Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 48
 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson AFMÆLI Magnús Tumi Magn- ússon myndlistar- maður er 49 ára. Helga Jónsdóttir borgarritari er 53 ára. Páll Hersteinsson prófessor í spendýra- fræði er 55 ára. Júlíus Sólnes verk- fræðingur er 69 ára. ANDLÁT Áslaug Guðríður Magnúsdóttir, áður til heimilis á Bjarnastíg 5, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund sunnudag- inn 19. mars. Helgi Sveinsson, Hornbrekku, Ólafsfirði, áður til heimilis á Ólafsvegi 11, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri að morgni laugardagsins 18. mars. JARÐARFARIR 13.00 Ásrún Þórhallsdóttir, Sléttahrauni 23, Hafnar- firði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Árni Kristinsson, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju. 15.00 Gísli Hauksteinn Guðjóns- son verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. Rúnar Brynjólfsson, Hólabraut 19, Hafnarfirði, lést á Landspítal- anum við Hringbraut föstudaginn 17. mars. Sigurbjörn Stefánsson bóndi, Nesjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 19. mars. Haukur Kristófersson er látinn. Guðmundur Ágúst Jónsson símsmíðameistari, Bankastræti 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 20. mars. Jónína Björg Bjarnadóttir, áður til heimilis í Barmahlíð 55, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 17. mars. Guðríður Pálsdóttir, Seljahlíð, áður til heimilis í Drápuhlíð 19, lést laugardaginn 18. mars. Ólafur Aðalsteinn Jónsson tollvörður, Asparfelli 10, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi laugar- daginn 18. mars. Í dag halda Borgnesingar upp á að sjö- tíu og fimm ár eru liðin frá stofnun verkalýðsfélags bæjarlagsins. Sveinn G. Hálfdánarson, formaður Verkalýðs- félags Borgarness, er að vonum ánægður með afmælið. „Okkur finnst þetta tvímælalaust vera merkileg tímamót,“ segir hann. „Þetta félag hefur ekki látið sér neitt óviðkomandi, verið með þeim öflugri í samfélaginu og hefur haft getu til að skipta sér af einu og öðru,“ bætir hann við fullur baráttuanda eins og forystu- manni verkalýðsfélags sæmir. Verk- efni félagsins hafa verið af ýmsum toga í gegn um árin og breyst mjög frá stofnuninni eins og gefur að skilja. „Félagið beitti sér meðal annars fyrir því að verkafólk fengi úthlutuðum kartöflugörðum og stuðlaði að því að menn gætu verið með sína kú heima,“ segir Sveinn, sem bætir svo við að tím- arnir hafi að sjálfsögðu breyst. Þrjátíu og níu stóðu að stofnun Verkalýðsfé- lagsins fyrir 75 árum og voru það allt karlmenn. „Fljótlega fóru konur að koma inn í félagið og strax á fyrsta starfsárinu voru þær orðnar nokkrar. Um síðustu áramót voru félagarnir svo orðnir 1299 og eru um það bil jafn margar konur og karlar.“ Afmælið eru ekki einu tímamótin sem félagið stendur á því von er á miklum breytingum nú í vor. „Við stöndum í sameiningarviðræðum við tvö önnur félög og verður afgreitt á aðalfundum félaganna þriggja.“ Það eru Verkalýðsfélagið Hörður, sem starfar sunnan Skarðsheiðar, og Verka- lýðsfélagið Valur í Dalasýslu sem ætla að taka sig saman með Verkalýðsfé- lagi Borgarfjarðar og Hörður sér þetta sem fyrsta skrefið af mörgum í átt að sameiningum verkalýðsfélagana í gamla Vesturlandskjördæminu. Það sé að minnsta kosti hans draumur. „Kannski er þetta því síðasta stóraf- mæli sem Verkalýðsfélag Borgarness á undir því nafni því búast má við nafnabreytingu við sameininguna,“ segir hann. Hann segir að viss eftirsjá sé eftir nafninu sem nú hefur 75 ára sögu en að forgangsröðunin liggi ann- ars staðar. „Það er alltaf viðkvæmt að fella niður svona gömul og gróin nöfn en við teljum það enga fyrirstöðu. Meginmálið er að búa til öflugra félag.