Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 8
8 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík ætlar að beita sér fyrir því að þjónusta við eldri borgara í Reykjavík verði stóraukin á næstu árum. Sjálfstæð- ismenn líta á það sem eitt sitt verð- ugasta verkefni að tryggja að þeir sem eldri eru geti notið alls hins besta og haft raunverulegt val um búsetu. Áhersla verður lögð á að leita samninga við ríkisvaldið um að flytja málaflokkinn að mestu til borgarinnar til að auðvelda að hrinda hugmyndum flokksins í framkvæmd. „Það eru einkum þrjú mál sem við leggum áherslu á. Það er í fyrsta lagi málefni eldri borgara og í öðru lagi málefni fjölskyldunnar; fjöl- skylduvæn Reykjavíkurborg segj- um við. Í þriðja lagi eru það skipu- lagsmál, samgöngur og lóðamál. Þetta verða okkar stóru áherslu- mál,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarstjóraefni, sem kynnti í gær helstu áherslur flokksins fyrir komandi kosningar. „Það er alveg ljóst að það verður að gera mikið betur og því viljum við boða nýja hugsun í málefnum eldri borgara.“ Hugmyndir sjálfstæðismanna ganga út á að reisa 200 nýjar leigu- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða á næstu árum og að hafinn verði und- irbúningur að myndun kjarna- byggða þar sem hjúkrunarheimili, þjónustu- og leiguíbúðir auk almennra íbúða mynda heild. Þetta á að gera hjónum og sambýlisfólki auðveldara að búa í nálægð við ætt- ingja sína og vini sem lengst og draga úr sundrung og einangrun. Mikil áhersla verður einnig lögð á að gera eldri borgurum kleift að búa sem lengst á eigin heimili með því að efla og samræma heimaþjón- ustu og heimahjúkrun. Settur verð- ur á fót samráðsvettvangur borgar- innar og samtaka og félaga eldri borgara í þeim tilgangi að fjalla reglubundið um hagsmunamál þeirra. Sjálfstæðismenn ætla einnig að lækka fasteignaskatta á allt íbúðar- húsnæði um 25 prósent á næstu fjórum árum. „Menn spyrja eðli- lega hvað það kostar og eðlilegt er að svara því. Það kostar á árinu 2007 að lækka fasteignaskatta almennt 210 milljónir króna. Þegar upp er staðið þá kostar þetta á heilu kjörtímabili um 500 milljónir króna,“ segir Vilhjálmur. svavar@frettabladid.is Ætla að bæta hag aldraðra Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hóf kosningabar- áttu sína af fullum krafti í gær. Málefni eldri borg- ara er eitt helsta kosningamál flokksins. Hann vill flytja málaflokkinn til borgarinnar að mestu. FRÁ KYNNINGARFUNDI SJÁLFSTÆÐISMANNA Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fór fyrir sínu fólki þegar kynntar voru hugmyndir um stórbættan hag eldri borgara í Reykjavík. Þetta er eitt stærsta kosningamál flokksins.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍRAK, AP Að minnsta kosti 28 manns fórust þegar stór hópur vopnaðra manna réðist inn á lögreglustöð skammt frá Bagdad í Írak við dag- renningu í gær og leysti 33 fanga úr haldi. Hinir látnu voru 17 lög- reglumenn, réttarvörður og tíu árásarmenn. Uppreisnarmennirnir kveiktu í lögreglustöðinni áður en þeir flúðu með lík sinna manna, samkvæmt upplýsingum írösku lögreglunnar. Jafnframt fórust minnst níu lögreglumenn í sprengjuárásum víðsvegar um landið í gær. Yfir 1.000 manns hafa týnt lífi í átökum víðs vegar um Írak í síð- asta mánuði. - smk Byssumenn réðust á lögreglustöð í Írak: Leystu fanga úr haldi STAÐIÐ VÖRÐ Kona gengur fram hjá írösk- um hermönnum við sjíamosku í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUSTURRÍKI, AP Kona, ákærð fyrir að hafa myrt fimm börn sín, játaði fyrir dómi í Austurríki í gær að hafa banað fjórum þeirra. Maður hennar, sem ákærður er fyrir morð á fjórum barnanna, neitaði sök. Fólkið var ákært í júní síðast- liðnum eftir að lögregla fann lík tveggja nýbura í frystikistu í kjall- ara fjölbýlishúss í suðurhluta landsins, og líkamsleifar tveggja barna til viðbótar í málningarföt- um fullum af sementi. Krufning sýndi að börnin í frystikistunni voru enn á lífi þegar þeim var komið þar fyrir. Maðurinn sagðist ekki einu sinni hafa vitað af þungunum konu sinnar, sem yfirvöld telja ólíklegt vegna fjölda barnanna. Parið bjó saman í átta ár. - smk Austurrísk hjón ákærð fyrir morð á börnum sínum: Lík fundust í frysti NISSAN PATHFINDER Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Breyting frá Arctic Trucks Ver›i› á Nissan Pathfinder hefur líklega aldrei veri› hagstæ›ara. Me› 35" sérhönnu›um breytingum eru gæ›i flessa skemmtilega jeppa einfaldlega or›in enn meiri. Hann er áfram jafn og flægilegur í akstri og nú ævint‡ri líkastur. Líttu inn og ber›u hetjuna augum! ÆVINT†RI LÍKASTUR Ver›i› á breyttum Nissan Pathfinder er frá 4.379.000 kr. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Endalaust úrval Fiskrétta, Stórlúða, Laxaflök, Rækjur Túnfiskur, Risahörpuskel Fiskbúðin Sjávargallerý Háaleitisbraut 58-60 s: 553-2550 Þar sem metnaðurinn á lögheimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.