Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 14
21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR14
fréttir og fróðleikur
42,3 prósent þjóðarinnar
eru nú andvíg því að Ísland
sæki um aðild að Evrópu-
sambandinu. Þetta kemur
fram í nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins. 34,3 prósent
eru því fylgjandi að Ísland
sæki um aðild en rúm 23
prósent hafa ekki gert upp
hug sinn.
Í fyrstu viku febrúar spáði Hall-
dór Ásgrímsson forsætisráðherra
því að árið 2015 yrði Ísland gengið
í Evrópusambandið. Vilji þjóðar-
innar virðist ekki fylgja mati Hall-
dórs að þessu leyti, að minnsta
kosti telja rúm 55 prósent af þeim
sem tóku afstöðu í nýrri skoðana-
könnun Fréttablaðsins að Ísland
eigi ekki að sækja um aðild. 44,8
prósent telja að sækja eigi um. Ef
tekið er tillit til þeirra sem ekki
hafa gert upp hug sinn segjast
34,3 prósent vera því fylgjandi að
Íslandi sæki um aðild að samband-
inu, 42,3 prósent eru því mótfallin
og 23,4 prósent eru óákveðin.
Jákvæðara utan höfuðborgar
Karlar virðast frekar en konur
hafa gert upp hug sinn hvað varð-
ar aðild að Evrópusambandinu
og eru frekar mótfallnir aðild
en konur. 34,6 prósent karla eru
fylgjandi aðild, 46,6 prósent eru
því mótfallin en 18,8 prósent hafa
ekki gert upp hug sinn. Af konum
eru 33,9 prósent fylgjandi umsókn
um aðild, 38,0 prósent eru því mót-
fallin og 28,1 prósent er óákveðið.
Fólk sem býr utan höfuðborg-
arsvæðisins virðist bæði jákvæð-
ara gagnvart því að sækja um
aðild, sem og frekar búið að gera
upp hug sinn. 37,5 prósent þeirra
vilja að Ísland sæki um aðild að
Evrópusambandinu, 41,6 prósent
eru því mótfallin og 20,8 prósent
eru óákveðin. Af þeim sem búa á
höfuðborgarsvæðinu segir 32,1
prósent að Ísland eigi að sækja um
aðild, 42,7 prósent eru á móti því
og 25,2 prósent eru óákveðin.
Mestur stuðningur meðal kjósenda
Samfylkingar
Hægt er að greina stuðning við
aðild að Evrópusambandinu eftir
því hvaða flokk svarendur segj-
ast myndu kjósa ef boðað yrði til
kosninga nú. Þó verður að hafa í
huga að þetta er fremur vísbend-
ing um hug stuðningsfólks stjórn-
málaflokkanna, því þegar búið er
að greina svörin svo eru þau orðin
nokkuð fá og vikmörkin því mun
hærri.
Mestur er stuðningur við aðild
að Evrópusambandinu meðal
þeirra sem segjast myndu kjósa
Samfylkinguna og segjast 42,4
prósent þeirra vilja að Ísland sæki
um aðild. 35,4 prósent stuðnings-
fólks Samfylkingar eru því mót-
fallinn og 22,2 prósent segjast enn
óákveðin. Það þarf ekki að koma
á óvart að stuðningur við aðild sé
mestur innan þess flokks, þar sem
það er á stefnuskrá flokksins að
láta reyna á aðildarviðræður við
Evrópusambandið.
Minnstur stuðningur meðal kjós-
enda Frjálslynda flokksins
Þeir sem helst eru andvígir því að
Ísland sæki um aðild að Evrópu-
sambandinu eru stuðningsmenn
Frjálslynda flokksins, en flokk-
urinn segir í stefnuskrá sinni að
aðild komi ekki til greina á meðan
reglur sambandsins séu óbreyttar
í fiskveiðimálum.
64,7 prósent stuðningsmanna
Frjálslynda flokksins vilja ekki að
Ísland sæki um aðild, 29,4 prósent
eru því fylgjandi en einungis 5,9
prósent eru óákveðin.
