Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 67
MÁNUDAGUR 27. febrúar 2006
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������������������������������������
������������������� ������������ ���������������
����������������� �������������������������������� �������������
����������������� ������������������������������� �����������������������
������������ �������������� �� �����������
�����������������������
������������������������������������������������ ����������������������������
��������������������������������� ���������� ��������������������
Fös. 3. mars. kl. 20 örfá sæti laus
Fös. 10. mars. kl. 20
Lau. 18. mars. kl. 20
SÝNINGUM LÝKUR Í MARS!
Ef
eftir Valgeir Skagfjörð/
Einar Má Guðmundsson
Þri. 28. feb. kl. 09.00 UPPSELT
Mán. 6 mars. kl.09.00 UPPSELT
Þri. 7. mars. kl.09.00 UPPSELT
Mið. 8.Mars. kl.09.00 UPPSELT
www.performer.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
„Ég hef verið að fást við konur og
kvenverur undanfarin tuttugu ár,“
segir Magdalena Margrét Kjart-
ansdóttir, sem opnaði sýningu á
verkum sínum á föstudagskvöld-
ið. Sýningin var opnuð í Grafíksafni
Íslands, sal Íslenskrar grafíkur í
Hafnarhúsinu.
Sýningunni fylgir langur listi
af orðum sem til eru í íslensku
máli um konur og kvenpersónur
af ýmsu tagi.
„Þetta er dálítið skemmtilegur
listi,“ segir Magdalena. „Þarna
eru bæði falleg orð og ofsalega
ljót.“
Meyjar, stúlkur, stelpur og yng-
ismeyjar eru í fallegri kantinum,
en meðal þeirra ljótari má nefna
tæfur, forynjur, skækjur og kven-
sviftar. Þarna má einnig sjá pissu-
dúkkur og prinsipissur, hækjur og
langbrækur, fjallkonur, mömmur
og konur. Og er þá langt í frá allt
saman upptalið því alls eru kven-
heitin vel á annað hundrað.
„Ég settist bara niður við tölv-
una og hugsaði,“ segir Magdalena
þegar hún er spurð hvernig hún
hafi safnað orðum í þennan langa
lista. Fyrirmyndir að svona lista
er meðal annars að sækja í Snorra-
Eddu, sem Magdalena mynd-
skreytti reyndar á sínum tíma.
Myndirnar á sýningunni eru
allar grafíkverk sem sérstaklega
eru unnin fyrir sal Íslenskrar
grafíkur í tilefni Vetrarhátíðar-
innar, sem lauk í gær.
„Þetta eru allt saman stórar
myndir og eiginlega allar í hvítum
lit,“ segir Magdalena.
Sýningin verður opin áfram um
næstu helgi, en hún stendur aðeins
til 5. mars og er aðeins opin föstu-
daga, laugardaga og sunnudaga.
Magdalena Margrét er lista-
maður ársins 2006 hjá Grafíkfélagi
Íslands. Grafíkvinafélagið gefur
út eina mynd á hverju ári og í ár
varð mynd eftir Magdalenu fyrir
valinu.
Grafíksafn Íslands er til húsa
hafnarmegin í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu. ■
Konur og aðrar kvenverur
Á föstudaginn var opnaði Lilja
Bragadóttir sína fyrstu einkasýn-
ingu í versluninni Gullkúnst Helgu
að Laugavegi 13.
Lilja hefur komið víða við á lífs-
leiðinni, rak meðal annars blóma-
búð í Garðabænum í þrjú ár. Fyrir
nokkrum árum lét Lilja svo verða
af því að láta gamlan draum ræt-
ast og hélt til Danmerkur í mynd-
listarnám.
„Annars hef ég verið viðloðandi
málun alla mína tíð, meðal annars
sótt ýmis námskeið hérna heima.“
Á sýningunni í Gullkúnst Helgu
sýnir Lilja bæði akrýlmálverk og
olíumálverk.
„Það má segja að þetta sé yfir-
litssýning á því sem ég hef verið
að gera undanfarin ár. Ég hef
málað mikið fígúratívt en er að
fara út í meira abstrakt myndir.
Kannski svipað og Danir eru með.
Þeir eru mikið með abstraktmynd-
ir og mér finnst það mjög spenn-
andi sem þeir eru að gera.“
Fátt verður um svör þegar hún
er spurð hvað hafi dregið hana að
myndlistinni.
„Ég veit það nú ekki, en ég er
mikill fagurkeri. Mér finnst gaman
að öllu sem hefur fagurfræðilegt
gildi.“
Hún segir áhugann alltaf hafa
verið fyrir hendi, allar götur frá
því hún var krakki og fylgdist með
móður sinni læra teikningu hjá
Hring Jóhannessyni.
„Ég fór stundum með henni í
tíma og sat þá og fylgdist með.
Stundum sat ég fyrir hjá henni sem
barn. Svo sat ég líka löngum stund-
um úti í náttúrunni og gerði mynd-
ir sjálf þegar ég var yngri.“ ■
Lét ung heillast af
myndlistinni
LILJA BRAGADÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR Sýnir olíumálverk og akrýlverk í Gullkúnst Helgu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MAGÐALENA MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR Um síðustu helgi opnaði hún sýningu í Grafík-
safni Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þjóðminjasafnið hefur verið valið
í undanúrslit til samkeppni um
safn Evrópu 2006.
Í janúar á síðasta ári tilnefndi
íslenska Safnaráðið Þjóðminja-
safn Íslands til þátttöku í sam-
keppni Evrópuráðs safna um Safn
Evrópu árið 2006. Í framhaldi af
tilnefningunni heimsóttu fulltrúar
Evrópuráðsins safnið og gerðu
úttekt á því í september síðast-
liðnum.
Skilyrði tilnefningar og þátt-
töku safns í samkeppninni er að
safnið hafi lokið umfangsmikl-
um breytingum eða endurskipu-
lagningu á einhverjum þætti
starfseminnar á síðastliðnum
tveimur árum, eða að safnið sé
nýtt, stofnað á síðastliðnum
tveimur árum.
Úrslit samkeppninnar verða
tilkynnt í maí á aðalfundi EMF í
Lissabon í Portúgal.
Síldarminjasafnið á Siglufirði
var fyrst íslenskra safna tilnefnt
til samkeppninnar árið 2004 og
hlaut safnið Micheletti-verðlaunin
það ár. ■
Komið í
fremstu röð
Á ÞJÓÐMINJASAFNINU Breytingarnar á
Þjóðminjasafninu mælast vel fyrir í alþjóð-
legum safnaheimi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA