Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 46
 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Miðvikudagurinn 15. mars var svartur dagur í sögu Moggans. Þá var kveðinn upp sýknudómur í Baugsmálinu eftir þriggja ára lög- reglurannsókn og meira en hálfs árs dómsmeðferð fyrir héraðs- dómi á þeim anga málsins, sem Hæstiréttur hafði ekki vísað frá. Málið hófst sem kunnugt er á rit- stjóraskrifstofum Morgunblaðsins með því að ritstjóri þess, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins og einn kunnasti lögmaður landsins, „innmúraðir og innvígð- ir“ að eigin sögn, tókust á hendur að koma á framfæri við ríkislög- reglustjóra, góðkunningja sinn, framburði manns, sem dómstóll hefur nú lýst ótrúverðugan og látið hafi stjórnast af heiftarhug til hinn ákærðu. Hvort þessir þremenn- ingar blönduðu vini sínum, forsæt- isráðherra landsins, í þennan mála- tilbúnað hefur aldrei verið upplýst. Sama dag tilkynnti undirtylla í bandaríska utanríkisráðuneytinu með símtali þá einhliða ákvörðun Bandaríkjaforseta að þyrlur og herþotur varnarliðsins mundu hafa sig á brott af landinu í síðasta lagi fyrir lok september. Þar með hrundi öll sú viðleitni Moggans á undanförnum þremur árum að persónugera öryggi Íslands í forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins. Ekki aðeins hvíldu íslensk öryggismál á traust- um samningum við stórveldið í vestri og órofa vináttu Íslands og Bandaríkjanna, sem teygði sig aftur til stríðsáranna og aðdrag- andans að stofnun íslensks lýð- veldis, heldur kæmu nú einnig til persónuleg tengsl íslenskra ráða- manna við æðstu menn í Washing- ton. Þannig hélt Mogginn því ítrek- að hátt á loft að Davíð Oddsson hefði lagt sérstaka rækt við tengsl við Bush-fjölskylduna. Í krafti þeirra tengsla hefði tekist að færa forræði varnarsamningsins úr klóm hins óvinveitta Rumsfelds í varnarmálaráðuneytinu yfir til skrifstofu forsetans í Hvíta hús- inu, þar sem Íslendingar ættu skilningi að mæta. Því til sönnun- ar varð Davíð sér úti um áheyrn hjá George Bush og fékk sig myndaðan með honum. Við skyld- um eigi óttast, málið væri nú komið úr höndum Rummys og þeir tveir, Davíð og George, mundu útkljá það sín á milli. Svo trúgjarnir voru menn á sannleiksgildi eigin áróðurs að Davíð taldi óhætt að hafa í hótun- um og lýsa yfir að dirfðist Banda- ríkjastjórn að taka einhliða ákvörðun um brottför þotna sinna og þyrlna héðan yrði litið á það sem samningsrof og þeir gætu haft sig brott með allt sitt hafur- task. Svo fór Davíð í Seðlabank- ann og þá voru góð ráð dýr. Hvað með persónulegu tengslin? Mogg- inn upplýsti okkur þá um að, ef eitthvað væri, þá hefði Geir Haarde jafnvel enn betri sambönd í Washington. Aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og Geir hefðu að vísu ekki verið samtíða í skóla, en þeir hefðu numið hjá sama prófessor. Og Geir fékk mynd af sér með Condoleezzu Rice og enn vorum við send í hátt- inn í fullvissu þess, að ekkert yrði úr þriggja ára gamalli hótun um brottflutning hersins, meðan okkar menn gætu kippt í spotta í Washington og afstýrt samnings- rofum í krafti persónutöfra sinna. Haldleysi þessa uppspuna er nú glöggt komið í ljós. „Þjóðir eiga sér ekki vini, eingöngu hagsmuni“ var einhvern tíma sagt og sannast það enn. Því að það er einfaldlega ekki satt hjá Mogga að Ísland hafi fylgt ósveigjanlegri utanríkis- stefnu frá lýðveldisstofnun byggðri á órofa vináttu og fylgis- spekt við Bandaríkin. Grunnurinn að auðlegð okkar í dag er byggður á útfærslu landhelginnar. Og þeir hagsmunir okkar kölluðu á það að við tefldum hugvitssamlega hvoru gegn öðru varnarsamningnum við Bandaríkin og viðskiptunum við Sovétríkin. Það útheimti að í þeim leik varð að skáka Sjálfstæðis- flokknum frá stjórnvelinum