Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 20
 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR20 og fólk ? Vissir þú...að gæðingurinn Hrafn frá Holts- múla eignaðist 1.180 skráð afkvæmi? Hæst dæmda afkvæmi hans er Forseti frá Vorsabæ með 8.58 í aðaleinkunn. Heimild: www.worldfengur.com Íslenski hesturinn er not- aður við náttúruvernd á friðuðu landi í Danmörku. Í tilraun sem stendur nú yfir er athugað hvort hesturinn geti hjálpað náttúrunni að viðhalda séreinkennum sínum jafnframt því sem athugað er hvort hesturinn geti lifað af landinu. Við Mols Bjerge í Danmörku eru um þrjátíu íslenskir hestar í haga á um það bil 50 hektara landsvæði. Þar eru stóðhestar, hryssur, geldingar og ungviði á aldrinum sex mánaða upp í þriggja og hálfs árs. Náttúran í Mols Bjerge þykir að mörgu leyti sérstök og er landið því friðað. Þar er blómstrandi lyng, stórir og miklir einiberjarunn- ar, brómberjarunnar og mörg mismunandi skógarsvæði. Eitt vandamál steðjar þó að landinu því ljóst þykir að ef náttúran væri látin alveg í friði myndi landslagið gerbreytast og allt fara undir skóg. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar á svæðinu, meðal annars með því að beita kindum og kúm á það. Þó hefur þótt betri hug- mynd að beita hestum, þar sem til er mikill fjöldi af þeim í Dan- mörku eða 174 þúsund. Í desember árið 2004 fengu þrír Danir, þau Carl Oskar Paulrud búfræðingur, Gudrun Frandsen dýralæknir og Eric Clausen ráðunautur, leyfi og styrk frá Landbúnaðarráðu- neyti Danmerkur fyrir tilrauna- verkefni með íslenska hestinn í Mols Bjerge. Verkefnið snýst bæði um það að fylgjast með hvernig hesturinn þrífst á land- inu og hvernig náttúran bregst við veru þeirra þar. Frá þessu segir í grein eftir Kari Baklund, ritstjóra tímaritsins Toelt í Dan- mörku. Stór svæði á hinu friðaða landi eru þakin lyngi. Ein af for- sendum þess að lyngið blómstri ár eftir ár er að þurra lyngið frá árinu áður sé eyðilagt. Sums staðar er það gert með því að brenna það eða slá með tækjum. Í hæðóttu landslaginu í Mols Bjerge verður því hins vegar ekki við komið. Þar koma hest- arnir að góðum notum. Þeir róta upp lynginu með hófunum og narta í svörðinn. Hestar borða ekki nálar eini- berjarunnans því þær eru bitr- ar á bragðið. Hins vegar þurfa einiberin hjálp til að sá sér. Á veturna þegar lítið er um safa- ríkt gras neyðast hestarnir til að gæða sér á lyngi og einiberjum sem þeir annars myndu fúlsa við. Þetta er gott fyrir þau svæði sem á þurfa að halda. Vel er fylgst með hestunum sem taka þátt í tilrauninni. Þeir eru mældir með stang- og band- máli nokkrum sinnum á ári til að fylgjast með vexti þeirra. Á þeim tíma sem tilraunin hefur staðið yfir hefur komið í ljós að vöxtur ungviðis á Mols Bjerge samsvarar vexti unghesta sem ganga úti á Íslandi og þykir það jákvæð niðurstaða. Tilraunin stendur til ársins 2007 og verður fróðlegt að fylgj- ast með hverjar lokaniðurstöður hennar verða og hvort íslenski hesturinn henti í raun vel til náttúruverndar í Danmörku. solveig@frettabladid.is Hesturinn við náttúruvernd Í DÖNSKUM HAGA Íslenski hesturinn er vinsæll í Danmörku og er ekki annað að sjá en að þessi hestur uni sér ljómandi vel í haganum í skógarjaðri. FRÉTTABLAÐIÐ/MATILDE BÖGHE „Þetta var rosagaman,“ segir Sigrún Sigurðar- dóttir, reiðkennari með meiru, og það er létt í henni hljóðið. Ekki er það nema von eftir gott gengi í forkeppninni á Ístölti 2006 á laugar- dagskvöld, þar sem Sigrún reið sig með léttum leik inn í aðalkeppnina á gæðingshryssunni sinni Hörpu frá Eystri-Hól í Landeyjum. „Ég keypti hana í nóvember og var svo lánssöm að ég fékk hana hjá Þorvaldi Árna Þor- valdssyni, þannig að hún er rosalega vel tamin. Við erum að kynnast þessa dagana,“ segir Sigrún. „Það er gaman að taka við svona grip. Þetta er eins og lottóvinningur að detta niður á hana. Ég hef raunar alltaf haft meira gaman af hryssum en geldingum. Ég hugsa að ég hafi oftast keppt á hryssum í öðrum keppnum en kappreiðum.“ Sigrún var lengi vel þekkt á keppnisvellinum. Fyrir tæpum fjörutíu árum fór hún í sína fyrstu keppni, þá á hvítasunnukappreiðum Fáks. Þá keppti hún á Geysi frá Garðsauka í 300 metra stökki og vann. Síðustu átta árin hefur hún hins vegar verið að mestu fjarri góðu gamni, þar til nú, að hún sló til á Ístöltinu. „Maður fór náttúrlega með hálfum hug í keppn- ina núna þar sem um 10 manns börðust um 18 sæti. En svo var ekki annað en að duga eða drepast,“ segir Sigrún. „Ég ætlaði ekkert á keppnisvöllinn aftur. En svo kom þessi hryssa til sögunnar og síðan var farið að ögra manni, svo ég lét bara hvína.“ Hún kveðst mjög ánægð með þá þróun sem orðið hafi í hestamennsku á undanförnum árum. „Það er til ofboð af mjög góðum hrossum núna og mikið að gerast. Það er svo gaman að sjá hvað er að gerast, til dæmis á Hólum, og hve reiðmennska er að breytast á Íslandi. Þetta grófa, ljóta og tætingurinn í reiðmennskunni er að hverfa og prúð og fáguð atvinnu- reiðmennska að koma í staðinn. Öll þessi klassíska reiðmennska er að skila sér óskaplega skemmti- lega í okkar íslenska hest. Þetta er það sem maður vill sjá.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR REIÐKENNARI Tætingurinn í reiðmennsku er að hverfa LÆTUR EKKI KULDANN Á SIG FÁ Aldrei þessu vant urðu hestamenn að dúða sig áður en þeir stigu á bak í vikunni. Hlýindin sem leikið hafa við landsmenn og sérstaklega útreiðaglaða knapa hafa undan látið og kuldaboli klípur í kinnarnar. Þessi glaðlega hestakona í Kópavogi lét það lítið á sig fá og hélt galvösk af stað í reiðtúr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.