Fréttablaðið - 20.03.2006, Page 23

Fréttablaðið - 20.03.2006, Page 23
MÁNUDAGUR 20. mars 2006 5 Samsung hefur sett á markað nýtt 82 tommu LCD-sjónvarp. Myndflöturinn er 1,87x2,20 m. Sjónvarpið, sem hlaðið er tækni- nýjungum, var sýnt í fyrsta sinn á CeBIT-tæknisýningunni í Hann- over í vikunni. Helstu framfarirn- ar felast í svokölluðum LED- bakljósum. Þau stjórna birtumagni en hægt er að slökkva alveg á þeim, öfugt við hefðbundna lampa sem aðeins er hægt að deyfa. Þetta gefur miklu meiri andstæður, en þær hafa lengi verið vandamál í LCD-sjónvörpum. Kostirnir við LED eru fleiri. Meðal annars hitna þeir minna en venjulegir lampar en það tryggir betri endingu og bjarta mynd í lengri tíma. Það verður að teljast hæpið að mikið verði framleitt af sjónvarp- inu samkvæmt T3 tækniblaðinu. Ef marka má heimildamann þess- er sjónvarpið einungis auglýs- ingabrella, eins konar flaggskip til að vekja athygli á nýrri tækni. Þess er þó án efa ekki langt að bíða að þessi nýja tækni verði fáanleg í viðráðanlegri stærð á lægra verði. Til gamans má geta þess að sjónvarpið er ekki stærsta flat- skjársjónvarpið sem framleitt hefur verið. Þar er LG fremst í flokki með 102 tommu plasma- sjónvarp sitt. Nýtt risa- sjónvarp Samsung 82 tommu LCD-sjónvarp. Reykjavíkurborg veitir styrki vegna endurbóta á hljóðvist vegna umferðarhávaða. Miðað er við að ef hávaði frá bílaumferð fari yfir 65 db utan við húsvegg íbúðarhúsnæðis geti eigendur sótt um styrk hjá borginni. Styrkurinn er þá ætlaður til að lagfæra glugga í íbúðum á þeim hlíðum sem snúa að umferðargöt- unni. Algengar styrkuphæðir eru frá 100 þúsund til 400 þúsund krónur. Styrkir eru skattskyldir en kostnaður við vinnu og efni er frádráttarbær. Á vefnum www.rut.rvk.is má nálgast kort yfir hljóðstig sem sýnir hvaða hús eru styrkhæf samkvæmt umferðatalningu. Skrifstofa Borgarverkfræðings, Skúla- túni 2, sér um afgreiðslu og móttöku umsókna fyrir styrkjum. Upplýsingar fengnar af www.rut. rvk.is. Hvar... Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu var 299,1 stig í febrúar 2006, miðað við 100 stig í janúar 1994. Vísitalan hefur hækkað um 2,0 prósent frá fyrra mánuði og 21,7 prósent síðustu tólf mánuði. Vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjöl- býli eða sérbýli. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteigna- verðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fasteignamat ríkisins áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísital- an er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. - af www.fmr.is Vísitala íbúðaverðs Hækkar enn. Enn hækkar vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á vef OR má finna upplýsingar um margt sem viðkemur vatns- og rafmagnsnotkun heimilanna. Meðal annars er þar að finna leið- beiningar um rafmagnsútihitun og upplýsingar um heita potta, þar sem lesa má um muninn á hita- veitu- og rafmagnskyntum pott- um, rekstrarkostnað á pottum og fleira því tengt. Þeir sem eru að spá í að fá sér heitan pott í garðinn eða við bústaðinn ættu að byrja á því að kíkja á www.or.is. Allt um potta Upplýsingar um heita potta auðvelda valið. Það er ljúft að slaka á í heitum potti eftir erfiðan dag. En hvor hentar þér betur, rafmagns- eða hitaveitukyntur pottur? ������������ ���������� ��� � �������������� ������� ���������� ����

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.