Fréttablaðið - 27.02.2006, Side 8
8 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR
BANDARÍKIN, AP Eigandi líftækni-
fyrirtækis í New Jersey hefur
ásamt útfararstjóra í New York
og tveimur öðrum mönnum verið
ákærður fyrir að stela líffærum
og selja þau ólöglega. Mennirnir,
sem allir hafa lýst sig saklausa,
eru ákærðir fyrir hundrað brot á
lögum sem banna ólögleg við-
skipti með líffæri.
Eigandi líftæknifyrirtækisins
heitir Michael Mastromarino og
er skurðlæknir. Hann er talinn
höfuðpaurinn í málinu en helsti
samstarfsmaður hans var útfar-
arstjórinn Joseph Nicelli, sem
rekur útfararstofu í Brooklyn-
hverfi í New York. Þeir félagar
greiddu öðrum útfararstjórum
sjötíu þúsund krónur fyrir lík.
Síðan skar Mastromarino líkin
upp og tók úr þeim bein, hjarta-
lokur og önnur líffæri og líkams-
vefi.
Mastromarino falsaði meðal
annars gögn sem þurfa að vera
fyrir hendi til að líffæragjafi geti
talist lögmætur sem slíkur. Einnig
falsaði hann gögn um aldur og
dánarorsök líffæragjafans. Talið
er víst að í nokkrum tilvikum hafi
hann skrifað á þar til gerð skjöl að
viðkomandi líffæragjafi, sem lést
úr krabbameini, hafi látist vegna
hjartaáfalls. Þegar Mastromarino
var búinn að falsa öll gögn seldi
hann líffærin síðan til líffæra-
banka sem keyptu þau í góðri trú.
Matvæla- og
lyfjaeftirlit
Bandaríkjanna
hefur lokað fyrir-
tæki Mastromari-
no og beðið fimm
líffærabanka sem
vitað er að áttu í
viðskiptum við
hann að afhenda
öll líffæri sem
þeir fengu frá
honum. Eftirlitsstofnunin hefur
óskað eftir því að allir
líffæraþegar sem hafi fengið líf-
færi frá fyrirtæki Mastromarin-
os verði prófaðir fyrir HIV-, lifr-
arbólgu- og sárasóttarsmiti.
Þegar hafa nokkrir líffæraþegar
höfðað mál.
Ekki er vitað hversu margir
fengu líffæri frá fyrirtæki Mastr-
omarinos en þegar hafa nokkrir
þeirra höfðað mál á hendur því.
Jeffrey Lisabet, lögmaður eins
líffæraþegans, segir málið vera
bæði ótrúlegt og viðbjóðslegt.
Skjólstæðingur hennar óttist
verulega um heilsu sína.
trausti@frettabladid.is
Keypti lík og seldi
líffærin úr þeim
Allsérstakt dómsmál er í uppsiglingu í New York. Fjórir menn hafa verið ákærð-
ir fyrir ólögleg viðskipti með líffæri. Skurðlæknir og útfararstjóri keyptu lík á
sjötíu þúsund krónur. Líffærin voru seld til líffærabanka.
MICHAEL
MASTROMARINO
TILKYNNT UM ÁKÆRURNAR Josh Hanshaft aðstoðarríkissaksóknari tilkynnir á blaðamanna-
fyndi í New York að fjórir menn hafi verið ákærðir fyrir að stela líffærum. Á röntgenmynd-
inni má sjá pípur sem Mastromarino setti í lík eftir að hann var búinn að fjarlægja úr því
bein. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEISTU SVARIÐ
1 Hvar vill Yoko Ono reisa friðarsúlu?
2 Hvað heitir fráfarandi skólameistari Menntaskólans á Ísafirði?
3 Hverjir eru bikarmeistarar í handknattleik kvenna?
SVÖR Á BLS. 34
FATLAÐIR Blindrafélagið og Hafn-
arfjarðarbær hafa gert með sér
samning um ferðaþjónustu blindra
í Hafnarfirði.
Samningurinn var undirritaður
af Lúðvík Geirssyni bæjarstjóra
og Halldóri S. Guðbergssyni, for-
manni Blindrafélagsins. Samkomu-
lagið tryggir lögblindum í Hafnar-
firði fjörutíu ferðir á mánuði með
leigubílum á milli staða á höfuð-
borgarsvæðinu á sama verði og
kostar að ferðast með strætó. - shá
Nýr samningur undirritaður:
Þjónusta við
blinda bætt
UMFERÐARÖRYGGI Vorið 2005 sam-
þykkti Alþingi þingsályktun um
sérstaka umferðaröryggisáætlun
fyrir árin 2005-2008. Markmiðið
var að reyna að fækka banaslys-
um og fjölda alvarlega slasaðra í
umferðinni. Hluti þessarar
öryggisáætlunar var samningur á
milli Umferðarstofu og Ríkislög-
reglustjóra um sérstakt umferðar-
eftirlit á þjóðvegum landsins en
tvö af hverjum þremur banaslys-
um í umferðinni á Íslandi verða
þar og yfirleitt er hraðakstri um
að kenna. Niðurstöður þessa átaks
fyrir árið 2005 voru kynntar í gær
og tölur frá Umferðarstofu sýna
að á því tímabili sem eftirlitið var
aukið urðu töluvert færri slys
borið saman við fimm ár þar á
undan. Samningur fyrir árið 2006
var undirritaður og verður heild-
arkostnaður um 87 milljónir króna.
