Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 H É Ð A N O G Þ A Ð A N NÝTT – OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. OPNA FERÐ verður að bóka á milli áfangastaða í sömu heimsálfu. ALLT AÐ 140 FLUG Á VIKU TIL 22 ÁFANGASTAÐA. M Ü N LA N Ó T IL M Ü N C H EN – H EI M F R Á M ÍL A N Ó ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S I C E 3 1 9 0 0 0 3 /2 0 0 6 Olíufélagið Esso hefur samið við fyrirtækin KLS og EJS um inn- leiðingu á Saga Pos-afgreiðslu- kerfinu, en samningur fyrirtækj- anna felur í sér að Saga Pos- lausnir verða settar upp á öllum afgreiðslustöðvum Esso. Í tilkynningu fyrirtækjanna kemur fram að Saga Pos sé ný kynslóð afgreiðslulausna frá KLS ehf. „Lausnin samanstendur af afgreiðsluhugbúnaði og miðlægri bakvinnslu, sem tengist öllum helstu bókhaldskerfum lands- ins. Meðal aukakerfa KLS sem tengjast Saga Pos eru handtölvu- lausnir fyrir birgðir, pantanir, vörutalningar og verðkannanir auk tenginga við eftirlitsmynda- vélar,“ segir þar, en einnig verða í kerfinu nýjungar í kynning- um og auglýsingum í gegnum afgreiðsluskjái sem snúa að við- skiptavinum í verslun. EJS hóf að selja Saga Pos-kerf- ið í byrjun ársins, en þegar munu verslanir á borð við 10-11, Bónus, Hans Petersen og Bónusvideo hafa fest kaup á því. ESSO VIÐ GEIRSGÖTU Í REYKJAVÍK Nýtt afgreiðslukerfi Esso er þannig sniðið að afgreiðsluskjáir sem snúa að viðskiptavinum geta sýnt kynningar og auglýsingar. Nýtt afgreiðslukerfi tekið upp Olíufélagið semur við KLS og EJS. Nýtt kassakerfi víða komið upp. Á bænum Holtseli í Eyjafirði hefur verið tekin í nokun ísvél og stefnt að sölu til veitingahúsa og á að selja gestum og gang- andi ís heima á bæ í sumar. Á vef Landssambands kúa- bænda segir frá þessu fram- taki bændanna Guðrúnar Egilsdóttur og Guðmundar J. Guðmundssonar. Arna Mjöll, fimmtán ára dóttir þeirra, tekur einnig þátt í verkefninu og er haft eftir móður hennar að hún verði „aðalísgerðarkonan í sumar“. Ísinn er sagður gerilsneydd- ur og án aukaefna á að hafa eins árs geymsluþol í frysti. Ísvélin er tölvustýrð og hægt er að velja á milli 400 mismun- andi uppskrifta og allra hugs- anlegra bragðtegunda. Auk hefðbundinna tegunda eins og jarðarberja-, vanillu-, hnetu- og súkkulaðiíss er hægt að bjóða nýjungar á borð við bjórís, álaís, hvítlauksís og sveppaís. Um 2.000 vélar þeirrar gerð- ar sem sett hefur verið upp í Holtseli munu vera í notkun á evrópskum bændabýlum. Haft er eftir Guðrúnu að Guðmundur hafi rekið augun í auglýsingu í breska bændablað- inu Farmers Weekly þar sem ísvélin var kynnt og fljótlega hafi verið ákveðið að kaupa hana. Eftir miklar breytingar í fjósi varð til rými í hlöðunni sem hjónin hafa innréttað fyrir ísgerðina. - óká ÍSINN KÆLIR Í SUMARHITANUM Stjórnvöld hrundu í fyrravor af stað verkefn- inu „Beint frá býli“ en í þeim anda á að búa til ís í Eyjafirði í sumar. Ís beint frá býlinu Á bænum Holtseli í Eyjafirði hefur verið tekin í notkun ný ísvél. Bændurnir nýta pláss í hlöðunni. Kauphöll Íslands hlaut nýverið árleg verðlaun Business Britain Magazine fyrir að stuðla að hag- vexti í íslensku efnahagslífi. Á frummálinu nefnast verðlaunin Award for Services to Indigenous Economic Growth 2005/2006. Business Britain Magazine hefur veitt verðlaun eftir mis- munandi þemum síðan 2002, en þetta er í fyrsta skipti sem kauphöll hlotnast slík verðlaun. Business Britain Magazine sér- hæfir sig í umfjöllun um fyr- irtæki og fjármálamarkaði þar sem tímaritið er í dreifingu; í Evrópu, Afríku og Mið-Asíu. Í tilefni af verðlaununum verður þriggja síðna umfjöllun um Kauphöllina í mars/apríl tölu- blaði tímaritsins, auk þess sem tveggja og hálfrar mínútu dag- skrá verður um Kauphöllina í kvöldfréttum Sky News hinn 8. apríl næstkomandi. Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar er sögð ná til um áttatíu milljóna manna. - óká Kauphöll Íslands fær verðlaun Business Britain Magazine verðlaunar Kauphöllina. Verðlaununum fylgir umfjöllun í kvöldfréttatíma Sky sjónvarpsstöðvarinnar bresku. KAUPHÖLL ÍSLANDS Samtök verslunar og þjónustu kynntu á aðalfundi sínum í gær nýja skýrslu um mikilvægi þjónustugeirans fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Þar kemur fram að hlutdeild þjónustu af lands- framleiðslu nemi 55 prósentum (67 prósentum sé verslun talin með) og hafi aukist um 14 pró- sentustig frá árinu 1973 og fari enn vaxandi. „Með slíka hlut- deild er þjónustan grundvöllur að velferð framtíðarinnar,“ segir í skýrslunni sem Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík vann fyrir samtökin. Eftir setningu aðalfundarins tók Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, á móti plaggi með ábendingum og tillög- um samtakanna um hvernig efla megi enn ört vaxandi þjónustu- greinarnar. Lagt er til aukið sam- starf opinbera- og einkageirans, auknar rannsóknir og nýsköp- un, breytingar á skattkerfinu og margt fleira í alls 29 liðum. Í skýrslunni um mikilvægi þjónustugeirans er farið yfir margvíslega tölfræði, svo sem að konur séu í meirihluta þeirra sem vinna við þjónustu, en sjö af hverjum 10 útivinnandi konum starfa við þjónustustörf. Þá kemur fram að atvinnutekjur á mann hafi hækkað meira í þjónustu- geiranum en annars staðar frá árinu 1988. Kaupmáttaraukning í þjónustu nemur 23,5 prósentum á móti 18 prósentum almennt. Þá var einnig í tengslum við skýrslugerðina gerð könnun á viðhorfum almennings, sem Gallup framkvæmdi. Þar kemur meðal annars fram að um 70 pró- sent svarenda telja að starfsfólk einkafyrirtækja veiti betri þjón- ustu, meðan 11 prósent telja að starfsfólk opinberra fyrirtækja veiti betri þjónustu. Afgangurinn, eða 19 prósent, telja þjónustuna svipaða. - óká Benda á mikilvægi þjónustugeirans Samtök verslunar og þjónustu héldu aðalfund gær. Þar voru iðnaðarráðherra afhentar tillögur til úrbóta í tengslum við þekkingar- og þjónustuiðnað. TILLÖGUR AFHENTAR Hrund Rudólfsdóttir, formaður SVÞ, afhendir Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra tillögur til stuðn- ings þekkingar- og þjónustugreinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.