Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 4
4 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR
AR
G
U
S
06
-0
05
2
Við leggjum áherslu á
langtímasamband og
sérhæfðar lausnir sem taka
mið af sérstökum
aðstæðum og starfsumhverfi
viðskiptavina okkar.
SPH – fyrir þig og fyrirtækið!
Vildarþjónusta fyrirtækja
Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið
Hærri innlánsvextir
SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 24.2.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 66,16 66,48
Sterlingspund 115,67 116,23
Evra 78,7 79,14
Dönsk króna 10,545 10,607
Norsk króna 9,753 9,811
Sænsk króna 8,355 8,403
Japanskt jen 0,5663 0, 5697
SDR 95,11 95,67
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
110,7183
SAMGÖNGUR Bæjarráð Reykjanes-
bæjar vill koma á strætisvagna-
samgöngum milli Reykjanesbæjar
og höfuðborgarsvæðisins ef sá
möguleiki er fyrir hendi. Á síðasta
fundi sínum samþykkti bæjarráð
Reykjanesbæjar að fela bæjar-
stjóra að kanna möguleika þess að
koma á samstarfi milli Strætós
Reykjaness og Strætó á höfuðborg-
arsvæðinu.
Verði af þessu samstarfi verður
það til þess að bæta enn frekar
strætisvagnanet höfuðborgarsvæð-
isins en nýlega hófust strætisvagna-
samgöngur á milli höfuðborgar-
svæðisins og Akranesbæjar. - sha
Bæjarráð Reykjanesbæjar:
Vill strætó til
Reykjavíkur
PRÓFKJÖR Sigurður Pétursson,
sagnfræðingur og kennari við
Menntaskólann á Ísafirði, sigraði
með yfirburðum í prófkjöri Í-list-
ans í Ísafjarðarbæ sem haldið var
í gær. Hann hlaut 192 atkvæði í
fyrsta sæti og alls 294 atkvæði.
Sigurður sagðist afar ánægður
með úrslitin og að kosningaþátt-
takan hefði uppfyllt björtustu
vonir frambjóðenda. „Það er mjög
gleðilegt að nú hafi verið stillt upp
breiðum og öflugum hópi þar sem
jafnræði er á milli kynja. Þarna er
bæði nýtt fólk og sömuleiðis fólk
með mikla reynslu,“ segir Sigurð-
ur.
Magnús Reynir Guðmundsson,
bæjarfulltrúi Frjálslynda flokks-
ins í Ísafjarðarbæ, fékk 122
atkvæði í annað sæti og 203
atkvæði alls. Arna Lára Jónsdótt-
ir, stjórnmálafræðingur og verk-
efnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfé-
lagi Vestfjarða, hafnaði í þriðja
sæti með 130 atkvæði og alls 160
atkvæði. Í-listinn er sameiginlegt
framboð Frjálslynda flokksins,
Samfylkingarinnar og Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs. Sigurður og Arna Lára koma
úr röðum Samfylkingarinnar í Í-
lista samstarfið en Jóna Bene-
diktsdóttir er fulltrúi Vinstri
grænna.
Prófkjörið var öllum opið sem
ekki eru flokksbundnir í öðrum
stjórnmálaflokkum og alls greiddu
478 manns atkvæði. - kbh
SKIPA EFSTU SÆTI LISTANS Sigurður, Arna
og Magnús voru ánægð með kosninga-
þátttökuna.
Sigurður Pétursson vann sigur í prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ:
Jafnræði á milli kynjanna
HOFSJÖKULL „Bíllinn hafði fallið
niður um tuttugu metra og lá
samsíða íssprungunni á hliðinni,
hann var skorðaður og var nálægt
botninum en samt var gengt undir
hann. Það var mannhæðarhátt,“
segir Jón Haukur Steingrímsson
björgunarmaður, sem fyrstur
seig ofan í sprunguna á Hofs-
jökli.
Jón Haukur var einn af björg-
unarmönnunum þremur sem fóru
með dönsku þyrlunni upp á Hofs-
jökul. Hinir tveir heita Ari
Jóhannes Hauksson og Guðmund-
ur Gunnarsson en þeir komu
fyrstir á staðinn ásamt vélsleða-
mönnum úr Varmahlíð, sem voru
á ferð skammt frá, og þyrlu frá
Varnarliðinu. Björgunarmenn
urðu að leita að slysstaðnum í um
klukkutíma þar sem sprungan
var um átta kílómetrum austar en
talið var.
Jón Haukur segir að björgun-
armennirnir hafi byrjað á því að
vinna sig inn í bílinn. „Við þurftum
að vinna af honum báðar hurðirn-
ar til að komast inn því það var
ekki nokkur leið að komast að
mönnunum nema með því að taka
hurðirnar frá. Við vorum búnir að
ná bílstjóranum út um ellefuleyt-
ið og hann var kominn upp á brún
fljótlega eftir það.“
Hann segir að bílstjórinn hafi
verið við meðvitund allan tímann
en þeir hafi ekki getað talað við
hann fyrr en þeir voru búnir að
ná honum út úr flakinu. Hann hafi
legið klemmdur innan um alls
kyns járnabrak og verið orðinn
illa marinn og blóðlaus en að
mestu óbrotinn. Maðurinn var
kominn á sjúkrahús skömmu eftir
miðnætti og er á gjörgæsludeild.
