Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Vika Frá áramótum Actavis 3% 20% Alfesca 11% -3% Atorka Group -6% -3% Bakkavör 7% 4% Dagsbrún 4% 13% FL Group 8% 35% Flaga -5% -31% Glitnir 3% 10% KB banki 9% 23% Kögun 7% 13% Landsbankinn 9% 9% Marel 7% 13% Mosaic Fashions 2% -6% Straumur 5% 13% Össur 3% 2% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn G E N G I S Þ R Ó U N Óli Kristján Ármannsson skrifar Í nýju frumvarpi til laga um aðgerðir gegn pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem leggja á fyrir Alþingi á næstunni er gert ráð fyrir stór- aukinni upplýsingaskyldu þeirra sem taka við pen- ingum sem greiðslu, leiki vafi á persónuupplýs- ingum þess sem leggur fram peningana, eða ef uppi er „grunur“ um peningaþvætti eða tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Skal þá lögreglu gert við- vart og hún rannsaki málið. Verði frumvarpið að lögum er með því tekin upp og heimfærð tilskipun Evrópusambandsins um sömu mál. Samkvæmt frumvarpinu og Evróputilskipuninni er hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum, eða sem nemur 125 til 130 þúsund krónum, vegna sölu eða þjónustu skylt að kanna áreiðan- leika þess sem hann á viðskipti við. Þannig skal krefja viðkomandi um gild persónuskilríki eða ef um fyrirtæki er að ræða, vottorð úr fyrirtækjaskrá, og v a r ð - veita ljósrit af skjölunum í að minnsta kosti fimm ár frá því að við- s k i p t - u n u m lýkur. Meðal a n n - arra tilkynningaskyldra aðila sem samkvæmt frumvarpinu eiga að krefja viðskiptamenn sína um slíkar upplýsingar eru fjármálafyrirtæki, líftrygg- ingafélög og tryggingasjóðir, vátryggingamiðlarar, endurskoðendur og lögfræðingar. Nokkur umræða hefur verið í lögfræðingastétt hvernig fari saman upplýsingagjöf vegna grun- samlegra viðskipta og trúnaðarskylda þeirra við umbjóðendur sína. Samkvæmt frumvarpinu eru lögmenn hins vegar bara tilkynningaskyldir þegar þeir koma fram fyrir umbjóðendur sína í fjármála- eða fasteignaviðskiptum, eða þegar þeir aðstoða við framkvæmd eða skipulagningu kaupa eða sölu, eða sjá um umsýslu peninga fyrir þá. Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa séð sér fært að gefa fjármálaráðuneytinu álit sitt á frumvarpsdrögum sem það fékk sent vegna þess hve knappur tími var gefinn til þess. „En við tjáum okkur um frumvarpið þegar það fer fyrir þingið. Þá tekur laganefnd félagsins það til umfjöllunar.“ Ingimar segir frumvarpið í takt við hertar aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi ann- ars staðar í heiminum. Hann taldi varla að frumvarpið bryti í bága við trúnaðarskyldu lögmanna, enda yrði væntanlega að vera til staðar rök- studdur grunur um brot auk óvissu um uppruna peninga áður en til til- kynningaskyldu kæmi. „Svo er það nú þegar þannig sam- kvæmt siða- reglum lög- manna að þeir mega ekki vinna fyrir einhvern sem þeir vita ekki hver er.“ Grunur verður tilkynningaskyldur Í nýju lagafrumvarpi um peningaþvætti er hverjum sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum gert skylt að krefjast skilríkja og halda gögn um viðskiptin í fimm ár. Norræni fjárfestingarbankinn skilaði fjórtán milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem sam- svarar 165 milljónum evra. Dróst hagnaður saman um sjö milljónir evra frá árinu áður vegna lækk- unar á markaðsvirði hlutabréfa í eigu bankans. Útlánavöxtur varð hjá bankan- um um fjórtán prósent og jukust hreinar vaxtatekjur á milli ára. Eigendur bankans, Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú, munu fá greidda um 4,7 milljarða, eða 55 milljónir evra, í arð fyrir síðasta ár. Íslendingar eiga um 0,93 prósent hlutafjár og fá því um 43 milljónir króna í sinn hlut. Heildareignir Norræna fjár- festingarbankans námu 1.545 milljónum króna í árslok. - eþa Íslendingar fá 43 milljónir Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um að úthafs- karfakvótinn á yfirstandandi almanaksári verði 28,6 þúsund tonn. Þetta er 17 prósentum minna en á síðasta ári en kvótinn stóð í 55.000 tonnum í nokk- ur ár þar á undan. