Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 62
 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Ljósmyndasýning Friðriks Arnar Hjaltested, 10.000, hefur heldur betur slegið í gegn hjá höfuðborg- arbúum en fullt hefur verið út úr húsi síðustu helgar. Myndirnar hafa nánast verið rifnar út og hafði ljósmyndarinn ekki tölu á hversu margar hefðu verið seldar. „Þetta eru í kringum hundrað verk og ég held að sjötíu hafi verið seld- ar,“ útskýrir Friðrik en hann var nýkominn heim úr vikuferð af Snæfellsnesi þar sem hann er að undirbúa „ævintýralega“ listasýn- ingu í tilefni af hundrað ára afmæli viðveru Jules Verne. Friðrik var að sjálfsögðu í skýj- unum yfir viðtökunum en opnunin sló aðsóknarmet og annað met var slegið á Safnanótt. Hann þakkaði öflugu kynningarstarfi að ein- hverju leyti vinsældirnar en bætti við að efnistökin væru frekar víð. „Þetta er ferðalag í tíma og rými og það er alltaf gott að hafa sinn per- sónulega blæ,“ segir hann og bætir við að fólk hafi líka alltaf gaman af því að skoða annað fólk. Verðið á myndunum hefur einnig vakið athygli en hver mynd kostar tíu þúsund krónur með ramma og öllu. „Ég vildi bara að fólk eignaðist myndirnar mínar,“ útskýrir hann. Aðstaða ljósmyndara hefur stórbatnað eftir að þeir fengu sitt eigið aðsetur í sal fyrir ofan Borg- arbókasafnið. „Ljósmyndin hefur aldrei verið jafn vinsæl því fólk er með myndavélarnar út um allt og mér fannst því tilvalið að kynna enn frekar þessar tækifæris- myndir,“ segir hann. - fgg Fólk vill alltaf sjá fólk FRIÐRIK ÖRN Ljósmyndasýning hans hefur heldur betur slegið í gegn og er nánast slegist um myndirnar hans. FRÉTTABLAÐIÐ / FRIÐRIK ÖRN LÁRÉTT 2 gaul 6 hvort 8 herma 9 borg 11 tveir eins 12 súla 14 strengur 16 borðaði 17 skjögur 18 hópur 20 fyrir hönd 21 sóða. LÓÐRÉTT 1 erindi 3 samtök 4 mikill ávinningur 5 þunnur vökvi 7 pedali 10 fax 13 nálægar 15 sjá eftir 16 spíra 19 tveir eins. LAUSN HRÓSIÐ ...fær Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, fyrir að hleypa lífi í Norðurmýrina en tökur á myndinni hófust í fyrradag. LÁRÉTT: 2 baul, 6 ef, 8 apa, 9 róm, 11 pp, 12 stöng, 14 snæri, 16 át, 17 rið, 18 lið, 20 pr, 21 agða. LÓÐRÉTT: 1 vers, 3 aa, 4 uppgrip, 5 lap, 7 fótstig, 10 mön, 13 nær, 15 iðra, 16 ála, 19 ðð. Svör við spurningum á síðu 8 1. Alexander Lúkasjenko. 2. FL-Group. 3. Silkeborg. [ VEISTU SVARIÐ ] Þrjár stúlkur, þær Tinna Lind, Katrín og Fanney, báru sigur úr býtum í kokkakeppni Rimaskóla sem var haldin þriðja árið í röð í gær. Elduðu þær léttsaltaðan þorskhnakka með rótargrænmetis- teningum, kryddjurtaolíu og hvít- laukskartöflumús. Keppnin fer fram á meðal nem- enda í 9. og 10. bekk hjá þeim sem hafa heimilisfræði sem valfag. Mikill fjöldi nemenda velur greinina á hverju ári og á þessari önn eru tæplega 90 nemendur skráðir í heimilisfræði. Í ár kepptu nítján lið í undanúrslitunum. Tveir til fjórir krakkar voru saman í liði en í gær kepptu sjö stigahæstu liðin í úrslitum um titilinn „kokka- meistarar Rimaskóla“. Hráefnið í réttinn mátti ekki kosta meira en 900 krónur og höfðu liðin eina klukkustund til að elda og bera fram. Þess má geta að verkefnið fékk hvatningarverð- laun Menntaráðs á síðasta ári. „Mér fannst þetta rosalega snið- ugt til að hvetja þau til dáða,“ segir Áslaug Traustadóttir heimilis- fræðikennari um tilurð keppninn- ar. „Það getur verið erfitt að kveikja áhuga unglinga á ýmsum hlutum en þetta kveikir í þeim þannig að allir sem koma að þessu eru alveg orðlausir. Þeir eru að sýna mikið sjálfstæði í vinnubrögð- um,“ segir Áslaug og er greinilega afar stolt af nemendum sínum. „Síðan fara þeir heim og elda mat fyrir fjölskylduna. Þeir hafa verið að lýsa því yfir litlir guttar að þeir séu farnir heim að elda því þeir hafi tekið við fiskibollugerðinni,“ segir hún og hlær. Á meðal þess sem kokkarnir ungu hristu fram úr erminni í gær voru dýrindisréttir. Auk sigurrétt- arins elduðu krakkarnir m.a. glóð- aðan lax, gus gus og kjúklingasalat og smálúðu með risotto. Höfðu sumir nemendurnir æft sig að búa til réttina allt að átta sinnum fyrir úrslitin. Að sögn Áslaugar sýnir þessi upptalning hversu svakalega færir krakkarnir séu orðnir í elda- mennskunni. „Þegar þeir fara út í samfélagið eru þeir algerlega jafn- vígir fullorðnum einstaklingum í að elda því þeir hafa svo mikið sjálfstraust þegar þeir koma