Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 18
21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hvað er raunveruleiki? Hvenær
er bara „allt í plati“ og hvenær „í
alvörunni“? Stundum er eins og við
fjarlægjumst hið raunverulega líf
með hverjum deginum. Veraldleg-
ir hlutir skipta æ meira máli, við
þurfum að vera falleg samkvæmt
stöðlum tískutímarita og tískusjón-
varpsþátta, heimilin okkar eiga að
líta út eins og myndirnar í húsum
og híbýlum heimsins og lífið okkar
almennt að vera fullkomið sam-
kvæmt tilbúnum stöðlum sem
eiga ekkert sameiginlegt með
raunverulegu lífi venjulegs fólks.
Það er ekki skrítið þótt þunglyndi,
offita og ýmsir streitusjúkdómar
sæki á okkur í æ meira mæli því
enginn getur í raun lifað lífi sínu
samkvæmt þessum gervistöðlum
en of margir reyna enda stöðugur
þrýstingur úr öllum áttum.
Nú er svo komið fyrir okkur
í þessari tilbúnu veröld sem við
keppumst við að lifa í að íslenskir
karlmenn hafa týnt raunveruleika-
skyninu og telja persónu í leikriti
kynþokkafyllstu konu landsins.
Þessi persóna er reyndar bráð-
skemmtileg og lætur okkur horfa í
spegil, þar sem við horfum á ýkta
mynd af okkur sjálfum. En heldur
finnst mér illa komið fyrir þeim
íslensku karlmönnum sem finnst
sögupersóna í leikriti eftirsóknar-
verðari en raunveruleg kona.
Það kann hinsvegar að vera
flott hugmynd að senda slíka
sögupersónu sem fulltrúa okkar
til útlanda. Silvía Nótt er per-
sónugervingur tilgerðarinnar
og ímyndar tískunnar, sem verð-
ur æ öfgafyllri. Sem slík er hún
úthugsuð og vel samin. En hún
er nákvæmlega það, úthugsuð
og samin en ekki raunveruleg.
Og höfundar Silvíu Nætur mega
aldrei gleyma því að líklega er
stærsti hluti áhorfendahópsins
börn og unglingar sem hafa ekki
þroska til að meta hvað er „allt í
plati“ og hvað „í alvörunni“. Mörg
atriði í leikritinu Silvía Nótt hafa
verið bráðfyndin og skemmtileg
en stundum fara höfundar yfir
strik velsæmismarka flestra og
þurfa þá að hafa í hug viðkvæm-
an aðdáendahóp sinn. Vandi fylgir
vegsemd hverri og það fylgir því
ábyrgð að vera fræg fyrirmynd.
En sýndarveruleikinn speglast
víðar. Grunnskólanemendur hóp-
ast á árshátíðir eftir fyrirmynd
úr bandarískum kvikmyndum
og limósínur, brúnkumeðferðir,
hárgreiðsla, förðun og ný föt eru
bara eðlilegur hluti undirbúnings
og atburðar. Enda hefur ungling-
um alltaf legið á að fullorðnast og
þessar fyrirmyndir líklega sýni-
legastar í heimi þeirra.
Svo má velta því fyrir sér hvar
mörk raunveruleikans og sýndar-
veruleikans liggi og hver eigi að
ákveða það. Kannski hafa þau
aldrei verið til og þótt svo hafi
verið eru þau kannski horfin núna.
Við sem eigum að teljast fullorðin
megum þó aldrei gleyma ábyrgð
okkar sem fyrirmyndir þeirra sem
á eftir koma, fyrirmyndir barna
og unglinga, og eitt mikilvægasta
verkefni hvers uppalanda er að
kenna börnunum að greina hismið
frá kjarnanum, átta sig á því hvað
skiptir máli í þessu lífi og hvort
er mikilvægara, nýtt sófasett eða
kærleikur, svo dæmi séu tekin.
Það er hinsvegar erfitt að meta
samtímann enda erum við öll hluti
af honum og lifum í þessu lífi frá
degi til dags. Gaman væri að geta
verið fluga á vegg þegar lærð-
ir spekingar meta okkar nútíma
eftir 30-40 ár. Alveg eins og það er
ótrúlega skemmtilegt að fylgjast
með og jafnvel taka þátt í miklum
umræðum um hina margfrægu ́ 68
kynslóð og það sem hún stóð fyrir.
