Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 22. mars 2006 21 Leiðbeiningar um gerð og upp- byggingu reiðvega nefnist rit sem nýlega er komið út. Það var fyrst kynnt fyrir þremur árum en hefur nú litið dagsins ljós. Er það samvinnuverkefni Vegagerðar- innar og Landssambands hesta- manna. Leiðbeiningunum er ætlað að auðvelda skipulags- og fram- kvæmdaraðilum gerð reiðvega á öllu landinu. Þær eru til almennra viðmiðana og leiðbeinandi fyrir sveitarfélög, landeigendur, skipu- lagsfræðinga, Vegagerðina og for- svarsmanna hestamanna við skipulagsvinnu go gerð reiðvega. Leiðbeiningar: Gerð reiðvega Hestamannafélagið Fákur stend- ur fyrir fræðslufundi í félags- heimilinu í Víðidal annað kvöld klukkan 20. Herdís Reynisdóttir, búfræðikandidat, kynbótadómari og reiðkennari frá Hólaskóla, heldur fyrirlestur um tengsl byggingar og reiðhestshæfileika með sérstaka áherslu á yfirlínu hrossa. Herdís mun ræða um hvernig bygging og yfirlína hrossa hafa áhrif á reiðhestshæfileika, af hverju rétt yfirlína er mikilvæg og hvernig knapinn getur haft áhrif á hana til hins betra. Einnig mun hún koma inn á áherslur í kynbótadómum á þessa þætti og ólíkar skoðanir þjálfara. Fyrirlest- urinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Hestamannafélagið Fákur: Yfirlína á fræðslufundi Tímaritið Hestar mun í byrjun apríl gefa út þemablað um stóð- hestinn Hrafn frá Holtsmúla. Þetta er gert í tengslum við sér- staka Hrafnsmessu, minningar- hátíð um þennan mikla stóðhest sem haldin verður í Ölfushöllinni 19. apríl. Í blaðinu verður rakin saga hestsins, rætt við þá sem helst höfðu áhrif á ævi hans og gengi. Getið verður merkustu afkvæma hans, stóðhesta, hryssna og keppn- ishrossa, og rætt við knapa og ræktendur sem hafa heillast af afkvæmum og afkomendum Hrafns. Tímaritið Hestar: Sérrit um gæð- inginn Hrafn HRAFN FRÁ HOLTSMÚLA Gæðingur sem fallinn er nú frá. FRÉTTABLAÐIÐ/JENS EINARSSON SÉRFRÆÐINGURINN: SIGURÐUR TORFI SIGURÐSSON FORMAÐUR NÝSTOFNAÐS JÁRNINGAMANNAFÉLAGS Markmiðið að efla fagþekkingu á járningum „Markmið félagsins er að efla fag- þekkingu á járningum,“ segir Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari, nýkjörinn formaður hins nýstofnaða Járningamannafélags Íslands sem var formlega stofnað á laugardaginn í félagsheimili Gusts í Kópavogi. Sigurður Torfi segir að rúmlega 20 manns hafi sótt fundinn og 10 til viðbótar séu búnir að skrá sig. Menn geti gerst stofnfélagar til 18. apríl með því að senda inn skriflega umsókn. „Félagið er opið öllum þeim sem fást við járningar. Við viljum fá inn menn sem eru að vinna mikið við þetta fag, bæði þá sem járna mikið fyrir sjálfa sig og hina sem einnig járna í og með fyrir aðra,“ segir Sigurður Torfi. Járningamannafélagið heldur sitt fyrsta námskeið 26. og 27. maí. Þá kemur hingað til lands maður að nafni Hans Castelijns, sem er hol- lenskur að uppruna en býr á Ítalíu. Hann er bæði menntaður dýralæknir og járningamaður. „Ég hef farið á fjögur námskeið hjá honum og hann hefur alltaf verið með mismunandi efni á dagskrá. Það virðist vera alveg sama hvar gripið er niður hjá honum í þessu fræðum. Hann helgar líf sitt þessu fagi.“ Fyrirkomulag námskeiðsins er ekki alveg fullunnið enn, en forráða- menn félagsins eru jafnvel að hugsa um að hafa það að hluta til opið, þannig að almenningi gefist kostur á að koma inn. Fleiri námskeið og fyrirlestrar á vegum hins nýstofnaða félags eru í vinnslu, að sögn Sigurðar Torfa. H 9. hvervinnur Harry Potter Þú sendir SMS skeytið BTC VHP á númerið 19oo Þú svarar spurningu Þú gætir unnið Harry Potter & Eldbikarinn Fyrri Harry Potter myndir Harry Potter tölvuleikir Pepsi kippur Varningur tengdur PS2 og tölvuleikjum Fullt af öðrum DVD myndum og tölvuleikjum Og margt fleira Harry Potter myndirnar á DVD og Samsung X-640 Aukavinningar eru: Aðalvinningur er: LENDIR Í VERSLANIR BT 23. MARS Agrakadabra! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . OG ELDBIKARINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.