Deildar meiningar meðal kjósenda
Vinstri grænna
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
er einnig mótfallin aðild að Evrópu-
sambandinu í stefnuskrá sinni, þar
sem segir: „hugsanlegur ávinning-
ur af aðild Íslands réttlætir ekki
frekara framsal á ákvörðunarrétti
um málefni íslensku þjóðarinnar
og er aðild að Evrópusambandinu
því hafnað.“
Kjósendur Vinstri grænna
eru ekki jafn eindregið mót-
fallnir aðild að sambandinu ef
marka má þessa skoðanakönn-
un. 39,1 prósent þeirra sem segj-
ast myndu kjósa flokkinn styður
umsókn að Evrópusambandinu.
Jafnstór hluti, 39,1 prósent, er
andvígur en 21,7 prósent segjast
óákveðin.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks
sammála flokknum
Á síðustu landsfundarályktun
Sjálfstæðisflokksins segir að
flokkurinn telji aðild að sam-
bandinu ekki þjóna hagsmunum
þjóðarinnar eins og málum sé nú
háttað. Meirihluti stuðningsfólks
Sjálfstæðisflokksins er sammála
flokknum og segjast 50,5 prósent
vera mótfallin því að sækja um
aðild að Evrópusambandinu. 32,5
prósent eru því fylgjandi og 17,0
prósent eru óákveðin.
Tæplega helmingur kjósenda Fram-
sóknarflokks andvígur aðild
Formaður Framsóknarflokks og
forsætisráðherra hefur spáð því
að Ísland verði gengið í sambandið
fyrir 2015. Á síðasta flokksþingi
var samþykkt að halda áfram
vinnu við mótun samningsmark-
miða og hugsanlegs undirbúnings
aðilarviðræðna við sambandið.
Niðurstöður þeirrar vinnu skal
leggja fyrir næsta flokksþing til
kynningar.
Deildar meiningar virðast
meðal stuðningsmanna flokksins,
en tæplega helmingur, 48,5 pró-
sent, er því andvígur að sækja um
aðild. 36,4 prósent segjast hug-
myndinni fylgjandi og 15,2 pró-
sent hafa ekki gert upp hug sinn.
Af þeim sem ekki gáfu upp
hvaða flokk þeir myndu kjósa,
yrði boðað til alþingiskosninga nú,
segjast 30,5 prósent vilja að Ísland
sæki um aðild að sambandinu.
39,4 prósent segjast ekki vilja að
sótt verði um og 30,2 prósent eru
óákveðin.
Hringt var í 800 manns laug-
ardaginn 18. febrúar og skiptust
svarendur jafnt á milli kynjanna
og hlutfallslega eftir kjördæmum.
Spurt var: „Á Ísland að sækja um
aðild að Evrópusambandinu?“ 75,1
prósent svarenda svaraði spurn-
ingunni játandi eða neitandi. 15
neituðu að svara. 98,1 prósent tók
því afstöðu til spurningarinnar
eða var óákveðið.
FRÉTTASKÝRING
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR
svanborg@frettabladid.isjúní
2002
apríl
2003
júlí
2003
apríl
2004
september
2005
18. febrúar
2006
Á ÍSLAND AÐ SÆKJA UM AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU?
Kannanir Fréttablaðsins og Gallup
37,0%
26,0%
27,8%
30,1%
42,3%
34,3%
23,4%
19,0%
43,0%
37,0%
Já
Nei
Óákveðnir
Fleiri andvígir aðild en fylgjandi
Svona erum við
Svonefnd þjónustutilskipun Evrópu-
sambandsins var samþykkt á Evrópu-
þinginu fyrir helgi, eftir að málamiðlun
hafði verið náð um umdeildustu atriði
hennar. Þessi væntanlega Evrópulög-
gjöf mun einnig taka gildi á Íslandi í
gegnum EES-samninginn.
Um hvað snýst þjónustutilskipun
ESB?
Evrópulög sem miða að því að opna
innri markað Evrópu fyrir samkeppni
yfir landamæri á sviði þjónustuvið-
skipta. Margvísleg höft hamla að
óbreyttu gegn því að fyrirtæki í einu landi bjóði upp á þjónustu í öðru
landi sem þó á aðild að innri markaðnum. Dæmi um slík höft er að
fyrirtæki með höfuðstöðvar í öðru landi sé gert að setja upp dóttur-
fyrirtæki sem þurfi að sækja um leyfi til yfirvalda í því landi, greiða hærri
skatta eða sæta íþyngjandi tungumálaákvæðum.
Til hvaða þjónustu nær tilskipunin?