Eini gallinn við þá umræðu er að
stærsti hluti þátttakenda er ein-
mitt af þeirri kynslóð og lítur nú
um öxl og metur eigið líf, þrjátíu
árum síðar. En hvað munu spakir
menn og konur segja eftir 30-50
ár um þessa gerviveröld sem við
lifum í nú? Verður þá e.t.v. búið að
stíga skrefið til fulls og við horfin
inn í sýndarveruleika?
Því hefur oft verið haldið fram
að lífið fari í hringi og allt komi
aftur. Mér finnst löngu kominn
tími á ákveðið afturhvarf og ásókn
í aðra hluti en bíla, hús og dót af
ýmsum toga. Vissulega aðhyllist
stór hópur fólks önnur og von-
andi mikilvægari gildi og leitar
innihalds í líf sitt með ýmsum
hætti, öðrum en innkaupum af
ýmsum toga. En einhvern veginn
er áreiti sýndarveruleikans gríð-
arlega sterkt. Í viðtali í einu helg-
arblaðanna sögðu hjón, nýkomin
til Íslands eftir margra ára dvöl
erlendis, að kaupáreitið hér væri
gríðarlegt. Um það verður varla
deilt og flestir taka þátt í darraðar-
dansinum með einhverjum hætti.
Hagvöxtur er mikilvægari en góð
heilsa, sem sést best í forgangs-
röðun ríkisstjórnarinnar, sem
við auðvitað kusum til að stjórna
þessu samfélagi. En hvað skiptir
mestu máli þegar upp er staðið
og litið um öxl í lok ævidagsins?
Svari nú hver fyrir sig. ■
Bara í plati eða alvöru?
Í DAG
GERVIÞARFIR
INGA RÓSA
ÞÓRÐARDÓTTIR
En heldur finnst mér illa komið
fyrir þeim íslensku karlmönn-
um sem finnst sögupersóna í
leikriti eftirsóknarverðari en
raunveruleg kona.
Sá á fund sem finnur!
Finnur þú
næstu milljón?
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Ekkert nýtt hefur komið fram,“ hafði forsætisráðherra eftir ríkisendurskoðanda á Alþingi í gær, í kjölfar þess að tveir þingmenn kröfðust þess að sala Búnaðarbankans fyrir
fjórum árum yrði rannsökuð.
Þetta er hárrétt hjá Halldóri Ásgrímssyni. Þær upplýsingar
sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, kom
fram með í ljósvakamiðlunum um helgina eru ekki nýjar af nál-
inni, heldur eru að stærstum hluta endurflutt efni úr viðamikl-
um greinaflokki sem Fréttablaðið birti síðasta vor um einka-
væðingu ríkisbankanna.
Úttektina vann Sigríður Dögg Auðunsdóttir, blaðamaður
Fréttablaðsins, sem um helgina hlaut einmitt verðlaun Blaða-
mannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins,
fyrir þennan sama greinaflokk auk skrifa um aðkomu áhrifa-
manna að aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs.
Til upprifjunar er rétt að grípa niður í úttekt Sigríðar Daggar
sem birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2005, þar sem fjallað er um
aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kauptilboði
S-hópsins í Búnaðarbankann:
„Framkvæmdanefndin hafði á þessum tíma ekki enn fengið
uppgefið frá S-hópnum hver eða hverjir hinir erlendu fjárfest-
ar væru. Skýringar S-hópsins voru þær að erlendi fjárfestirinn
vildi ekki koma fram fyrr en samningar hefðu verið undirritað-
ir. Til þess að skera úr um það hvort erlendi fjárfestirinn væri
áreiðanlegur var samið um það við S-hópinn að hann myndi gefa
ráðgjöfum framkvæmdanefndarinnar, HSBC, upp nafnið á fjár-
festinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann
væri áreiðanlegur. Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti
ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en dag-
inn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt
var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að
umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því
hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestinga-
banka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði
mun frekar átt við Société Générale, sem var sjötti stærsti banki
í Evrópu, en S-hópurinn átti á þessum tíma í viðræðum við bank-
ann um að taka þátt í kaupunum.“
Í úttekt Sigríðar Daggar kemur fram að S-hópurinn neitaði
því að hafa gefið upp annað nafn en Hauck & Aufhauser í aðdrag-
anda kaupanna en þegar Fréttablaðið óskaði eftir því síðasta
vor við einkavæðingarnefnd að fá afhent afrit af umsögn HSBC
um erlenda bankann var því synjað. Þeirri höfnun var skotið til
úrskurðarnefndar um upplýsingamál en þar var Fréttablaðinu
aftur synjað um upplýsingarnar, nú á þeim forsendum að einka-
væðingarnefnd hefði ekki borist „formlegt erindi“ HSBC „um
niðurstöður áreiðanleikakönnunar á erlenda bankanum.
