Fréttablaðið - 27.02.2006, Side 63

Fréttablaðið - 27.02.2006, Side 63
MÁNUDAGUR 27. febrúar 2006 ? Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda! STÓRI BÓKAMARKAÐURINN Perlunni og Akureyri 23. feb. - 5. mars OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 2.290,- 799,- Algjört frelsi 2.290,- 990,- Leynigöngin 3.490,- 1.490,- Náunginn í næstu gröf 4.480,- 999,- Krónprinsessan 4.280,- 999,- Blikktromman Hvaða bók langar þig í? Nú um stundir þykir það mikil kurteisi á Íslandi að hafa gríðar- legan áhuga á íslensku máli. Hafa margir látið ljós sitt skína vegna þessa. Margir hafa kvatt sér hljóðs og lýst þungum áhyggjum af tungu okkar. Flestir þeirra hvetja jafnframt ákaft til ein- hvers konar sóknar eða að minnsta kosti traustrar varnar. Svo sem orðalagið bendir til er um orustu að ræða. Gallinn er sá að enginn virðist vita hvar víg- völlurinn er, hvaða vopnum skuli beitt - og raunar hverjir eiga að vegast á og af hverju. Um miðja síðustu öld orti snill- ingurinn Snorri Hjartarson sonnettuna Land þjóð og tunga og hefst hún svo: „Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein / ...“ Það vekur athygli að Snorri kallar þessa þrjá þætti þrenningu, gerir þá heilaga eins og þá þrenningu sem við þekkjum best, föðurinn, soninn og heilagan anda. Og eng- inn vafi leikur á því í ljóðinu að þessir þættir eru jafnheilagir, enginn öðrum fremri; Snorri tekur ekki tunguna út og mærir hana sérstaklega. Ekki er nú úr vegi, rúmlega hálfri öld eftir að Snorri kvað ljóð sitt, að kanna hvernig málin standa með þessa heilögu þrenningu. Fyrir nokkrum árum var hald- in í Listasafni Íslands yfirlitssýn- ig á málverkum þeim sem litu dagsins ljós á f.hl. 20. aldar, allt fram til ársins 1944 er sjálfstætt Ísland varð til, flestum til nokk- urrar gleði, um sinn. Augljóst var öllum hvað stóð listamönnunum, sem verkin máluðu, hjarta næst; það var landið, fegurð þess og tign, ekki síst á þeim stöðum þar sem saga landsins hafði náð ein- hvers konar hámarki á umliðnum öldum. Sýningargestir stóðu agn- dofa, slík var dýrðin. Það var eins og stæði skýrum stöfum ritað yfir allri þessari sýningu: Slíkt land á sannarlega skilið að verða frjálst. Öllum var ljóst að þetta land var heilagt, fram til 1944. Nú spyrjum við: Er landið okkar nú heilagt? Nei, ekki aldeil- is. Og það fór furðu snemma að bera á því. Nú er svo komið að stór hluti þjóðarinnar fagnar stjórnlaust er hver skrautfjöður landsins á fætur annarri er seld fyrir smáaura, virkjanafram- kvæmdir skilja eftir slík sár á landinu að aldrei verða grædd, og fáum svíður er heilu og hálfu fjöllin eru nýtt sem undirstaða undir vegi fyrir glæsilega bíla- eign landsmanna. Okkur er alveg sama um landið. Samt eigum við að tala undursamlega fallegt mál. Hvað þá með þjóðina? Sýnum við ekki hvert öðru þann kærleika í orði og verki sem við höfum öll lært að svo brýnt sé í mannlegu samfélagi? Nei, það gerum við ekki. Samband okkar mannanna barna á Íslandi er með þeim hætti að einhver fyrir ofan okkur hlýt- ur að vera farinn að velta fyrir sér hvort vert sé að setja aðra eins tegund á vetur. Fólk, sem níðist á öldruðum, öryrkjum og börnum, og þar að auki á nýbúum og erlendu verkafólki, eins og dæmin sanna, telst varla merki- leg þjóð, hvað þá heilög. Samt á hún að tala frábærlega fagurt tungumál. Vandinn er augljós. Hví skyldi fólk, sem er hjartanlega sama um land sitt og auk þess um hvert annað, hafa löngun til að tala dýr- legt tungumál? Auðvitað enga löngun! Það liggur í augum uppi. Ef við víkjum að hinni þrenn- ingunni, föðurnum, syninum og heilögum anda, til samanburðar. Við getum velt því fyrir okkur hvort fólk geti elskað guð en hatað jafnframt son hana og auk þess heilagan anda, eða elskað soninn en fyrirlitið föðurinn og heilagan anda. Það er ekki hægt. Með sama hætti er öldungis ómögulegt að ímynda sér að unnt sé að elska tunguna og gera allt til að varð- veita hana og fegra - en vanvirða landið og fyrirlíta þjóðina. Þessir þrír þættir, landið, þjóð- in og tungan verða ekki að skilin. Við verðum að sýna landinu ást okkar og virðingu í verki, við verðum að sýna hvert öðru þann kærleika sem gerir okkur kleift að kalla okkur samfélag. Jafn- framt þessu getum við farið að standa vörð um okkar dýru tungu, ekki fyrr. Höfundur er dósent í íslensku við Kennaraháskóla Íslands. Land, þjóð og tunga UMRÆÐAN LAND, ÞJÓÐ OG TUNGA ÞÓRÐUR HELGASON Hví skyldi fólk, sem er hjart- anlega sama um land sitt og auk þess um hvert annað, hafa löngun til að tala dýrlegt tungumál?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.