Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 22. mars 2006 35 FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Gunn- ar Heiðar Þorvaldsson skrifaði síð- degis í gær undir þriggja ára samning við þýska úrvalsdeildar- liðið Hannover 96. Gunnar mun fara til Þýskalands skömmu áður en HM hefst í sumar, eða þegar leikmannamarkaðurinn þar í landi opnast að nýju. Hann mun fram að þeim tíma spila með liði sínu Halmstad í sænsku úrvals- deildinni. Kaupverðið á Gunnari er ekki gefið upp en eftir því sem þýskir fjölmiðlar komast næst er talið að það sé í kringum 100-150 milljónir króna. Það er því ljóst að Eyjamaðurinn knái er ein besta fjárfesting sem Halmstad hefur gert í síðari tíð, en það borgaði ÍBV sex milljónir króna fyrir Gunnar Heiðar í lok sumars 2004. Gunnar Heiðar var í skýjunum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær enda loksins búinn að ganga frá sínum málum. „Ég er mjög sáttur með að þetta sé komið á hreint og ég tel að ég sé að taka hárrétt skref,“ sagði hann. Gunnar hefur verið orðaður við fjölmörg lið úti um alla Evrópu á síðustu mánuðum. Hannover var eitt af þeim félögum sem höfðu fyrst samband við hann eftir að hann byrjaði að vekja athygli í Svíþjóð fyrir góða frammistöðu með Halm- stad. Gunnar Heiðar sagði að þýska liðið hefði í raun alltaf verið hans fyrsti kostur enda hafði það sótt stíft eftir kröftum hans. „Undir það síðasta var þetta orðið eina liðið sem ég vildi fara til. Þess vegna er þetta algjör draumur fyrir mig. Nú er bara að klára mína leiki sem eftir eru hjá Halmstad með sóma,“ sagði Gunnar Heiðar en hann mun ná fyrstu níu leikjum Halmstad í sænsku úrvalsdeild- inni áður en hann heldur formlega til Þýskalands. Hannover 96 hefur verið á gríð- arlegri uppleið í Þýskalandi á síð- ustu árum eftir að hafa átt í mikl- um erfiðleikum undir lok síðasta áratugar. Eftir langa dvöl í neðri deildunum komst liðið upp í úrvals- deildina á ný árið 2002 og síðan þá hefur það verið í örum vexti. Liðið hafnaði í 10. sæti úrvalsdeildar- innar í fyrra og er nú í því 7. og því í harðri baráttu um Evrópusæti. Félagið hefur tvívegis orðið þýsk- ur meistari, árin 1938 og 1954, og þá var það bikarmeistari árið 1992. Liðið spilar heimaleiki sína á hinum stórglæsilega AWD-leik- vangi í Hannover. Hann tekur tæp- lega 40 þúsund manns í sæti og eru heimaleikir þess afar vel sóttir af stuðningsmönnum liðsins. Gunnar Heiðar verður 24 ára gamall þann 1. apríl nk. og verður Hannover þriðja félagið sem hann leikur fyrir á sínum ferli. Hann lék með ÍBV framan af sínum ferli en fór til Halmstad sumarið 2004 og varð markakóngur sænsku úrvals- deildarinnar á síðustu leiktíð með 16 mörk í 23 leikjum. vignir@frettabladid.is Algjör draumur fyrir mig Framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skrifað undir samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover 96 og gengur formlega í raðir félagsins í sumar. Gunnar telur sig vera að taka hárrétt skref með því að fara til Þýskalands. GUNNAR HEIÐAR Sést hér fagna eina landsliðs- markinu sem hann hefur skorað hingað til, en það kom í 5-1 sigurleik gegn Möltu í undankeppni HM á síðasta ári. FRÉTTA BLAÐIÐ/PJETUR KÖRFUBOLTI Grindavík tekur á móti Keflavík í kvöld í undanúrslitum Iceland-Express deildar kvenna í körfubolta. Liðin hafa spilað fjór- um sinnum í vetur en Keflavík hefur aðeins náð að sigra einu sinni en Grindavíkurstúlkur þri- svar. Leikirnir hafa þó alltaf verið jafnir og spennandi