Í viðamikilli einkavæðingarskýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að einkavæðingarnefnd rökstuddi ákvörðunina um
að ganga til samninga við S-hópinn ekki síst á þeim forsendum
að innan hans væri „virt erlent fjármálafyrirtæki“. Samkvæmt
úrskurðarnefndinni virðast einkavæðingarnefnd hins vegar
hafa dugað óformlegar upplýsingar til að komast að niðurstöðu.
Erfitt er að skilja af hverju einkavæðingarnefnd hefur ekki
verið tilbúin að leggja þær upplýsingar á borðið og taka þar með
af öll tvímæli um að hún hafi starfað í góðri trú, óháð þeim efa-
semdum sem skjótt brotthvarf þýska smábankans úr hluthafa-
hópi Búnaðarbankans hefur síðar vakið.
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Upplýsingar um sölu Búnaðarbankans eru að
stóru leyti endurflutt efni úr Fréttablaðinu.
Einkavæðingar-
nefnd á leik
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
est lesna vi ski ta la i
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Ég sel kjötfars
Loksins er Baugsmálið komið til
efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi
Reykjavíkur eftir mikið þjark og þref um
formsatriði og kærur sem gengið hafa
milli dómstiganna tveggja
mánuðum saman.
Það var mál manna
þegar gert var
hádegis-
hlé að
Jóhann-
es Jónsson í Bónus hefði sýnt tilþrif
í dómssalnum og hvergi gefið eftir.
Sigurður Tómas Magnússon settur sak-
sóknari spurði Jóhannes líkt og aðra um
þau mál sem eftir standa í Baugsmálinu,
bílainnflutning frá Flórída, viðskipta-
reikninga, endurskoðun og ársskýrslur
svo nokkuð sé nefnt. „Mín sérgrein er
að selja kjötfars,“ sagði Jóhannes og
sagðist ráða sérfræðinga til þess að
fást við reikningsskil og endurskoð-
un. Hann yrði að geta treyst því að
hlutirnir væru í lagi hjá þeim.
Jóhannes var spurður hvað hann
ætti við með því að Jón Gerald
hefði „tálbeitt“ sig. Jú, Jón Gerald
hefði verið notaður af öðrum. Þess
utan hefði þessi fyrrverandi
vinur haft í hótunum
um að stytta líf sonar-
ins, Jóns Ásgeirs.
Hæstaréttardómari
Sigurður Tómas Magnússon, settur sak-
sóknari í Baugsmálinu, þykir hafa tekið
á málum af fagmennsku og festu eftir
að hann hóf störf sín. Fjölmiðlamenn
höfðu á orði fyrir nokkrum vikum að
hann væri búinn að skora nokkur mörk
á báðum dómstigum og staðan væri þá
tvö núll fyrir hann. Gárungarnir heyrðu
í fréttum í gær að verið væri að auglýsa
stöðu hæstaréttardómara þar sem
Guðrún Erlendsdóttir væri að hætta.
Þeir veltu því fyrir sér hvort ekki væri
einboðið að Sigurður Tómas yrði ráðinn
í stöðuna á næstu vikum. En ef til vill
vildi Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra bíða og sjá hver niðurstaðan yrði
í Baugsmálinu.
johannh@frettabladid.is