Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 6
6 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR FÉLAGSMÁL Framkvæmdir við hjúkrunarheimli fyrir aldraða, sem rekið verður með nýstárlegu formi, hefjast á fyrrihluta þessa árs. Það verður staðsett við Boða- þing í Kópavogi og verður áhersla lögð á sjálfstæði og fjárhagslegt sjálfræði heimilisfólksins. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, efndu til í gær. Hugmyndin að baki nýja rekstrar- forminu byggir á því að heimilis- fólk haldi sjálft tekjum sínum og greiði hefðbundin útgjöld, svo sem húsaleigu, fæði, hita og raf- magn, í stað þess að þessar greiðsl- ur fari í gegnum tryggingakerfið, eins og nú gerist. Hið opinbera greiði fyrir hjúkrun og aðhlynn- ingu. Með þessu fyrirkomulagi verða greiðslur og útgjöld heimilis- manna mun sýnilegri en áður og fólk meðvitaðra um það hvernig þeim er ráðstafað. Nýja hjúkrunarheimilið mun samanstanda af þremur húsum, með hjúkrunarherbergjum, sem eru 3750 fermetrar hvert. Þar verður sameiginleg þvottaaðstaða, eldhús og borðstofa. Húsin þrjú tengjast þjónustumiðstöð með sundlaug, sjúkraþjálfun, dagvist- un, netkaffihúsi og félagsmiðstöð. - jss NÝSTÁRLEGT REKSTRARFORM Gunnar I. Birgisson kynnir nýjar hugmyndir að rekstrarformi heimila fyrir aldraða. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nýstárlegt hjúkrunarheimili fyrir aldraða kynnt: Áhersla á sjálfstæðan fjárhag KJÖRKASSINN Á að reisa álver á Suðurnesjum? Já 32% Nei 68% SPURNING DAGSINS Í DAG Viltu fá Jón Baldvin á Alþingi á ný? Segðu þína skonun á visir.is Vilt þú ná hámarks árangri? „Mjög gott námskeið sem nýttist mér vel, var skemmtilegt og opnaði augu mín fyrir mörgum hlutum.” Guðni Vilberg Baldursson, sölumaður, Vatnsvirkinn hf „Mjög gott upprifjunarnám- skeið fyrir reyndari sölumenn, vel skipulagt þar sem farið er vel yfir aðalatriðin” Þorsteinn Halldórsson, viðskiptastjóri, Tæknival Námskeið í sölutækni Nánari upplýsingar og skráning: • Sími 561 6365: • tölvupóstur hhr@hhr.is: • www.hhr.is HH Ráðgjöf býður nú uppá námskeið í sölutækni sem hentar afar vel fyrir alla sölumenn, nýliða og þá sem reyndari eru. Um er að ræða heildstætt námskeið sem nýtist öllum sem selja vöru eða þjónustu til verslana, fyrirtækja eða stofnana. Á námskeiðinu er farið yfir meginlögmál árangursríkrar sölumennsku s.s. • Markvissa útrás • Hvernig halda á áhrifaríkar kynningar • Viðbrögð við mótbárum • Hvernig halda skal núverandi viðskiptavinum • Öflun nýrra viðskiptavina • Samningatækni • Leiðir til að hámarka framlegð Námskeiðið tekur 4 klst. Í boði eru opin námskeið en einnig er hægt að sérpanta námskeið fyrir hópa ALÞINGI Forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, lagði á Alþingi í gær áherslu á að ekki hafi verið samið um neinar aðrar stóriðjufram- kvæmdir en þær á Reyðarfirði og Grundartanga. Aðrar framkvæmd- ir yrði að tímasetja vandlega til þess að þær féllu sem best að efna- hagslífinu. Stöðugleikinn hefði algjöran forgang. Allt of snemmt væri að tala um aðrar stóriðju- framkvæmdir sem staðreyndir. Sagði Halldór þetta eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingar, spurði hvern- ig ríkisstjórnin hygðist bregðast við niðurstöðum matsfyrirtækj- anna Fitch annars vegar og Stand- ard & Poor‘s hins vegar á lánshæf- ismati ríkisins. Fyrirtækin hafi gefið íslenskum stjórnvöldum gula spjaldið. Hagkerfið væri svo yfir- spennt að það þyldi tæpast illt umtal í erlendum fjölmiðlum. „Þau benda á váboðana sem hér eru. Það er skuldasöfnunin, það er við- skiptahallinn, það er álagið á pen- ingamálastjórnunina, það er of lítil upplýsingagjöf og það eru of mikl- ar væntingar, vegna þess að stjórn- völd kynda undir þeim með stöð- ugum umræðum um virkjanir og stóriðju.