og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavík- urstúlkna býst við skemmtilegu undanúrslitaeinvígi. „Ég býst við því að það verði framhald á þeirri miklu spennu sem hefur einkennt leiki þessara liða í vetur. Það lið sem hungrar meira í að komast áfram, það vinnur einvígið og ég trúi ekki öðru en að hungrið í okkar her- búðum sé mikið þar sem við erum ekki fullkomlega sátt við vetur- inn. Við ætluðum okkur betri hluti á tímabilinu. Nú er komið að síð- ustu keppninni í vetur sem jafn- framt er sú stærsta. Verkefnið okkar þar er að mæta Grindavík og vissulega ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Sverrir við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum Grindavíkurlið- ið vel og spiluðum við þær í síð- ustu umferð Íslandsmótsins þar sem við töpuðum. Í þeim leik var það slæm skotnýting sem varð okkur algjörlega að falli en ef hún væri eins og hún á að sér að vera þá værum við sjálfsagt að byrja á heimavelli núna en fyrst og fremst hugsa ég bara um mitt lið. Það skiptir miklum sköpum að koma tilbúnar til leiks og við þurf- um að spila ákveðið gegn Grinda- vík, ef við gerum það þá eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Sverrir sem hræðist ekki Tamöru Stocks, nýju bandarísku stúlkuna í Grindavíkurliðinu en hún hefur meðal annars spilað í WNBA körfuboltanum og hefur sýnt að hún er frábær leikmaður. „Að sjálfsögðu reynum við að láta hana hafa fyrir hlutunum, hún er orðin þeim mjög mikilvæg þar sem hún er eini hávaxni leik- maðurinn í liðinu og leikur þeirra byggist mikið upp á því að finna hana inni í teignum. Við hjálp- umst að með að stoppa hana,“ sagði Sverrir. Auk þess að þjálfa stúlkurnar spilar Sverrir með karlaliði Keflavíkur. „Það gengur ágæt- lega að sameina þetta. Stundum verður maður þreyttur andlega en auðvitað er þetta mjög gaman og ég valdi mér þetta sjálfur. Stefnan fyrir tímabilið var að vinna tvöfalt og hún hefur ekkert breyst,“ sagði Sverrir að lokum. - hþh Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem mætir Grindavík í kvöld: Hungrið mun ráða ríkjum SVERRIR ÞÓR SVERRISSON Býst við stór- skemmtilegu úrslitaeinvígi gegn Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Ein af goðsögnum enska landsliðsins sem varð heimsmeist- ari árið 1966, Bobby Charlton, telur að enska landsliðið geti fetað í fótspor gamla liðsins og tryggt sér heimsmeistaratitilinn í ár. „Ég vil ekki koma með neinar sleggjur en já, ég held að við séum með nógu gott lið til að hampa titl- inum. Ég vil ekki setja of mikla pressu á þá enda hafa margir þeirra átt mjög langt og strangt tímabil. En þetta er gott tækifæri til að skrá nafn sitt í sögubækurn- ar,“ sagði Charlton í gær. „Allir leikmenn vilja verða heimsmeistarar, en til þess þurfa þeir að vinna þetta mót. Það er spennandi sumar framundan,“ bætti Charlton við. - hþh Bobby Charlton: England getur unnið HM BOBBY CHARLTON Vill ekki setja of mikla pressu á leikmenn enska landsliðsins. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að honum gangi ekkert að fá sænska framherjann Henrik Larsson til að skipta um skoðun en Larsson hefur ákveðið að hætta hjá spænsku risunum í sumar. Larsson er 34 ára gamall og ætlar sér að ljúka ferlinum hjá Helsingborg í heimalandi sínu. „Allir hjá félaginu, allt frá þjálfurum og leikmönnum til stjórnarmanna, hafa reynt að telja honum trú um að fara ekki í sumar. En hann hefur gert upp hug sinn og við virðum það,“ sagði Rijka- ard. Larsson hefur skorað eitt mark í leik í síðustu fimm leikjum hjá Barcelona og er kominn með níu mörk á tímabilinu þrátt fyrir að vera sárasjaldan í byrjunarliðinu. - hþh Frank Rijkaard: Larsson neitar að vera áfram HENRIK LARSSON Hættir hjá Barcelona fyrir Helsingborg. