Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 2006 19 Methagnaður varð á rekstri SPRON á síðasta ári og nam hann 4,1 milljarði króna, þar af var hagnaður á fjórða ársfjórðungi yfir 1,8 milljarðar króna. Til samanburðar hagnaðist sparisjóð- urinn um 1.631 milljón allt árið 2004 og því nemur aukningin 150 prósentum á milli ára. Arðsemi eigin fjár var 61,5 prósent eftir skatta, sem er með því hæsta sem þekkist í bankakerfinu. Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri SPRON, segir að allir rekstrar- þættir komi vel út. Hefðbundin banka- starfsemi gekk vel og aðstæður á fjármálamörkuðum voru hagfelldar. Hreinar vaxtatekjur, sem voru yfir 2,2 milljarðar króna, stóðu nánast í stað þar sem vaxtamunur minnkaði á milli ára. Hreinar rekstrartekjur námu alls 7.750 milljónum króna, sem er 62 pró- senta hækkun á milli ára, og vega þar þyngst tekjur af eignarhlut SPRON í fjárfestingarfélaginu Exista, sem skil- ar yfir þremur milljörðum króna. Laun og annar rekstrarkostnaður námu samtals um 3,1 milljarði króna og vaxa um fimmtung. Eignir samstæðunnar voru um 115 milljarðar í árslok, sem er 67 prósenta hækkun á milli ára. Helsta ástæða mikils vaxtar efnahagsreiknings er útlánaaukning sem er einkum tilkomin vegna íbúðalána. Eigið fé nam þrettán milljörðum króna, sem er 7,2 milljarða hækkun á árinu, en stofnfé var sexfald- að á síðasta ári og nemur nú 3,9 millj- örðum króna. Tillaga verður lögð fyrir aðalfund að stofnfjáreigendur fái fimmtíu pró- senta arð fyrir árið 2005 sem samsvar- ar 1,9 milljörðum króna. - eþa Hagnaður SPRON 4 milljarðar Atorka Group hagnaðist um 1.491 milljón króna á síðasta ári og dregst hagnaður saman um tæpan helming. Fjórði ársfjórðungur var sá besti á árinu 2005 en þá nam hagnaður félagsins 850 milljónum króna, sem er tvöfalt betri afkoma en fyrir sama tímabil árið 2004. Eigið fé Atorka var um 9,7 millj- arðar króna í árslok 2005 og heild- areignir um tuttugu milljarðar. Í uppgjöri Atorku kemur fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrum framkvæmdastjóri, þáði 200 millj- ónir króna sem annars vegar voru laun og hins vegar uppgjör á kaup- réttarsamningum, sem námu 160 milljónum króna. Atorka er fjárfestingarfélag sem á stóra eignarhluti í meðal annars Jarðborunum, Promens, Low & Bonar og NWF Group. Stjórnendur félagsins áætla að velta félaga sem eru að fullu í eigu þess verði um þrjátíu milljarðar á árinu. - eþa Styrmir fékk 200 milljónir Norska fyrirtækjasamstæðan Orkla jók hagnað sinn um 86 pró- sent á fjórða ársfjórðungi saman- borið við sama tímabil í fyrra þökk sé miklum ytri vexti. Hagnaðurinn nam 15,3 milljörðum króna á tíma- bilinu. Velta félagsins jókst um 72 pró- sent á síðasta ári en fyrirtækið er umsvifamikið í fjölmiðlarekstri, matvæla- og drykkjarframleiðslu og ýmiss konar iðnaði. Orkla er eitt stærsta fyrirtæki Skandinavíu með um 35 þúsund manns í vinnu. Stærstu fjárfestingar Orka á síðasta ári voru yfirtökur á álfram- leiðendunum Elkem, sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grund- artanga, og Sapa. „Viðburðaríkt ár er að baki þar sem við tókum yfir mörg stórfyrirtæki. Það hafði gríðarleg áhrif á bæði hagnað okkar og tekjur,“ segir forstjóri Orkla, Dag J. Opedal. - eþa Hagnaður Orkla nærri tvöfaldast KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.818 +0,23% Fjöldi viðskipta: 596 Velta: 4.639 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 57,00 -1,70% ... Alfesca 4,08 -2,40% ... Atorka 6,15 -0,20% ... Bakkavör 52,30 +0,00% ... Dagsbrún 6,55 +2,30% ... FL Group 27,10 +1,90% ... Flaga 3,89 +0,00% ... Íslandsbanki 22,30 +1,80% ... KB banki 978,00 +0,80% ... Kögun 64,80 +0,20% ... Landsbank- inn 30,70 -1,00% ... Marel 65,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 18,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 20,60 -0,50% ... Össur 109,00 +0,50% MESTA HÆKKUN Dagsbrún +2,34% FL Group +1,88% Íslandsbanki +1,83% MESTA LÆKKUN Vinnslustöðin -2,50% Alfesca -2,39% Actavis -1,72% Umsjón: nánar á visir.is GUÐMUNDUR HAUKSSON SPARISSJÓÐSSTJÓRI Hagnaður SPRON jókst um 150 prósent á milli ára og nam 4,1 milljarði. Hagnaður Orkuveitu Reykja- víkur var 4.359 milljónir króna á síðasta ári, sem er um nítján prósenta aukning á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam rúmum 6,5 millj- örðum króna. Rekstrartekjur fóru úr 13,2 milljörðum króna í 14,7 milljarða. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 1.067 og er þetta fjórða árið í röð sem það gerist. OR er mjög fjársterkt fyrirtæki með eigið fé um 48 milljarðaa og eiginfjárhlutfall nærri 55 prósent. Handbært fé frá rekstri var yfir 5,1 milljarður í árslok. Ef tillaga stjórnar um arð- greiðslur ganga eftir fær Reykja- víkurborg 1.368 milljónir króna í arð vegna ársins 2005. - eþa Eigið fé OR yfir 48 milljarðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.