Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 2
2 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR
www.expressferdir.is
Express Fer›ir, Grímsbæ,
Efstalandi 26, sími 5 900 100
Nánar á www.expressferdir.is
Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
BORGARFERÐ TIL BERLÍNAR
59.900 kr.
INNIFALI‹:
BERLÍN
27. JÚLÍ – 1. ÁGÚST
Njótið Berlínar undir leiðsögn
Hjálmars Sveinssonar sem gjörþekkir
borgina. Í þessari fimm daga ferð
verður farið á alla markverðustu staði
Berlínar. Boðið upp á skemmtilega
siglingu í gegnum borgina, farið á
djasstónleika, kabarett og spennandi
veitingahús. Heilsdagsferð til
Potsdam og Wannsee, staðir sem
eiga sér langa sögu og merkilega.
Gist á Park Inn hótelinu á
Alexanderplatz í hjarta borgarinnar.
Flug með sköttum, gisting
í 5 nætur með morgunverði og íslensk
fararstjórn. Fararstjóri Hjálmar
Sveinsson, dagskrárgerðarmaður
HEIMSBORGIN
LÖGREGLA Lögreglan í Hafnarfirði
stöðvaði í gærmorgun þrettán ára
pilt sem hafði tekið bíl foreldra
sinn ófrjálsri hendi. Pilturinn er
búsettur í Grindavík og ók sem leið
lá eftir Reykjanesbraut áleiðis til
Hafnarfjarðar.
Ökuferð piltsins fékk skjótan
endi í Hafnarfirði þar sem hann
keyrði utan í tvö umferðarskilti.
Pilturinn slapp ómeiddur en bíllinn
er skemmdur eftir áreksturinn.
Lögreglan í Keflavík hyggst ekki
aðhafast frekar í málinu og var pilt-
inum komið til síns heima. - sha
Keyrði á skilti í Hafnarfirði:
Þrettán ára
tekinn á bíl
PRÓFKJÖR Sigmar Eðvarðsson, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Grindavík og formaður bæjarráðs,
hlaut afgerandi kosningu í fyrsta
sæti í prófkjöri flokksins sem fram
fór á laugardag. Sigmar hlaut 125
atkvæði í fyrsta sætið og sagðist
ánægður með úrslitin. Guðmundur
Pálsson hreppti annað sæti, Guð-
björg Eyjólfsdóttir það þriðja og
Pétur Guðmundsson það fjórða.
Sjálfstæðismönnum í Grinda-
vík fjölgaði mikið fyrir prófkjörið,
um sjötíu manns gengu í flokkinn
á kjördag og alls kusu 156 í próf-
kjörinu. Sjálfstæðismenn eru í
meirihlutasamstarfi með Samfylk-
ingunni. ■
Sjálfstæðismenn í Grindavík:
Góð þátttaka
í prófkjörinu
JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, hefur verið
í dái allt frá því hann hlaut alvar-
legt heilablóð-
fall 4. janúar
síðastliðinn.
Læknar segja
að með hverj-
um degi sem
líði minnki lík-
urnar á því að
hann komist aftur til meðvitundar.
Í gær varð Sharon 75 ára og í til-
efni dagsins heimsóttu báðir synir
hans og helstu ráðgjafar sjúkra-
húsið þar sem hann liggur. Starfs-
fólk sjúkrahússins sagði ástand
Sharons stöðugt en alvarlegt.
Ehud Olmert, sem tók við emb-
ætti forsætisráðherra af Sharon,
hóf ríkisstjórnarfund í gær með því
að óska honum bata hið fyrsta. - gb
Ariel Sharon 75 ára:
Batalíkur fara
minnkandi
ARÍEL SHARON
SLYS Tveir menn voru fluttir með
þyrlu varnarliðsins eftir að bíll
þeirra fór út af veginum við
Hrafntinnusker í fyrrinótt. Bíll
mannanna valt hátt í tuttugu
metra.
Að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli þykir mikil mildi að ekki fór
verr í slysinu. Bíllinn er gjörónýt-
ur eftir að hafa steypst niður þver-
hnípi.
Mennirnir náðu að koma sér út
út bílnum og ganga að skála í
grenndinni. Þaðan sendu þeir út
neyðarkall og stuttu seinna, um
klukkan tvö, komu félagar úr
björgunarsveitinni Ársæli á vett-
vang.
