Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 2
2 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR BRUNI Eldur varð laus á stiga- gangi í fjölbýlishúsi að Hverfis- götu 51 í fyrrinótt en íbúar í hús- inu náðu að slökkva eldinn áður en mikill skaði hlaust af. Lögregla og slökkvilið voru kölluð til og vann slökkvilið að því að tryggja öryggi á staðnum eftir að eldurinn hafði verið slökktur. Eldur logaði í svefnpoka, sæng og flík á ganginum og virtist sem þetta hafi allt verið skilið eftir logandi á gólfi gangsins. Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn málsins en talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða. - mh Grunur um íkveikju: Íbúar komu í veg fyrir tjón Innbrot í verslun Brotist var inn í verslun Samkaupa í Suðurveri og þaðan stolið smáræði af peningum. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins en innbrots- þjófarnir komust inn í verslunina með því að spenna upp hurð bakdyramegin. LÖGREGLUFRÉTT Lóðaumsóknir Alls bárust 412 umsóknir, frá 43 umsækjendum, um 24 nýjar byggingarlóðir á Reyðarfirði. Bæjar- ráð Fjarðabyggðar úthlutaði lóðunum á mánudag og var dregið á milli um- sækjenda. Verktakar og lögaðilar fengu úthlutað þremur lóðanna en aðrar lóðir féllu einstaklingum í skaut. FJARÐABYGGÐ SKIPULAGSMÁL Framkvæmdir á vegum Hótel Plaza við Vesturgötu 3, eða Hlaðvarpann eins og húsið er jafnan kallað, hafa verið stöðv- aðar samkvæmt tilmælum frá Magnúsi Sævari Svavarssyni, byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar. Þetta var staðfest á fundi Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 15. mars síðastliðinn. Fréttablaðið vakti athygli á málinu fyrr í þessum mánuði en íbúar í Grjótaþorpi eru mjög óánægðir með framkvæmdirnar í heild sinni. Samkvæmt mælingu húsasmíðameistara sem vann á vegum íbúanna var hækkun á þak- brún Hlaðvarpans mun meiri en byggingarleyfið hljóðar upp á. „Bull,“ sagði Pétur Þór Sigurðs- son, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda Hótel Plaza í Reykjavík, þann 6. mars síðastliðinn þegar Fréttablaðið spurði hann um málið. Í bréfi byggingarfulltrúa, sem lagt var fram 10. mars síðastlið- inn, kemur fram að vegna athuga- semda nágranna við efstu hæðar- punkta rishæð- ar á eldri hluta hússins hafi hann persónu- lega gert bráða- birgðamæling- ar þann 6. mars síðastliðinn: „...kom í ljós að vegghæð á portvegg er önnur en til- greint er í deiliskipulagi eða u.þ.b. 98 cm í stað 75 cm. Miðað við að þakhalli sé óbreyttur er mænishæð þá einnig meiri eða sem nemur 23 cm. Einnig mældist salarhæð á 2. hæð 270 cm í stað 265 cm.“ Vegna þessarar niður- stöðu er þess krafist af bygging- arfulltrúa að allar hæðir í húsinu verði mældar sérstaklega. Eftir að mælingum er lokið skal gefa skriflegar skýringar á öllum frá- vikum sem fram kunna að koma og allar frekari framkvæmdir, við og í rishæðinni, skulu stöðvaðar uns niðurstaða er fengin í málinu. Helga B. Laxdal, lögfræðingur hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, segir að ef satt reynist telji hún að um mikla hækkun sé að ræða en það geti verið háð ýmsu. Hún segir að það fari eftir eðli málsins hvað gerist í framhaldinu. Ef um er að ræða minni háttar tækniatriði þá sé byggingarleyfishafa gefinn kost- ur á að lagfæra og skila inn rétt- um uppdráttum. „En ef hann hefur farið út fyrir heimildir á deili- skipulagi þá verður hann annað- hvort að bera það undir skipulags- fulltrúa að breyta því eða einfaldlega að koma byggingunni í það horf að það falli að deili- skipulaginu.“ svavar@frettabladid.is Hlaðvarpinn reynist hærri en leyfilegt er Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur stöðvað framkvæmdir við Hlaðvarpann. Mælingar hans staðfestu að húsið er hærra en leyfi eru til eins og íbúar í Grjótaþorpi hafa fullyrt. Mögulega þarf að rífa þak hússins til að lækka það. ÞRÁINN BERTELSSON RITHÖFUNDUR Einn þeirra sem vöktu athygli á því að breytingar á Hlað- varpanum væru ekki samkvæmt leyfum. HLAÐVARPINN Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur stöðvað breytingar á Hlaðvarpanum eftir að í ljós kom að hann var hækkaður meira en leyfi voru fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SPURNING DAGSINS Gunnar, ertu alveg í messi? Nei, þvert á móti er ég fullur auðmýktar og þakklætis fyrir að fá að vera lifandi á þessum dýrðardegi. Gunnar Þórðarson tónskáld var að leggja lokahönd á nýjasta tónverk sitt sem heitir Brynjólfsmessa. SAKAMÁL Rannsóknin á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Sal- inas Jovel sem myrt voru í El Sal- vador í síðasta mánuði stend- ur enn yfir. Að sögn Tobar Brieto, aðstoð- aryfirmanns rannsóknar- lögreglunnar í San Salvador, er það rangt sem heyrst hefur í fjöl- miðlum hér á landi að Jón Þór hafi verið pyntaður áður en hann var tekinn af lífi. Hann segir rannsóknina vel á veg komna en mikill ótti ríkir hjá fólki við að bera vitni í málum sem þessum. Hann gefur lítið