við útfærsluna bæði í 12 og 50 mílur. Um aldarfjórðungsskeið eftir 1953 stóðum við af okkur viðskiptabann vinaþjóða okkar í V-Evrópu með aðgengi að tveimur mjög ólíkum mörkuðum: þeim bandaríska og þeim sovéska. Staðreyndin er sú að við höfum alltaf fylgt mjög sveigjanlegri utanríkispólitík og höfum aldrei þurft meira á henni að halda en nú. Einstrengingsaf- staða Sjálfstæðisflokksins og Moggans er einfaldlega úr takti við tímann og veruleikann og sá flokkur sem fyrstur hristir af sér hugmyndaviðjar kalda stríðsins og kemur fram með sjálfstæða íslenska utanríkisstefnu, byggða á hagsmunum þjóðarinnar og sér- stöðu íslensks samfélags, mun eiga leikinn. ■ Heimsmynd Moggans hrynur Í DAG UM SVEIGJAN- LEGA UTANRÍKIS- STEFNU ÓLAFUR HANNI- BALSSON Hagsmunir okkar kölluðu á það að við tefldum hugvitssam- lega hvoru gegn öðru, varnar- samningnum við Bandaríkin og viðskiptunum við Sovétríkin. Þegar hitinn var sem mestur í deilum kalda stríðsins var hugtakið sjálfstæð utanríkisstefna gjarnan notað sem and-heiti við ríkjandi utanríkisstefnu landsins. Með hæfilegri einföldun má segja að það hafi falið í sér að gefa ætti Bandaríkj- unum langt nef í utanríkismálum, reka Varnarliðið og segja Ísland úr Atlantshafsbandalaginu. Kalda stríðinu er nú löngu lokið og þjóðin horfist í augu við nýjan veruleika á Keflavíkurflugvelli. Þá heyrist á ný að nauð- syn beri til að taka upp sjálfstæða utanríkisstefnu. Hvað felst í því hugtaki nú er að vísu ekki með öllu ljóst. Sennilega er hug- takinu þó sem fyrr ætlað að lýsa andófi við ríkjandi stefnu. Kjarni málsins snýst ekki um slagorð af þessu tagi. Ekki er óeðlilegt að fjölmargar spurningar vakni við þau kaflaskil sem við blasa á haustdögum. En gefur sú breyting tilefni til að hverfa í einhverjum grundvallaratriðum frá þeirri utanríkisstefnu sem fylgt hefur verið? Takast þarf á við nýjar aðstæður en engin gild rök hafa verið færð fyrir því að það kalli á stefnubreytingu. Lengst af var góð samstaða með þremur stjórnmálaflokkum, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokkn- um, um það sem kalla má meginatriði utanríkisstefnunnar, og gilti þá einu hvort þeir voru í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu. Samfylkingin varð síðan til úr flokkum sem komu algjörlega úr gagnstæðum áttum að því er utanríkis- og varnarmálin varðar. Stefna flokksins hefur af þeim sökum, og það mjög skiljanlega, verið nokkuð óráðin á þessu sviði. Vel má vera að þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum á Keflavíkurflugvelli gefi flokksforystunni tækifæri til þess að fella saman sjónarmið í utanríkis- og varnarmálum sem fram til þessa hafa verið jafn illa til þess fallin að blandast eins og olía og vatn. Það væri góð framför í þróun nýs stjórnmálaflokks sem bæði meðhaldsmenn og móthaldsmenn gætu fagnað. Í sjálfu sér er slíkt innra viðfangsefni eins stjórnmálaflokks hins vegar algjörlega óháð því verkefni sem blasir við stjórn- völdum, að bregðast við nýjum aðstæðum í varnarsamstarfinu við Bandaríkin. Í því samhengi eru fullgild þau gömlu hyggindi skaftfellskra vatnamanna að snúa ekki við í miðju straumvatn- inu. Álitaefni um það hver eigi að leggja fram tillögur á næsta fundi er deila um samningatækni en ekki stefnubreytingu. Innan Atlantshafsbandalagsins höfum við verið í hópi þeirra ríkja sem lagt hafa mesta áherslu á tengslin við Bandaríkin og átt þar samleið með þjóðum eins og Bretum, Dönum og Norð- mönnum. Þó að eðli Atlantshafsbandalagsins sé að breytast og Bandaríkin gefi því ekki sama gaum og áður og vilji fremur mynda samstöðu um einstök viðfangsefni í alþjóðamálum sýnist það ekki vera í samræmi við íslenska hagsmuni að kúvenda nú í þessu efni. Samstarf Evrópuþjóðanna í varnar- og