Í frumvarpinu sem samþykkt var á Evrópuþinginu eru
ýmis svið þjónustu undanskilin gildissviði tilskip-
unarinnar. Þar á meðal er póstþjónusta, útvarps-
og sjónvarpsrekstur, skammtíma vinnumiðlun,
heilbrigðisþjónusta, lögfræðiþjónusta og félagsþjón-
usta, svo sem barnaumönnun. Tilskipunin nær engu
að síður til margra starfssviða, svo sem fyrirtækjaráð-
gjafar, arkitektaþjónustu, byggingastarfsemi og ótal
annarra.
Hvenær tekur tilskipunin gildi?
Tilskipunin verður rædd á leiðtogafundi ESB nú í mars.
Austurríska ríkisstjórnin, sem fer með formennskuna
í ESB þetta misserið, vill að pólitískri sátt verði náð um endanlega mynd
tilskipunarinnar fyrir mitt árið. Þá fer frumvarpið aftur til Evrópuþingsins
áður en það getur öðlast lagagildi, sem væntanlega verður ekki fyrr en í
ársbyrjun 2009. Vænta má að EES-löndin Ísland, Noregur og Liechtenstein
innleiði tilskipunina í sína löggjöf um svipað leyti og ESB-ríkin 25.
FBL GREINING: ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB
Samkeppni í þjónustuviðskiptum
Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
Eftir flokksstuðningi
Já Nei Óákveðin(n)
Framsóknarflokkur 36,4 48,5 15,2
Sjálfstæðisflokkur 32,5 50,5 17,0
Frjálslyndi flokkurinn 29,4 64,7 5,9
Samfylking 42,4 35,4 22,2
Vinstri grænir 39,1 39,1 21,7
Gefa ekki upp 30,5 39,4 30,2
(í prósentum)
Já
36,4%
Gefa ekki upp
Já
32,5%
Já
29,4%
Já
42,4%
Já
39,1%
Já
30,5%
Nei
48,5%
Nei
50,5%
Nei
64,7%
Nei
35,4%
Nei
39,1%
Nei
39,4%
Óákv.
15,2%
Óákv.
17,0%
Óákv.
5,9%
Óákv.
30,2%
Óákv.
21,7%
Óákv.
22,2%
Á ÍSLAND AÐ SÆKJA UM AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU?
Eftir flokksstuðningi
VIÐ FÁNA EVRÓPUSAMBANDSINS
Íslendingar virðast ekki sammála
um hvort sækja eigi um aðild að
Evrópusambandinu eða ekki.
Mikil umræða
hefur átt sér stað
um lóðaúthlutanir
Reykjavíkurborgar
í Úlfarsfelli eftir að
einn maður átti
hæsta tilboð í 39
einbýlishúsalóðir.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson er
oddviti sjálf-
stæðismanna í
borgarstjórn.
Er hægt að draga
útboðið til baka þó einn hafi keypt
svo margar lóðir?
Ég skal ekkert um það segja. Það
verður rætt í borgarráði á fimmtudag
og því er of snemmt fyrir mig að segja
hvort og þá með hvaða hætti er hægt
að komast úr þessu klúðri.
Hvernig vilt þú að staðið verði að
úthlutunum?
Ég tel að borgin eigi að ráðstafa lóðum
á sanngjörnu verði. Við eigum ekki að
vera að setja mikla álagningu á það
verð og þá munu þeir sem eru í alvöru
að hugsa um að kaupa lóðir gefa sig
fram en síður þeir sem vilja hagnast
á lóðabraski. En borgin er að ráðgera
samkvæmt eigin fjárhagsgerðum að
græða um fimm milljarða á þessu
lóðabraski á árunum frá 2006 til 2009.
Og það eru bara húsbyggjendur sem
greiða þann kostnað. Málið er að það
þarf að tryggja nægt framboð lóða.
SPURT OG SVARAÐ
LÓÐAÚTHLUTUN
Borgin græð-
ir milljarða
VILHJÁLMUR Þ.
VILHJÁLMSSON
Oddviti Sjálfstæðis-
flokks í Reykjavík.
14
5
76
Þykkvalúra Langlúra Stórkjafta Sandkoli Skrápflúra
17 18 53
> Afli í janúar. Bráðabirgðatölur úr Lóðs í tonnum
Heimild: Hagstofa Íslands