fyrir þá rannsókn sem fyrirtæki í eigu móður Brendu gerir á þessu sakamáli. - jse Lögreglan í El Salvador: Jón Þór var ekki pyntaður VARNARMÁL Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra segir að Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, hafi á fundi í París í gær á marga lund tekið undir sjón- armið Íslendinga varðandi þá stöðu sem upp er komin í vörnum Íslands eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu brottför varnarliðsins í haust. „Frakkar eiga hagsmuna að gæta í Norður-Atlantshafi eins og aðrar þjóðir Atlantshafsbanda- lagsins og hafa áhuga á að málið leysist farsællega. Ég tel að við eigum hauka í horni í þessu máli þar sem Frakkar eru,“ segir Geir. Á fundinum með utanríkisráð- herra Frakka ræddi Geir einnig um umsókn Íslendinga að Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna, frið- argæslu, málefni Írans og Íraks og afstöðu Íslands til Evrópusam- bandsins svo nokkuð sé nefnt. Geir ræddi einnig símleiðis við Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, í gær. Urðu þeir ásátt- ir um að hraða samningum um samvinnu þjóðanna á sviði björg- unarstarfa á Norður-Atlantshafi. „Það er mál sem er á hendi dóms- málaráðuneytisins og danska varnarmálaráðuneytisins. Við vorum sammála um að ljúka þessu sem fyrst, en þetta lýtur að sam- starfi danska flotans og Landhelgis- gæslunnar,“ segir Geir. - jh Dönsk og íslensk stjórnvöld ætla að hraða gerð samnings um björgunarstörf: Frakkar líka haukar í horni GEIR H. HAARDE OG PHILIPPE DOUSTE- BLAZY Í PARÍS Í GÆR Frakkar sýna sjónarmiðum Íslendinga mikinn skilning, segir Geir. Hann ræddi einnig við danskan starfsbróður sinn í gær. �������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ��������������� �� �������������������������������������������������������������� ��������� ������������ ÍSRAEL, AP Ísraelskar sérsveitir handtóku í gær tíu Palestínumenn, sem talið er að hafi ætlað að fremja sjálfsmorðsárás. Lögregl- an elti lítinn sendiferðabíl í um það bil fimmtán mínútur áður en hann náðist, með blikkandi ljósum og vælandi sírenum og þyrlur sveimandi yfir. Í bifreiðinni fundust sjö kíló af sprengiefnum og talið er fullvíst að þarna hafi tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk. Meðan eltingaleikurinn stóð yfir var öll umferð stöðvuð á mik- ilvægasta þjóðvegi Ísraels í eina klukkustund. Bifreiðin sást fyrst skammt frá Jerúsalem og barst leikurinn í áttina að Tel Aviv, en Þegar mennirnir náðust loks miðja vegu milli Jerúsalem og Tel Aviv handjárnaði lögreglan þá og skip- aði þeim að afklæðast. Skammt er til kosninga í Ísrael, aðeins tæp vika, og árásir Palest- ínumanna hafa áður haft veruleg áhrif á úrslit kosninganna í Ísrael. Lögreglan segir að einn Palest- ínumannanna hafi ætlað að sprengja sjálfan sig í loft upp í miðri Jerúsalemborg, en nánari staðsetning var ekki gefin upp. Ilan Franco, lögregluforingi í Jerúsalem, segir að mennirnir séu tengdir hreyfingunni Heilagt stríð íslams. Engin yfirlýsing þar um hefur þó borist frá hreyfingunni. Ísraelsmenn hafa í kjölfarið bannað Palestínumönnum að fara frá Vesturbakkanum eða Gaza- svæðinu til Ísraels fyrr en eftir kosningarnar, sem haldnar verða 28. mars. - gb HANDTEKNIR Palestínumönnunum var skipað að afklæðast áður en þeir voru handjárnaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ísraelskar sérsveitir komu í veg fyrir sjálfsmorðsárás: Eltu sprengjumennina uppi Lithái áfram í haldi Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Litháa sem grunaður er um aðild að innflutningi á umtalsverðu magni fíkniefna. Situr hann því inni til 28. apríl næstkomandi. HÆSTIRÉTTUR PARÍS, AP Fleiri fréttamenn hafa farist í Íraksstríðinu en í nokkru öðru stríði síðan í seinni heims- styrjöldinni, samkvæmt upplýs- ingum frá samtökunum Blaða- menn án landamæra sem birtar voru á mánudag. Þeirra tölur herma að alls hafi 84 fréttamenn og annað starfsfólk fjölmiðla týnt lífi í átökunum í Írak síðan þau hófust árið 2003. Á þeim 22 árum sem átökin í Víet- nam áttu sér stað, féllu 63 frétta- menn. - smk Írak hættulegt fréttamönnum: Fleiri látnir en í seinna stríði ATWAR BAHJAT AL-SAMERAI Sjónvarps- fréttakona sem myrt var í Írak í febrúar. JÓN ÞÓR ÓLAFSSON MENGUN Loka þurfti þjóðveginum skammt frá brúnni yfir Norðurá í Skagafirði tímabundið á sjötta tímanum í gærkvöld þegar sjö tonn af rafgeymum féllu af palli vöruflutningabíls og enduðu á veginum og úti í móa. Brotnuðu margir geymarnir við fallið og þurfti lögregla á Sauð- árkróki að kalla til aðstoð lögreglu frá Akureyri auk manna frá hjálp- arsveitum til hreinsunar en geymasýra lak úr mörgum þeirra þegar að var komið. Sýran er eitr- uð og skaðleg náttúrunni og því var reynt að hraða hreinsun eins og mögulegt var. Hreinsun var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. - aöe Mengunarslys í Skagafirði: Eitruð sýra lak úr rafgeymum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.