“ Halldór sagði ríkisstjórnina ekki bera ábyrgð á þeim miklu væntingum sem ríkja um stóriðju. Þær væru vegna gífurlegra umræðna um að búið væri að ganga frá samningum um frekari framkvæmdir. Ríkisstjórnin rétti ekki stóriðjuna fram á silfurfati heldur þrýsti fólkið á um hana. „Af því er varðar þær stóriðjufram- kvæmdir sem verið er að tala um, um þessar mundir, þá er það fólkið á Norðurlandi sem er að sækja á um það. Það er fólkið á Reykjanesi sem er að sækja á um það. Það er fyrirtæki sem er búið að starfa í Hafnarfirði um áratuga skeið sem vill stækka. Það er ekki vegna þess að ríkisstjórnin sé að reyna að færa einhverjum eitthvað,“ sagði Halldór. Ingibjörg benti á að hrein skuldastaða ríkisins væri 1.550 milljarðar króna. Eins prósents vaxtahækkun þýddi því fimmtán milljarða útgjaldastreymi frá land- inu. Halldór ítrekaði á móti að hag- vöxtur hafi verið yfir 60 prósent frá 1995 og kaupmáttur einnig. Atvinnuleysi væri hvergi minna og skuldir ríkissjóðs óvíða minni. Það hafi sérfræðingar OECD við- urkennt. „Það er vissulega rétt að skuld- ir einstaklinga hafa aukist. Skuld- ir fyrirtækja hafa aukist. Skuldir ríkissjóðs hafa hins vegar minnk- að.“ Hrein eign heimilanna hafi aukst um 1.200 milljónir króna á síðustu fimm árum eða um tólf milljónir á hvert heimili. Skuldir þeirra nemi 35 prósentum af eign- um og hafi lækkað á síðustu árum. gag@frettabladid.is Kýs stöðugleikann umfram stóriðju Forsætisráðherra segir stöðugleikann hafa algjöran forgang umfram stóriðju. Fólk á Norðurlandi og Reykjanesi hafi þrýst á um álframleiðslu. Ríkisstjórnin beri ekki þá ábyrgð. Formaður Samfylkingar segir ríkið hafa fengið gula spjaldið. STOKKHÓLMUR, AP Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði af sér í gær í kjölfar ásakana um að hún hefði gerst uppvís að því að ljúga til um þátt sinn í að vefsíðu var lokað sem boðað hafði endur- birtingu skopteikninga af Múham- eð spámanni. Freivalds sagði að sér væri ekki lengur unnt að gegna starfi sínu sem skyldi í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem beindist gegn henni í fjölmiðlum. Göran Persson forsæt- isráðherra skipaði Bo Ringholm utanríkisráðherra til bráðabirgða. Freivalds sætti fyrst harðri gagnrýni í desember, eftir að kom- ist var að þeirri niðurstöðu í rann- sóknarskýrslu að hún hefði borið nokkurn hluta ábyrgðarinnar á slælegum viðbrögðum sænskra stjórnvalda við hamförunum við Indlandshaf á annan í jólum árið áður, en 500 Svíar létust í flóð- bylgjunni. Gagnrýni á Freivalds jókst síðan til muna eftir að hún var sögð hafa brotið gegn prentfrelsi með því að láta loka vefsíðu sænsks hægriöfgaflokks í byrjun febrúar. Þá aðgerð réttlætti Frei- valds með því að birting Múham- eðsteikninga í sænskum miðli gæti stefnt Svíum í hættu, með til- liti til ofsafenginna viðbragða í Danmörku. Hún segist ekki hafa gefið fyrirmæli um að láta loka síðunni, en gagnrýnendur hennar rengja þá fullyrðingu hennar. - aa FREIVALDS OG PERSSON Á blaðamanna- fundi í Stokkhólmi í gærmorgun, þar sem afsögnin var tilkynnt. NORDICPHOTOS/AFP Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir af sér: Freivalds sökuð um ósannsögli DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær Hagkaup til að greiða manni á aðra milljón króna, auk 350 þúsund króna í málskostn- að, vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir þar sem hann var við vinnu sína í einni af verslunum fyrirtækisins. Tildrög málsins eru þau að starfsmaðurinn var að taka til á lager ásamt öðrum starfsmanni, þegar álstigi féll skyndilega og lenti maðurinn á gólfinu. Við slysið varð maðurinn fyrir meiðslum og hlaut brotáverka á hægra sveifarbeini við olnboga, sem leitt hefur til varanlegs heilsutjóns. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Hagkaup dæmt til bótagreiðslu FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór Ásgrímsson segir fólk á Norðurlandi og Reykjanesi óska eftir stóriðju. Stjórnvöld beri hins vegar enga ábyrgð á þeim væntingum. FORMAÐUR SAMFYLKINGAR Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir segir ríkisstjórnina andsetna þegar komi að virkjunum og stóriðju. Hún sjái ekki aðrar leiðir til að efla efnahagslífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.