öryggismálum er í þróun. Ísland þarf vitaskuld að gæta að stöðu sinni í allri þeirri framvindu. Við höfum hins vegar lítið upp úr því að skipa okkur í sveit með þeim þjóðum í Evrópu sem mest ala á tortryggni í garð Bandaríkjanna. Það er ekkert sjálfstæði í því fólgið; aðeins minni hagsmunir á einhverju mikilvægasta sviði utanríkisstefn- unnar. ■ SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Sjálfstæð utanríkisstefna: Hver er hún? ���������������������������������������� ������������ ����� ��� ����������� ���� ��� ���� ������ ��� ������ ���� ��� ������������������������������������������������������ ������������� ���������������������������������������������� ���������������������������������� � ������� ����������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ����������������� ��� ������ ������� ����� ��������� ������� ���� ����� ��� ����������� ������ ����� ��������������� ������� ����� ��������� ��� ��� ��� ������ ���� ��� ����� ������ �� ���� �������������� ������ ����� ��� ���� ���� ������� ��������� ��������������������������������������������������������� ������������� ��������������������� �������������� �������������������������������������������������� �������������������������� ����������� �������� �������� ��� ��� ��������� ����������� ���� ������ ��������� ���������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ����������������������������������� ���������������������������� �������������� �������������� ���������� ������������� Deilt við dómarann Stundum er sagt að ekki tjói að deila við dómarann. Dómur er dómur, jafnvel þótt minnihluti fjölskipaðs dóms skili séráliti og komist að gagnstæðri niður- stöðu. Þetta á ekki beinlínis við um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu um daginn. Þjóðfélagið er ennþá skaut- að, með og á móti Davíð, með eða á móti Jóni Ásgeiri og Jóhannesi. Þetta er eins og spurning um að halda með Manchester United eða Chelsea; bullurnar hafa sig mest í frammi og mynda harðsnúna áhangendaklúbba. Menn skipuleggja fundi í Háskólanum í Reykjavík um mat á sönnunargögnum og munnlegum vitnisburði í sakamálum. Fá málsmetandi ráðgjafa Morgunblaðsins úr röðum endurskoðenda til að fjalla um mun á lánum og ekki lánum. Fá hugsanlega norska saksókn- arann Morten Eriksen, greinarhöfund í Morgunblaðinu, til að halda fyrirlestra á vegum Lögfræðingafélagsins um nauðsyn þess að slaka á kröfum um verknaðarlýsingar í meintum brotum. Með hvaða liði heldur þú? Nú bíða margir spenntir eftir því að Háskólinn í Reykjavík haldi málþing um þann lærdóm sem ákæruvaldið megi draga af þeirri útreið sem það hefur fengið í Baugsmál- inu. Fyrirlesari gæti verið Jón H.B. Snorrason. Og Benedikt Bogason, formaður Lög- fræðingafélags Íslands, er sjálfsagt að skipuleggja málþing með Jónatan Þórmundssyni lagaprófessor og danska lögfræðingnum Tyge Trier. Það er ef til vill óþarft þar sem Tyge hefur þegar komið hingað til lands, talað máli sakborninga og veifað 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu þeim til varnar. Það væri hægt að fá dómsmálaráðherrann til þess að setja málþingið en ekki meir, því hann hefur lýst því yfir margoft að hann tjái sig ekki um Baugsmálið. Til að gæta jafnvægis mætti fá Morten Eriksen saksóknara frá Noregi til að endurflytja Morgunblaðs- greinina sína. Úr því Tyge Trier er nefnd- ur hér. Sjálfsagt eru þau Jóhannes, Jón Ásgeir og Kristín í Baugi búinn að greiða honum uppsett verð fyrir mannrétt- indaúttektina. Rétt eins og þau létu sig ekki muna um að rétta barnasjúkrahúsi landsmanna 300 milljónir króna meira en þremur og hálfu ári eftir að Jón H.B. sótti Jón Gerald út í bæ og húsleit var gerð hjá Baugi Group. johannh@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.