Björgunarsveitin hafði verið
við æfingar í nágrenni slysstaðar-
ins og var því fljót á vettvang og
gat hlúð að mönnunum.
Þyrla varnarliðsins, sem stuttu
áður hafði sinnt björgunarstörf-
um við Hofsjökul, var síðan send á
slysstað. Flutti þyrlan mennina á
Landspítalann í Fossvogi og lenti
um fimmleytið í gærmorgun.
Þær upplýsingar fengust á
Landspítala í gærkvöldi að menn-
irnir væru komnir af gjörgæslu.
Þeir munu ekki í lífshættu og er
líðan þeirra stöðug. - sha
Tveir slösuðust þegar bíll þeirra steyptist niður þverhnípt berg við Hrafntinnusker:
Gátu sjálfir kallað á hjálp
ÞYRLA VARNARLIÐSINS
Hafði í nógu að snúast um helgina.
HAFNARFJÖRÐUR Lögreglan í Hafn-
arfirði handtók um helgina mann
á þrítugsaldri við venjubundið
umferðareftirlit. Reyndist hann
hafa í fórum sínum um fjörutíu
grömm af amfetamíni og hassi.
Lögreglan fékk dómsúrskurð til
húsleitar hjá manninum og þar
fundust sex grömm af fíkniefnum
til viðbótar. Maðurinn játaði ein-
ungis að eiga hluta efnanna.
Manninum var seinna sleppt og
telst málið að mestu upplýst. Hann
hefur áður komið við sögu lög-
reglu. - sha
Tekinn við umferðareftirlit:
Fundu fíkni-
efni við húsleit
LÖGREGLAN Í HAFNARFIRÐI Lagði hald
á um fjörutíu grömm af fíkniefnum við
venjubundið umferðareftirlit um helgina.
MENNTAMÁL Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra vonar að starfslok Ólínu
Þorvarðardóttur, skólameistara
Menntaskólans á Ísafirði, leiði til
þess að skólastarfið komist í eðli-
legt horf. „Þetta er ákvörðun sem
hún tekur í kjölfar atburða síðustu
missera og það er ekkert við því
að segja. Ég kann að meta að hún
tekur þessa ákvörðun með hags-
muni skólans í huga og það sem
skiptir mestu máli er að skólastarf
komist í góðan farveg og skólinn
blási til sóknar.“
Aðspurð hvort menntamála-
ráðuneytið hafi átt frumkvæði að
starfslokum Ólínu segir Þorgerð-
ur. „Ég ætla ekki að tjá mig um
það. Hún er búin að lýsa því yfir
að hún hafi sagt upp og ég móttek
beiðni hennar.“
Í úttekt Félagsvísindastofnun-
ar Háskóla Íslands, sem unnin var
fyrir menntamálaráðuneytið og
kom út í desember í fyrra, segir að
báðum deiluaðilum sé um að kenna
og ýmislegt bendi til að sumir
kennarar hafi verið í „kerfisbund-
inni andstöðu“ við Ólínu árum
saman. Lagðar eru til sáttaleiðir
en gangi þær ekki upp og leiði
deilurnar til þess að skólameistari
verði að hætta, þurfi að tryggja að
næsti skólameistari mæti ekki
sama vanda. „Slíkt verður ekki
gert nema viðkomandi kennarar
láti af störfum við skólann. Um er
að ræða sex til sjö kennara og aðra
starfsmenn sem verða að víkja,“
segir í úttektinni.
Aðspurð hvort ráðuneytið
muni fylgja þessum tillögum
eftir segist Þorgerður ekki telja
þær eiga við í þessu tilfelli, þótt
Ólína segi að sér hafi ekki verið
stætt á að starfa áfram innan
skólans.