“ Í stað hátíðarhalda ætlar Verka- lýðsfélagið að styrkja gott málefni með peningagjöf. „Við ætlum að nota tækifærið og láta gott af okkur leiða í okkar ágæta samfélagi,“ segir Sveinn, sem vildi ekki gefa Fréttablaðinu upp hverjir muni hljóta styrkinn enda skuli allir bíða spenntir þangað til í kvöld þegar það verður tilkynnt. „Þetta er mjög stórt á okkar mæli- kvarða og miðað við stærð okkar félags teljum við það vera mjög vel gert,“ segir Sveinn leyndardómsfull- ur. VERKALÝÐSFÉLAG BORGARNESS: 75 ÁRA Í DAG Síðasta afmælið undir nafni Verkalýðsfélags Borgarness SVEINN G. HÁLFDÁNARSON Formaður Verkalýðsfélags Borgarness sem hyggst sameinast tveimur öðrum félögum undir öðru nafni í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR MERKISATBURÐIR 1622 Opechancanough leiðtogi Powhatan-indíána leiðir árás á Jamestown land- nemabyggðina með þeim afleiðingum að 347 látast og Powhatan-stríðið hefst. 1867 Borgarnes við Brákarpoll verður löggiltur verslunar- staður. 1894 Íþróttafélag áhugamanna í Montreal vinnur fyrsta Stanley-bikarinn í íshokkí. 1924 Ríkisstjórn Jóns Magnús- sonar tekur við völdum en hún situr þangað til í júlí 1926. 1972 Í ljós kemur að Geirfugla- drangur, vestur af Eldey, hafði sokkið í sjóinn en drangurinn er grunnlínu- punktur landhelginnar. JOHANN WOLFGANG VON GOETHE (1749-1832) LÉST ÞENNAN DAG „Rétt svar er eins og blíðlegur koss.“ Rithöfundurinn Goethe er einn frægasti rithöfundur fyrr og síðar. Þennan dag árið 1945 var arabíska ríkjabandalagið stofnað í Kaíró. Stofnmeðlimir voru Egyptaland, Sýrland, Líbanon, Írak, Transjórdanína, Sádí-Arabía og Jemen. Tilgangur ríkjabandalagsins var að stuðla að styrkri samvinnu milli landanna í arabaheiminum í efnahags-, menningar- og félagsmálum. Þrjátíu árum eftir stofnunina voru ellefu ríki búin að bætast við, allt frá Komoros til Barein. Frá upphafi skipti arabíska ríkjabandalagið löndin miklu máli en ekki er þó hægt að segja að logn- molla hafi ríkt innan ríkjabandalagsins. Árum saman var bandalagið sakað um að stíga of fast niður í samskiptum sínum við Ísrael. Árið 1976 var Frelsis- samtökum Palestínu leyfð innganga að bandalaginu í tráss við óskir Jórdana um að fá áfram að fara með málefni hertekinnar Palestínu. Egyptaland var síðan rekið úr bandalaginu árið 1979 þegar landið samdi frið við Ísrael og var útskúfað þaðan í tíu ár. Innrás Íraks í Kúvæt olli líka miklum vandræðum innan bandalagsins enda bæði ríkin meðlimir í því. Klofnaði ríkjabandalagði í tvennt yfir ósætti yfir því hvort leyfa ætti erlendum herjum að nýta landsvæði í Sádí-Arabíu. ÞENNAN DAG > 22. MARS 1945 Arabaríkin stofna bandalag Á dögunum afhenti Lions- klúbburinn Engey Barna- og unglingageðdeild LSH gjafa- styrk upp á tvö hundruð þús- und krónur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Engey hefur veitt BUGL ríkulega styrki sem hafa komið deildinni að góðum notum. Að þessu sinni verða peningarnir not- aðir í tónlistarmeðferð sem hefur verið starfandi á deildinni. Myndin er tekin við afhendingu styrksins og má þar sjá konur úr Lions- klúbbnum Engey ásamt Hrefnu Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa og Steinunni Gunnlaugsdóttur hjúkrun- arfræðingi. Engey veitir BUGL styrk Engey gaf BUGL veglega peningagjöf á dögunum. BRÚÐUR BRENNDAR Spánverjar í Valencia-borg skemmta sér vel þessa vikuna og kveikja í brúðum og skjóta flugeldum á loft á árlegu Fallas-hátíðinni. Hátíðin er haldin til heiðurs heilögum Jósep. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÆDDUST ÞENNAN DAG Reese Witherspoon leikkona fæddist árið 1976. Andrew Lloyd Webb- er tónskáld fæddist árið 1948. Phyllis McGinley ljóðskáld fæddist árið 1905. Anthony Van Dyck flæmskur málari fæddist árið 1599. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Rúnar Brynjólfsson Hólabraut 19, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 28. mars kl. 15.00. Dóra Pétursdóttir Pálína Margrét Rúnarsdóttir Guðrún Brynja Rúnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.