Hvert banaslys í umferðinni kost-
ar samfélagið sjötíu milljónir
króna að meðaltali og slys þar sem
einhver slasast alvarlega tuttugu
milljónir að meðaltali.
Megináherslur lögreglunnar í
fyrra voru eftirlit með hraðakstri,
bílbeltanotkun og ölvunarakstri.
Svo verður einnig nú. Keyptar
verða myndavélar sem notaðar
verða við eftirlit með hraðakstri og
gerðir verða út sérstakir bílar til
eftirlits með ölvunarakstri. - shá
Nýr umferðaröryggissamningur undirritaður:
Aukið eftirlit fækkar slysum
FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra Haraldur
Johannessen ríkislögreglustjóri og Ragn-
hildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEL VAR MÆTT Bæði blindir og þeirra
þörfustu þjónar verða á faraldsfæti á
næstunni.
MENNTUN Stóriðjuskólinn, sem
rekin er í álveri Alcan í Straums-
vík fyrir starfsmenn þar, mun í
dag útskrifa ellefu nemendur í
framhaldsnámi
skólans.
„Ég er mjög
þakklát fyrir að
fá tækifæri til
að mennta mig
að kostnaðar-
lausu á meðan
ég er að vinna,“
segir Anna Jóna
Ármannsdóttir
en hún er eina konan í þessum ell-
efu manna hópi.
Stóriðjuskólinn býður einnig
upp á grunnnám og hafa 160
starfsmenn lokið slíku námi.
Einnig hefur Alcan á Íslandi
hleypt af stokkunum verkefni
undir yfirskriftinni Stærðfræði-
snillingarnir. Ellefu þúsund
krakkar sem fæddir eru á árun-
um 1997 til 1999 geta tekið þátt í
verkefninu með því að leysa
stærðfræðiþrautir sem finna má á
heimasíðu fyrirtækisins. - jse
Stóriðjuskóli í Straumsvík:
Alcan útskrifar
nemendur
ANNA JÓNA
ÁRMANNSDÓTTIR
STÓRIÐJUNEMI
PEKING, AP Í þessari viku mæta Xu
Shuangfu og 16 aðrir leiðtogar kristi-
legs trúfélags í Kína fyrir dómstól
þar í landi. Þeir eru sakaðir um að
hafa átt þátt í dauða tuttugu leiðtoga
annars kristilegs trúfélags í Kína.
Áður hafa borist fréttir af ofbeldi
milli kristilegra trúfélaga í Kína, en
ekkert þeirra nýtur þar opinberrar
viðurkenningar.
Fréttir hafa borist af því að hinir
handteknu leiðtogar hafi verið pynt-
aðir við yfirheyrslur.
Xu Shuangfu, hinn ákærði trúar-
leiðtogi, hefur áður setið í fangels-
um og vinnubúðum samtals í tíu ár
frá því árið 1976, sakaður um „ólög-
legt trúboð“. - gb
Trúarleiðtogar í Kína:
Sakaðir um
tuttugu morð
Endurkjörinn Yoweri Musaveni var
um helgina endurkjörinn forseti Úganda
í þriðja sinn eftir að tölur úr kosningum
sýndu að hann hefði hlotið 59 prósent
greiddra atkvæða.
ÚGANDA
Ungmenni sluppu vel Bíll valt rétt
fyrir utan Dalvík á laugardagsnótt eftir
að ökumaður hafði misst stjórn á bif-
reiðinni. Fjögur ungmenni voru í bílnum
og að sögn lögreglu á Dalvík sluppu þau
öll mjög vel og án meiðsla. Talið er að
belti hafi komið í veg fyrir meiriháttar
meiðsli. Bíllinn er töluvert skemmdur.
LÖGREGLUFRÉTT
Hundur til aðstoðar Fyrirtækið
Relay Recruitment í Bradford á Englandi
hefur komið með heldur frumlega lausn
til að hjálpa starfsfólki sínu við að hætta
að reykja. Eiga þeir starfsmenn sem
ætla út að reykja að viðra hund, sem
fyrirtækið hefur ráðið til sín, í staðinn.
Vonast fyrirtækið til þess að þetta verði
einnig til þess að draga úr streitu starfs-
fólksins en breska blaðið Daily Mirror
greindi frá.
REYKINGAR