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að HB Grandi hafi mestra hagsmuna að gæta af veiðum á úthafskarfa af íslensku sjávarútvegsfélögunum en félagið á um 30,5 prósent af úthafskarfa- kvótanum. Ef næst að veiða kvót- ann í ár má áætla að aflaverðmæti úthafskarfa geti numið tveimur milljörðum króna. - jab Minni karfakvóti KARFI Kvótinn hefur minnkað mikið síðastliðin ár. Glitnir hefur fetað í fótspor KB banka og Landsbankans og sent frá sér frekari upplýsingar um fjármögnun og fjármögnunar- þörf bankans. Er því ætlað að varpa ljósi á stöðu Glitnis og leiðrétta misskilning sem gætt hefur í umræðu um fjármögnun bankanna. Í tilkynningunni segir að end- urfjármögnunarþörf bankans sé á bilinu 1,85-2,7 milljarðar evra. Dótturfyrirtæki bankans í Noregi sjái sjálf um fjármögnun sína að mestu í gegnum sterka inn- lánastöðu sína og norska hluta- bréfamarkaðinn. Lausafjárstaða Glitnis hefur batnað á árinu. Bankinn hefur aflað 1,4 millj- arða evra á alþjóðlegum markaði á síðastliðnu ári og endurfjár- mögnunarþörf þessa árs hefur þegar verið mætt. Jafnframt kemur fram að stærstur hluti eigna og skulda Glitnis sé í erlendum gjaldmiðl- um og allt mismræmi milli eigna og skulda sé meðhöndluð af ýtr- ustu varkárni. Gjaldmiðlaáhætta sé þar að auki takmörkuð þar sem mestur hluti af lánum bank- ans fari til erlendra viðskipta- vina hans með tekjur eða eignir í erlendri mynt. - hhs HÖFUÐSTÖÐVARNAR AÐ KIRKJU- SANDI Meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bankanum er að gjaldmiðla- áhætta bankans sé takmörkuð. Glitnir birtir róandi upplýsingar Framlag sjávarútvegs til lands- framleiðslu er mun meira en þjóðhagsreikningar gefa til kynna og er þýðing hans fyrir íslenskt hagkerfi vanmetið í opinberum gögnum. Þetta kemur fram í grein þeirra Ragnars Árnasonar, prófessors í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og Sveins Agnarssonar, fræðimanns við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, í nýjasta hefti Fjármálatíðinda, sem kom út á mánudag. Í greininni kemur fram að á fimmta áratug síðustu aldar hafi útflutningstekjur af sjávarútvegi numið 95 prósentum af útflutn- ingi landsmanna. Við lok aldar- innar hafi hluturinn verið kom- inn í 60 prósent en láti nærri að 10. hver landsmaður hafi unnið við sjávarútveg. Leiða þeir líkum að því í niðurstöðum sínum að sjávarútvegurinn sé ennþá grunn- atvinnuvegur á Íslandi. Er þeim ekki kunnugt um að sömu aðferð hafi verið beitt áður í þessu skyni við könnun á öðrum greinum og mæla til þess að henni sé beitt til að kanna hvort fleiri atvinnugreinar fylli flokk grunnatvinnuvega hér á landi. - jab Sjávarútvegurinn vanmetinn LANDAÐ ÚR SMÁBÁTI Framlag sjávarút- vegs til landsframleiðslu er talið vanmetið. Matsfyrirtækið Credit Sights hefur sent frá sér skýrslu byggða á gögnum sem KB banki og Landsbanki Íslands sendu frá sér til að sýna fram á góða lausafjárstöðu sína, að áhætta þeirra gagnvart íslensku efnahagslífi sé lítil og gjaldmiðlaáhætta takmörkuð. Segir fyrir- tækið fjármögnun helsta Akkilesarhæl íslensku bankanna og að tvær hætt- ur séu í stöðunni. Annars vegar hafi markaðurinn raskast svo rækilega að hann muni ekki vilja kaupa skuldabréf þeirra og hins vegar að kostnað- ur bankans af fjármögnun muni hækka. Í skýrslunni er tekið fram að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af lausafjár- stöðu bankanna. Það sem hins vegar sé hugsanlegt áhyggjuefni er að bank- arnir þurfi að fullvissa markaðinn um það. - hhs Lausafé ekki vandinn Credit Sights dregur í land en telur markað með skuldabréf bankanna hafa raskast að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.