Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N Ákvörðun Kaupþings banka um að skera á krosseignatengsl við Exista er skynsamleg. Hún er til þess fallin að auka gagnsæið á markaði og draga úr áhyggjum af stöðu innlends hlutabréfamark- aðar, jafnvel þó að þetta tiltekna krosseignarhald sé langt frá þeirri tegund sem hættulegust er á hlutabréfamarkaði. Bankarnir hafa að undanförnu dregið fram þætti í starfsemi sinni sem eru til þess fallnir að auka traust á þeim. Margt af þeirri gagnrýni og álitaefnum sem dregin voru fram í skýrslum erlendra aðila er orðum aukið, svo vægt sé til orða tekið. Eftir fylgdi glanna- leg túlkun erlendra fjölmiðla á gagnrýninni og reyndar brann við að vilji væri til neikvæðustu túlkunar á skýrslunum sums staðar hérlendis. Aðrir þættir voru fyllilega þess verðir að bankarnir tækju þá til skoðunar og gerðu úrbætur til að auka traust á mörkuðum. Bankarnir hafa nú hver af öðrum birt upplýsingar um lausafjár- stöðu sína og sýnt fram á góða stöðu í þeim efnum. Greiningardeild Credit Sights, sem var meðal þeirra sem hófu orrahríðina gegn bönkunum, segir nú í nýrri skýrslu að lausafjárstaða bank- anna sé ekki áhyggjuefni, hins vegar sé sérstakt að þeir hafi þörf fyrir að gera svo skýra grein fyrir henni, miðað við gott lánshæfismat. Þarna er hringnum lokað. Fyrst er dregið í efa og síðan þegar það er skýrt, þá er það sett í tortryggilegt samhengi að skýring sé gefin á hlutunum. Hér er röksemdafærslan farin að narta í skottið á sér. Það er engum efa undirorpið að íslensku bankarnir munu fá áframhald- andi aðhald á markaði frá greiningar- deildum erlendra fjármálafyrirtækja. Ástæðan er einfaldlega sú að bankarnir eru meira áberandi nú á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en áður. Sú staða á ekki eftir að breytast og nauðsynlegt fyrir fjármála- fyrirtækin að vera búin undir að samkeppnisaðilar beini spjótum sínum að þeim. Í raun má segja að umræðan nú hafi verið á heppilegum tíma. Gott aðgengi er að fjármagni á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum og því er skaðinn minni en ella hefði getað orðið. Með aukinni upplýs- ingagjöf og viðbrögðum við gagnrýni ættu bankarnir að geta varið sig gegn frekari ásókn. Meðal þess sem enn er óskýrt í eignarhaldi á fjármálamark- aði eru eignarhlutir í fyrirtækjum í framvirkum samningum. Bankarnir eru skráðir fyrir samningunum, þótt eigendurnir séu aðrir. Ekki liggur fyllilega ljóst fyrir hversu skuldsettir fjárfestar eru í slíkum samningum og hvaða áhrif lækkanir á mörkuðum geta haft. Forsvarsmenn bankanna hafa tekið undir þá gagnrýni að langtímaeignarhald í almenningshlutafélögum með slíkum samningum sé óheppilegt. Þegar markaður hefur hækkað mikið og hagsveifla er í hámarki er mikilvægt að bankar geri ríka kröfu um hátt eiginfjárhlutfall í skuldsettum stöðum í hlutabréfum. Það, ásamt því að forðast krosseignarhald, er besta tryggingin gegn spíraláhrifum af skyndilegum lækkunum á markaði. Þær geta alltaf orðið og gera sjaldnast boð á undan sér. Erlend gagnrýni hefur leitt til skynsamlegra breytinga. Upplýsingagjöf bankanna efld Hafliði Helgason Í raun má segja að umræðan nú hafi verið á heppilegum tíma. Gott aðgengi er að fjármagni á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum og því er skaðinn minni en ella hefði getað orðið. VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. “Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.” Ester Ýr Jónsdóttir, kennari “Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.” Rut Skúladóttir, 20 ára nemi. Meiri tími – Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. ...næsta 3. vikna hraðnámskeið 29. mars ... næsta 6. vikna námskeið 11. apríl Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið Betri leið til að vinna á tímaskorti Þegar greiningardeild Merrill Lynch gaf út skýrslu um íslensku bankanna hinn 7. mars hófst atburðarás sem stóð í tíu daga og verður ekki líkt við neitt annað en bankaáhlaup (e. bank run). Á þessum tíma hækkaði áhættu- álag á skuldabréfum bankanna mjög snögglega og náði