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Glenn Roeder, stjóri New- castle, hefur greint frá því að um þrjár vikur séu þangað til Michael Owen geti farið að spila knatt- spyrnu á nýjan leik. Owen fót- brotnaði í desember og um tíma var óttast að hann myndi missa af HM í sumar. „Michael er enn frá vegna meiðsla líkt og Kieron Dyer og Steven Carr. En ég er fullviss um það að þeir verði allir komnir aftur á fullt eftir þrjár vikur,“ sagði Roeder. Dyer hefur verið frá keppni frá því í febrúar líkt og Carr og verða þeir kærkomin við- bót fyrir Newcastle sem er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. - hþh Glenn Roeder: Þrjár vikur í Michael Owen FÓTBOLTI Lionel Messi á bræðrum sínum og Ronaldinho mikið að þakka fyrir velgengni sína á knattspyrnuvellinum. Hann hefur greint frá því að óbilandi keppn- isskap sitt sé frá bræðrum hans komið en Ronaldinho hafi aftur á móti tekið hann upp á arma sína þegar hann kom fyrst til Barce- lona. „Ég hef hatað það að tapa frá því að ég var ungur. Ef ég lék mér við bræður mína Matías og Maxi þá enduðum við nánast alltaf á því að slást. Ef ég tapaði þá hlógu þeir að mér og kýldu mig þangað til ég fór að gráta. Þeir kenndu mér því að hata það að tapa með bræðraást sinni,“ sagði Argent- ínumaðurinn. Messi segir að hann eigi Ron- aldinho mikið að þakka en Arg- entínumaðurinn og Brasilíumað- urinn hafa myndað eitt mest spennandi sóknarlínu í heimi ásamt Samuel Eto´o. „Ronnie hefur verið mér ómet- anlegur. Ég var mjög ungur þegar ég kom fyrst inn í búningsher- bergið hjá Barcelona en hann bauð mig strax velkominn. Hann studdi mig mikið og fylgdist með framgangi mínum. Ég lít mjög mikið upp til hans,“ sagði hin 18 ára gamla stórstjarna að lokum. - hþh Argentínska unglingsstirnið Lionel Messi um velgengni sína hjá spænska stórliðinu Barcelona: Ronaldinho tók mig upp á sína arma FORMÚLA Keppnisliðin Ferrari, McLaren og BMW þurfa að breyta afturvæng bíla sinna fyrir næsta kappakstur í formúlunni sem fram fer í Ástralíu og þarf Ferrari einn- ig að breyta framvæng sínum. Þetta ákvað Alþjóða aksturs- íþróttasambandið á fundi sínum í gær eftir að hafa farið yfir kvörtun annarra liða eftir kappaksturinn í Malasíu um síðustu helgi. Talið er að vængirnir á bílum Ferrari og McLaren þurfi á mikl- um breytingum að halda til að verða löglegir en að umbæturnar sem þurfi á væng BMW séu smá- vægilegar. - vig Ferrari, McLaren og BMW: Gert að breyta vængjunum FÓTBOLTI Massimo Moratti, eigandi Inter Milan, hefur opnað fyrir að hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy komi til liðsins og sér Moratti hann fyrir sér sem hinn fullkomna framherja með Adria- no. Auk þess hefur Thierry Henry verið orðaður við Inter en Moratti segir að hann sé ekki á leiðinni til félagsins. „Henry er leikmaður sem ég dýrka að horfa á. En munurinn á Henry og Van Nistelrooy er sá að ég veit að Nistelrooy er ekki ánægður í Manchester. En Nistel- rooy er mjög góður framherji,“ sagði Moratti í gær. - hþh Massimo Moratti: Nistelrooy er góður kostur RONALDINHO OG LIONEL MESSI Bestu félagar innan sem utan vallar. NORDICPHOTOS/AFP MICHEAL OWEN Á góðum batavegi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.