Veður var gott á slysstað en
aðstæður erfiðar. Þyrlurnar urðu
að lenda talsvert frá slysstaðnum
og urðu björgunarmenn að bera
búnað sinn um 200 metra að
sprungunni. Niðri í sprungunni
var þröngt og dimmt og erfitt um
vik. Jeppinn lá á hlið og erfitt að
komast að honum. Þá var erfitt
með fjarskiptasamband á þessu
svæði en Fokker Landhelgisgæsl-
unnar var kominn í loftið um
klukkan sjö til að tryggja fjar-
skiptin við þyrlurnar.
Björgunaraðgerðir gengu
mjög vel. „Veður var mjög gott á
jöklinum en þetta svæði er kross-
sprungið og ekki hægt að nálgast
sprunguna með farartækjum sem
öruggt væri nema í 200 metra
fjarlægð, þannig að það þurfti að
stöðva björgunartæki 200 metra
frá slysstað og ganga með allan
búnaðinn og vinna allt á höndum
ofan í sprunguna,“ segir Kristján
Maack, sem stjórnaði aðgerðum
úr samræmingarstöðinni.
Þyrla af danska varðskipinu
Titron og tvær þyrlur Varnarliðs-
ins voru notaðar til björgunarað-
gerða þar sem þyrlur Landhelgis-
gæslunnar voru ýmist bilaðar eða
í 3.000 tíma skoðun. Georg Kr.
Lárusson, forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, segir það hafa komið í
góðar þarfir að hafa samstarfs-
samninga við Varnarliðið og Dani
en auðvitað þyrfti Landhelgis-
gæslan eina til tvær þyrlur í við-
bót og þá ekki síst ef Íslendingar
ætti að taka við þyrlusveitinni á
Keflavíkurflugvelli. „En það er
spurning hvort við höfum efni á
því,“ segir hann.
Ferðafélagar mannanna
tveggja brugðust hárrétt við og
stóðu sig mjög vel meðan á björg-
unaraðgerðum stóð.
ghs@frettabladid.is
Lá í fósturstellingu í átta
stundir og beið björgunar
Tveir herir tóku þátt í björgunaraðgerðum á Hofsjökli á laugardaginn, sá bandaríski og sá danski, en ís-
lensku þyrlurnar voru óvirkar. Eina til tvær þyrlur þarf til viðbótar, að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar.
Svæðið var krosssprungið og erfitt um vik við björgun.
BJÖRGUNARAÐGERÐIR
Á HOFSJÖKLI
Rás atburða og áætluð tímasetning þeirra
15.14 > Tilkynning berst Neyðarlínunni
um að jeppi hafi fallið í sprungu á
Hofsjökli.
15.17 > Stjórnstöð Landhelgisgæslu
berast boð um að jeppi hafi farið niður
um sprungu í Hofsjökli.
15.30 > Björgunarmenn úr Eyjafirði,
Skagafirði, Húnavatnssýslu, Árnes- og
Rangárvallasýslum og Reykjavík boðaðir.
16.00 > Þyrla danska varðskipsins
Titron tilbúin til flugtaks með þrjá
björgunarmenn. Leitar að staðnum í
klukkutíma.
17.05 > Þyrla Varnarliðsins fer í loftið.
17.50 > Þyrla Tritons finnur slysstaðinn.
Þyrla Tritons og þyrla Varnarliðsins lenda
á slysstað um 18.
18.10 > Björgunarmenn komnir ofan í
sprunguna.
19.39 > Flugvél Landhelgisgæslunnar,
Sýn, fer í loftið til að vera endurvarpi
fyrir fjarskipti milli björgunaraðila á
slysstað.
24.00 > Flogið með sjúklinginn til
Reykjavíkur.
01.00 > Lent með sjúklinginn við Land-
spítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi.
HOFSJÖKULL
VIÐ BJÖRGUNARAÐGERÐIR Á HOFSJÖKLI Björgunarmenn urðu að ganga 200 metra frá
farartækjum að sprungunni og bera búnað sinn þangað. Þeir urðu síðan að vinna allar
björgunaraðgerðir með höndunum. Sprungan var þriggja til fjögurra metra breið þar sem
hún var breiðust. MYND/ÓMAR RAGNARSSON
HERÞYRLUR AÐSTOÐA Þyrlur frá danska og
bandaríska hernum aðstoðuðu við björg-
unarstörfin en þyrlur Landhelgisgæslunnar
voru í skoðun og bilaðar.
MYND/ÓMAR RAGNARSSON