. S v e i t a r s t j ó r n a r r á ð s t e f n a flokks ins fór fram á Akranesi um helgina. Samfylkingin kynnti nýtt vefsetur, xs.is, þar sem veitt verður innsýn í starf flokksins. - gag FLOKKSFORYSTAN FUNDAR Ingibjörg Sólrún kynnti ásamt leiðtogum flokksins ætlanir Samfylkingar þá 98 daga sem eru fram að kosningum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samfylkingin vill færa fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga: Sveitarfélög vantreysta ríkinu Rimini frá 43.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða 21. júní. Riviera íbúðahótelið. Vinsælasta sólarströnd Ítalíu - Ath. tilboð á fyrstu 300 sætunum Króatía frá 45.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjónmeð 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða sept. Diamant íbúðahótelið. Heitasti staðurinn í fyrra. Brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Costa del Sol frá 39.696 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 3 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí eða 22. júní. Castle Beach íbúðahótelið. Margar brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Mallorca frá 35.495 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí eða 22. júní. Brasilia íbúðahótelið. Frábærir gististaðir Margar brottfarir að seljast upp Fuerteventura frá 34.695 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða júní. Oasis Royal íbúðahótelið. Glæsilegasta nýjungin sumarið 2006 Benidorm frá 17.188 kr. Flugsæti til Alicante með sköttum. Gildir í valdar brottfarir. Netverð á mann. Sala hafin! - Ath. tilboð á fyrstu 300 sætunum Barcelona frá 23.990 kr. Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Sala hafin! Barcelona – alltaf vinsæl Lloret de Mar frá 36.495 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 5 nætur í maí eða júní (nema 29. júní). Bolero íbúðahótelið. Sala hafin! Lloret de Mar – frábærir gistivalkostir Bókaðu núna og tryggðu þér 10.000 kr. afslátt á mann! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Bókaðu beint á www.heimsferdir.is Sumar 2006 E N N E M M / S IA / N M 20 3 40 � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � ��������� � � ���������������� � �������������� � ��� � � ���������� � � ���������� ���� ���������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������� ��������� ��������������������������������������������������������������������� ������������������ ������������������������������������������������������ �������������������������������������������� ���������������� ���������������������������������������� ���������������������������������� ���������������������������������������������������� �������������������������������������������������� �������������������������� �������������������������������� ���������������������������������� ����������������

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.