Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 41
[ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Transamerica er afar óklassísk vegamynd frá Bandaríkjunum. Hin frábæra Felicity Huffman leikur hér kynskiptinginn Bree Osbourne/Stanley Huffman sem fær hringingu frá syni sem hún vissi ekki af. Hún leysir soninn, Toby sem leikinn er af Kevin Zeg- ers, úr fangelsi og þau fara saman í bílferðalag til Los Angeles án þess að hún segi drengnum að hún sé faðir hans. Huffman er gríðarlega sann- færandi í hlutverkinu og sýnir hérna hversu snjöll leikkona hún er. Hún leikur kynskiptinginn á einlægan hátt og hjálpar áhorfend- um að skilja sársaukann sem fólk í hennar stöðu þarf að ganga í gegn- um á lífsleiðinni. Þó dettur persón- an aldrei í þá glufu að vorkenna sjálfri sér og sennilega er það eitt af því sem gerir myndina svo sér- staka. Persónan Bree er einstök og býr yfir alls kyns skemmtilegri vitneskju og frábærum karakter sem fær áhorfendur til að veltast um af hlátri og hin fyndna Felicity fer létt með að ná þessu fram. Fyrri hluti myndarinnar er sá sterki en þar eru aðeins þau Huff- man og Zegers í mynd nánast allan tímann. Hin dimmraddaða Bree sem reynir að ná til sonar síns án þess að segja honum sannleikann og Zegers er ágætur sem flæktur unglingur. Þegar líður á mynd- ina koma ýmsir aukaleikarar við sögu sem mér þóttu flestir frekar ósannfærandi. Fjölskylda Bree er allt of öfgakennd miðað við hversu raunverulegar aðrar aðalpersónur í myndinni eru og mamman fer fram úr öllu hófi með fíflalátum og stæl- um. Flippuðu fjölskyldunni tekst þó ekki að eyðileggja mikið því mynd- in er einfaldlega of góð fyrir það. Alls ekki láta þessa framhjá ykkur fara. Borghildur Gunnarsdóttir Miðasala á sýningu töframanns- ins Curtis Adams í Austurbæ 7. apríl hefst á fimmtudaginn. Adams, sem er rúmlega tví- tugur, er nú þegar orðinn ein stærsta stjarnan í heimi töfra- bragðanna og hafa sýningar hans í Las Vegas notið mikilla vinsælda. Sýningar hans eru svo hraðar og kraftmiklar að þeim hefur oft verið líkt við rokktón- leika og Adams kallaður „rokk- töframaðurinn“. Áhorfendur mega búast við vænum skammti af nýstárlegum sjónhverfingum, eldglæringum, magnþrungnum spennuatriðum, sjóðheitum dansi og spreng- hlægilegum grínatriðum. Miðasalan hefst klukkan 10.00 og fer fram á midi.is, í verslun- um Skífunnar í Reykjavík, BT á Akureyri og Selfossi og á event. is. Miðaverð er frá 1.900 krónum auk miðagjalds upp í 3.900 krón- ur auk miðagjalds. ■ Miðasala á Curtis Adams að hefjast CURTIS ADAMS „Rokktöframaðurinn“ mikli er á leiðinni til Íslands í apríl. Skráning fyrir Músíktilraunir Tónabæjar hefst á miðvikudag. Keppnin í ár er 25 ára og hefur áhugi ungra tónlistarmanna fyrir henni aldrei verið meiri. Í fyrra fylltist í þau fimmtíu pláss sem voru í boði á nokkrum dögum. Keppnin í ár verður með sama sniði og hún hefur verið síðustu ár. Keppt er á undankvöldum vik- una 20.-24. mars og úrslitakvöld- ið er síðan haldið viku seinna, eða föstudagskvöldið 31. mars. Í þetta sinn verður keppnin haldin í Loftkastalanum og ætti því að vera nóg pláss fyrir áhorfendur. Skráning fer fram á www. musiktilraunir.is og þarf hver hljómsveit að skila inn tveim- ur lögum á mp3-formi og greiða 6.000 króna þátttökugjald. Telst skráning ekki gild fyrr en það hefur verið greitt. Hægt er að fá allar frekari upplýsingar hjá starfsfólki Tónabæjar og Hins hússins. ■ Skráning hefst í Músíktilraunir JAKOBÍNARÍNA Sigursveit Músíktilrauna í fyrra er á leiðinni á tónleikahátíðina South By Southwest í Texas. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hin dimmraddaða Bree FRÉTTIR AF FÓLKI Ólátabelgurinn og partídýrið Paris Hilton virðist gera allt brjálað hvar sem hún drepur niður fæti. Nú er eiginkona Frank Lampard, Elen Rives, alveg sótill út í stúlkuna eftir að hafa frétt af stöðugum viðreynslum hótelerfingj- ans við manninn sinn. Samkvæmt götublaðinu The Mirror á Hilton að hafa reynt stöðugt við knattspyrnuhetj- una, gert sig líklega nokkrum sinnum og að lokum látið Lampard hafa símanúmerið sitt. Miðjumaðurinn mun þó hafa staðist allar árásir Paris Hilton og segir eiginkonan að hann sé henni og litlu stelpunni þeirra mjög trúr. „Það getur verið að Paris sé vön því að fá allt sem hún vill en þenn- an mann fær hún ekki. Hún á ekki roð í mig,“ sagði Elen kokhraust við blaðið. Sérvisku Madonnu virðast engin takmörk sett. Hún hefur nú fest kaup á súrefnisvél í hvert einasta herbergi sem söngkonan hyggst nota þegar flugþreyta sækir á hana, til að viðhalda unglegu og fersku útliti sínu og ekki síst til að auka enn frekar á þá orku sem hún þarf. Madonna sagði í sam- tali við þýskt dagblað að súrefnisvélin hefði þegar reynst henni vel en popp- dívan fer niður í tíu mínút- ur í senn og andar að sér fersku súrefni. „Það lætur þreytuna hverfa og þér líður sem endurnærðri manneskju á eftir,“ sagði Madonna. Sýnt á NASA við Austurvöll Föstudagur 24. febrúar - Laugardagur 25. febrúar - Föstudagur 3. mars - Föstudagur 10. mars - Föstudagur 17. mars - Örfá sæti laus Örfá sæti laus Örfá sæti laus Laus sæti Laus sæti Miðasala í síma 575 1550, verslunum Skífunnar og www.midi.is TRANSAMERICA LEIKSTJÓRN: DUNCAN TUCKER AÐALHLUTVERK: Felicity Huffman og Kevin Zegers. Niðurstaða: Þetta er mynd sem tekur á viðkvæmu málefni á einstaklega ljúfan og skemmtilegan hátt. Nokkrar aukapersónur eru aðeins of kjánalegar en ná þó ekki að skyggja um of á heildina. Mynd sem allir ættu að sjá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.