hámarki hinn 13. mars þegar það fór yfir 100 punkta á Landsbanka og Kaupþingi en 80 punkta hjá Glitni. Til þess að setja þetta í samhengi er hægt að benda á að ítalski bankinn Banca Popolare Italiana naut lægra áhættuálags á sama tíma þótt hann hefði aðeins lánshæfið Baa2/BBB+ og væri að senda frá sér sínu fyrstu árs- reikninga eftir að forstjórinn var dæmdur í fangelsi fyrir svik. Hér voru á ferðinni viðskipti sem að sögn greiningardeildar Morgan Stanley byggðust á „kjaftasögum og dylgjum en ekki raunveruleg- um rekstri“ (e. rumour and innu- endo rather than fundamentals) eins og lesa má í skýrslu frá 13. mars. Sú skýrsla átti mikinn þátt í því að lægja öldurnar því áhættuálagið tók aftur að lækka eftir útkomu hennar og fór aftur í fyrra stig hinn 17. mars. Vitaskuld var það ekki grein- ing ML ein og sér sem skapaði þetta áhlaup, þar sem áhættuálag- ið hafði þegar byrjað að hækka í síðastliðnum október. Hins vegar virðist hin harkalega umfjöllun ML hafa skapað óðagot úr þeim ótta sem var þegar til staðar og skapað tækifæri fyrir fjársterka aðila að hagnast á stöðutöku gegn skuldabréfum bankanna. Hver sem orsökin var upphaflega snú- ast bankaáhlaup ávallt þegar á hólminn er komið um lausafjár- stöðu eða aðgang að fjármagni fremur en raunverulega rekstar- stöðu. Íslensku bankarnir stóðu af sér fyrrgreint áhlaup aðeins vegna þess að markaðurinn var fullvissaður - bæði í orði og verki - um að lausafjárstaða bankanna og fjármögnun stæði mun traust- ari fótum en haldið hafði verið fram. UM BANKAÁHLAUP Innlánsstofnanir byggja starf- semi sína á því að lána út skamm- tímafjármagn, s.s. af ávísun- arreikningum, til langs tíma (e. maturity transformation). Yfirleitt er þessi lausafjármassi stöðugur þar sem greiðslur á milli fólks færa aðeins fé á milli reikninga en ekki út úr banka- kerfinu. Hins vegar er hver ein- stakur banki viðkvæmur fyrir slæmum fréttum því engin inn- lánsstofnun - hversu traust sem hún annars er - getur endurgreitt öllum sparifjáreigendum á sama tíma. Þannig geta hviksögur - sannar eða lognar - um greiðslu- þrot orðið að sjálfvirkum spá- dómi (e. self-fulfilling prophesy) ef allir hlaupa eftir þeim. Til þess að fyrirbyggja slíkt ástand hafa seðlabankar ávallt það hlut- verk að tryggja lausafjárstöðu innlánsstofnana sem lánveitandi til þrautavara með einkarétti á peningaprentun á viðkomandi myntsvæði. (Af þeim sökum væri einhliða upptaka evrunnar mjög erfið nema því aðeins að Seðlabanki Evrópu myndi vilja taka að sér að vera lánveitandi til þrautavara fyrir Ísland.) Hins vegar vandast málið heldur þegar fjármagnsviðskipti eru orðin alþjóðleg og mun stærri í sniðum en heimahagkerfið sjálft. SAGAN FRAM TIL 7. MARS Á síðustu árum hafa íslenskir bankar hafið umsvifamikla útrás sem hefur verið fjármögnuð með erlendu sparifé sem þeir hafa sótt í skuldabréfaútgáf- ur. Fjármögnun þeirra er í litlu sem engu frábrugðin því sem þekkist með aðra banka í svip- aðri starfsemi en lánsfjárþörfin hefur samt vaxið mjög hratt hjá öllum þrem á stuttum tíma. Loks kom að erlendir aðilar fóru að undrast umsvif þessara nýliða sem allir komu frá sama dverg- hagkerfinu sem var á góðri leið með að ofhitna. Undrunin virðist síðan hafa breyst í illar grun- semdir. Hvað myndi síðan ger- ast ef íslenska hagkerfið brot- lenti og traust bankanna dvínaði ytra? Gætu bankarnir þá haldið aðgangi sínum að erlendu lausa- fé? Áhættuálagið tók síðan að hækka í október en áhyggjurnar fengu fyrst vængi eftir að Fitch setti Ísland á athugunarlista hinn 21. febrúar. Einnig vöktu aðrir hlutir áhyggjur útlendinga, s.s. krosseignatengsl, mikil hækkun eignaverðs, kerfisbundin áhætta og starfsemi Íbúðalánasjóðs á fasteignamarkaði. ÁHLAUPIÐ SJÁLFT 7.