út,“ segir hún. Til að mynda var einn af dómurunum í gær Egill M. Egils- son sem vann keppnina fyrir tveimur árum en starfar nú sem kokkanemi í Perlunni. Aðspurð segist Áslaug ekki hafa áhyggjur af því að eldamennskan sé að taka við af skákinni í Rima- skóla, en hún hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. „Þessi keppni verður áfram og skákin líka. Þetta er bara svo kröftugur skóli. Þegar við erum með fólk við stjórnvölinn sem hefur áhuga á þessu er þetta fljótt að smita út frá sér,“ segir hún og vonast til að breiða keppnina út um alla grunnskóla Reykjavíkur með því að halda eina stóra kokka- keppni á næsta ári. freyr@frettabladid.is KOKKAKEPPNI RIMASKÓLA: HALDIN ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ Dýrindisréttir í fyrirrúmi Ekki kvikmyndaver „Ég hef ekki spáð mikið í það. Einhvern tímann heyrði ég hugmyndir um að gera þetta að kvikmyndaveri en það er bara hlægilegt að hafa kvikmyndaver ofan í miðjum flugvelli. Það er bara fíflagangur. Þeir eiga frekar að breyta þessu í eitthvað annað.“ Ari Alexander, kvik- myndagerðarmaður. Hugmyndir Hrafns athyglisverðar „Maður spilaði þarna í gamla daga í flottum klúbbum. Svo var körfuboltahöll þarna og tómstunda- og bowling- salur. Heimamenn í Reykjanesbæ verða hreinlega að setjast á þetta mál og reyna að móta sjálfir hugmyndir hvað best er að gera við fasteignir og landgæði og önnur verðmæti sem eru á heiðinni. Mér finnst athyglisverðar hugmyndir Hrafns Gunnlaugssonar um að setja þarna fríverslunarsvæði.“ Óttar Felix Hauksson, framkvæmdastjóri. Væla út nýjan her „Það er spurning hvort við gætum ekki bara fengið nýjan her. Björn Bjarnason gæti vælt út her einhvers staðar, kannski kínverskan her. Annars verður þá bara að rífa þetta.“ Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur. ÞRÍR SPURÐIR MÁLEFNI VARNARLIÐSINS HAFA VERIÐ Í BRENNIDEPLI Hvað á að gera við eignirnar sem herinn skilur eftir sig? FRÉTTIR AF FÓLKI Össur Skarphéðinsson er með öll sverð á lofti í sínum nýjasta pistli en Gillzenegger, alþingismaðurinn Guðjón Hjörleifsson og Geir H. Haarde fá allir á baukinn hjá formanninum fyrrverandi. Össur upplýsir að eflaust dreymi flesta alþingismenn um að líta út eins og Gillzenegger enda sé hann ungur maður og fallegur. Nefnir Össur meðal annars að kraftajötunninn vaxi á sér bringuna, sé fallega sólstofubrúnn og með flottar strípur. Hann grunar Guðjón Hjörleifsson, alþingismanninn knáa úr Vestmannaeyjum, um að vaxa á sér bringuna enda sé hann sá eini sem er með strípur. „...en er ekki viss um hvort hann lítur á sig sem hnakka,“ skrif- ar Össur. Mestu háðsglóðsurnar fær hins vegar formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, sem lét ansi skrautlega samlíkingu falla á fundi „innvígðra og innmúraðra í Valhöll,“ samkvæmt heimildum Össurar. Þegar utanríkis- ráðherrann var spurður út í brotthvarf hersins svaraði Geir af sinni stakri snilld. „Maður fær ekki alltaf það sem maður vill. Og þá verður maður að vinna úr því sem maður þá fær í staðinn. Maður getur ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af ballinu en stundum kannski eitthvað sem gerir sama gagn,“ skrifar Össur og beinir í framhaldinu orðum sínum til vefsíðunnar tíkin.is. „Hvað ætli vinkonur mínar í Tíkunum segi um þetta framlag formannsins síns til umræðunnar um stöðu konunnar í Sjálfstæðis- flokknum sem stundum geisar eins og eldgos á síðum þeirra?“ Íslendingar eru síð-astir á svið í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar sem fram fer í Grikk- landi um miðjan maí. Heimildarmaður Fréttablaðsins sagði þetta vera ágætt en best væri þó að vera um miðja röðina. „Það er sannað að það að vera númer tvö er verst. Fólk er oft ekki sest niður við sjónvarpstækin í upphafi og í lokin eru margir hverjir orðnir leiðir á lögun- um,“ sagði hann í samtali við Frétta- blaðið. „Allt veltur þetta þó náttúrlega á gæðum lagsins.“ Þess má svo geta að myndbandið við lag Silvíu Nætur, Til hamingju Ísland, verður frumsýnt í Kastljósþætti RÚV föstudaginn 24.mars en margir bíða spenntir eftir að sjá útkomuna enda hefur leikstjórinn lofað því að það verði engu líkt. - fgg opið alla laugardaga 10-14 TÚNFISKUR SKÖTUSELUR ÞORSKHNAKKAR HÖRPUSKEL Á FULLRI FERÐ Sigurvegararnir í kokkakeppninni á fullri ferð í Rimaskóla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.