„Ráðuneytið er ekki að segja
henni upp og það er ekki verið að
ýta henni burt, heldur tekur hún
sjálfstæða ákvörðun. Það er ennþá
unnið að skólaþróunarverkefninu,
sem var grundvöllur sáttaferlis-
ins, og samkvæmt mínum upplýs-
ingum hafa allir skrifað undir það
eða lýst yfir vilja til að vinna eftir
því. Áfram verður unnið að mál-
efnum skólans og greinilegt að
eitt og annað þarf að laga. Við
megum hins vegar ekki dvelja of
mikið við fortíðina heldur eigum
við að horfa fram á veginn.“
bergsteinn@frettabladid.is
Sjö kennarar verða
hugsanlega að víkja
Menntamálaráðherra vonar að starfslok Ólínu Þorvarðardóttur leiði til þess að
ró komist á í Menntaskólanum á Ísafirði. Í úttekt Félagsvísindastofnunar segir
að náist ekki sættir í deilunni verði fleiri starfsmenn en skólameistari að víkja.
MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands telur bæði skólameist-
ara og kennara eiga sök á deilunum og lagði til sáttaleið.
STJÓRNMÁL Starfshópur sem hefur
skoðað reynslu af mismunandi
löggjöf um vændi, klámiðnað og
mansal og hefur skilað skýrslu
klofnaði í afstöðu sinni til sænsku
leiðarinnar, sem snýst um að gera
vændiskaup refsiverð.
Fulltrúar Samfylkingar, Fram-
sóknarflokks og Vinstri grænna
vilja fara sænsku leiðina hérlend-
is og segja margt benda til þess að
vændi sé vaxandi vandamál. Þau
telja reynslu Svía sýna að varnað-
aráhrif þess að gera vændiskaup
refsiverð séu líkleg til að fæla
væntanlega vændiskaupendur frá
áformum sínum. Fram kemur að
verulega hafi dregið úr sýnilegu
vændi í Svíþjóð í kjölfar lagasetn-
ingarinnar en erfitt sé að meta
umfang neðanjarðarstarfseminn-
ar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
dóms- og kirkjumálaráðuneytis
telja ekki ráðlegt að fara sænsku
leiðina og meginrökin eru þau að
erfiðara sé að fylgjast með vænd-
inu við að það hverfi af yfirborð-
inu. Einnig verði sönnunarbyrði
þyngri gagnvart vændismiðlurum
þar sem kaupendur verði saka-
menn með því að játa vændiskaup.
Jafnframt er bent á að engin heild-
arúttekt hafi verið gerð á vegum
sænskra stjórnvalda á áhrifum
laganna. - sdg
REFSIVERT ER AÐ STUNDA VÆNDI TIL FRAMFÆRSLU Á ÍSLANDI Engin ákvæði eru í íslenskri
löggjöf um að það sé refsivert að kaupa kynlíf af fullorðnum einstaklingi.
Skýrsla starfshóps um reynslu af löggjöf um vændi, mansal og klámiðnað kynnt:
Sænska leiðin afar umdeild
SPURNING DAGSINS
Harpa, ertu Haukur í horni?
„Nei, ég er skytta.“
Harpa Melsteð er fyrirliði Hauka, sem urðu
bikarmeistarar í handbolta á laugardag.
ÓLÍNA
ÞORVARÐARDÓTTIR
ÞORGERÐUR KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
MOSKVA, AP Vitalí Sadovnikov, yfir-
maður stærstu kjarnorkuendur-
vinnslustöðvar Rússlands, hefur
verið ákærður fyrir brot á öryggis-
reglum þegar hann heimilaði að
tugir milljóna rúmmetra af fljót-
andi geislavirkum kjarnorkuúr-
gangi væri veitt út í ána Techa á
árunum 2001 til 2004.
Endurvinnslustöðin hafði yfir
nægu fé að ráða til þess að koma í
veg fyrir þetta umhverfistjón, en
yfirmaðurinn kaus að verja því fé
heldur í skrifstofukostnað og
greiðslur til sjálfs sín, að því er
segir í yfirlýsingu rússneska sak-
sóknarans. - gb
Reglur brotnar í Rússlandi:
Veitti úrgangi
út í næsta fljót
Slys í sumarbústað Kalla þurfti út
sjúkrabíl í sumarbústað í Svignaskarð
rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöldið.
Þar hafði maður dottið og skorið sig illa
á hálsi. Var maðurinn fluttur með hraði
á gjörgæslu í Reykjavík þar sem hann
var fljótlega útskrifaður.
LÖGREGLUFRÉTTIR