-13. MARS Þær greiningarskýrslur sem birtust í kjölfar Fitch-lánshæfis- matsins eiga það allar sammerkt að vera hraðsoðnar og innhalda staðreyndavillur sem væru auð- leiðréttar með einföldum lestri ársreikninga. Hér voru aðilar að greina íslenska banka í fyrsta skipti og óróinn sem Fitch skap- aði virðist vera tilefni skrifanna, en sú staðreynd að svo margar skýrslur skuli hafa birst sam- tímis 2-3 vikum síðar getur vart talist tilviljun. Sú skýrsla sem mestum tíðindum sætti var gefin út af Merrill Lynch hinn 7. mars og innihélt mjög einhliða rök- semdafærslu - kryddaða með órökstuddum sleggjudómum - sem miðaði öll að því að íslensku bankarnir ættu skilið mun lægra lánshæfismat en þeir nú njóta. Þessi ályktun var ekki studd af greiningarskýrslum og áliti matsfyrirtækja sem síðar birt- ast, en tímasetningin og árásar- girnin í skýrslu ML virðist samt hafa komið mjög illa við kaunin á fjárfestum ef marka má írafárið sem fylgdi. Fyrir bankana var þetta dálítið líkt og að vera álit- inn sekur þar til sakleysi er sann- að og voru því neyddir til þess að birta opinberar leiðréttingar og upplýsingar um lausafjárstöðu sína sem náðu að róa markaðinn. EFTIRKÖST ÁHLAUPSINS Þessi atburðarás sýnir ljóslega að þegar á reynir eiga Íslendingar sér formælendur fáa á alþjóða- vettvangi og litla möguleika að koma skoðunum sínum á fram- færi þegar á reynir. Víst er að litla hjálp var að fá frændum vorum á Norðurlöndum. Þaðan komu engar raunverulegar grein- ingar en það hindraði samt ekki ótal sjálfskipaða álitsgjafa að koma í fjölmiðla með dómsdags- spádóma um Ísland. Sérstaklega var athyglisvert að heyra starfs- menn Nykredit í Danmörku lýsa því yfir að þeir ráðlögðu ekki sínum kúnnum sínum að kaupa skuldabréf íslensku bankana án þess þó að hafa unnið nokkra greiningu á íslenska hagkerfinu eða bönkunum. Sömu spekingar höfðu stuttu áður ýtt kúnnunum sínum út í það að kaupa erlend skuldabréf í krónum, en það er önnur saga. Íslenskir fjölmiðlar virtust fæstir hafa nægjanlega burði til þess að leggja sjálfstætt mat á þessar skýrslur. Morgunblaðið fór til dæmis þá leið að taka efni greiningarskýrslu ML upp í beinni þýðingu - nema þær yfirlýsingar sem stórkarlaleg- astar þóttu, sem voru notaðar í fyrirsagnir þrjá daga í röð - án greiningar á skýrslunni sjálfri eða mats á efni henni öðrum en því að samsinna og kætast yfir henni í leiðurum og öðrum nafn- lausum dálkum. Ljósvakamiðlar voru aftur á móti með látlaus- ar fréttir - án óháðs fréttamats - af því að einhver Mortensen eða Svenson hjá einhverju verð- bréfafyrirtæki í Skandinavíu væri viss um að íslensku bank- arnir væru á leið á hausinn. Afleiðingin var sú að óðagot var á góðri leið með að myndast hérlendis þar sem almenningur var farinn að efast um styrk- leika bankanna og óttast hrun hérlendis. Þurftu helstu forystu- menn þjóðarinnar því að koma fram og róa hana niður. Þetta hlýtur að teljast athuganarefni því þrátt fyrir að athugasemdir útlendinganna væru sumar rétt- mætar áttu þær ekki að koma á óvart þar sem þær höfðu allar áður heyrst í opinberri umræðu hérlendis. Þrátt fyrir allt eru aðstæður í efnahagslífinu mun betri núna en þær voru til að mynda á árunum 2000-2001 þegar síðasta uppsveifla endaði. Þegar litið er til baka er ljóst að engin efni voru fyrir því óðagoti sem myndaðist tíu daga í mars 2005. 10 dagar sem skóku heiminn Ásgeir Jónsson hagfræðingur KB banka O R Ð Í B E L G Fjölmiðlar í netheimum Economist | Endurkoma fjölmiðla á netinu er umfjöll- unarefni Economist. Þar segir að bandaríska sjón- varpsstöðin CBS hafi sýnt frá leikjum í March M a d n e s s h á s k ó l a - keppninni í körfubolta allt frá árinu 1982. Í ár ætli sjónvarpsstöðin að hefja tilraunaútsendingar á leikjum í keppninni á netinu. Er tilraun sjónvarpsstöðvarinnar síður en svo nýlunda því dagblöð og tímarit hafi gert átak í að laða lesendur til netheima. Þá segir að rótgróin fjölmiðlafyrirtæki hafi keypt fjölmörg netfyrir- tæki til að finna leiðir til að koma efnis sínu á fram- færi með nýjum hætti. Hafi fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch til dæmis eytt rúmum milljarði dollara í kaup á netfyrirtækjum. Sagði hann í ræðu í Lundúnum í síðustu viku að stjórnir rótgróinna fjölmiðlafyrirtækja verði að sannfæra hlutahafana um ágæti stafrænu byltingarinnar því hún færi þeim ný tækifæri. U M V Í Ð A V E R Ö L D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.