Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R I R T Æ K I NimbleGen Systems er kannski ekki mjög þekkt meðal íslensks almennings en velþekkt innan samfélags rannsókna í lífvísindum. Á þeim fjórum árum sem fyrirtækið hefur starfað á Íslandi hefur fyrirtækið margfald- ast í vexti, ekki síst á síðasta ári þegar starfs- mannafjöldi meira en tvöfaldaðist, og nú starfa þar 25 háskólamenntaðir starfsmenn. Framleiðsla og þjónusta fyrirtækisins tók mikinn kipp á árinu 2005 og sjá stjórnendur fyrirtækisins fram á mikinn vöxt á næstu árum, mestmegnis hér á Íslandi. UNDIRBÚNINGSVINNAN SKILAR SÉR Stanley Rose, forstjóri NimbleGen Systems, var staddur hér á landi nýverið ásamt David Snyder, fjármálastjóra fyrirtækisins. Hann útskýrir mikinn vöxt fyrirtækisins með því að vinna síðustu ára sé farin að skila sér og segir að eftirspurnin hafi aukist gríðarlega. „Fyrstu þrjú árin eftir stofnun fyrirtækisins árið 1999 vorum við fyrst og fremst að þróa áfram okkar tækni og sinntum lítið mark- aðssetningu. Það var ekki fyrr en seint árið 2003 sem fyrirtækið fór fyrir alvöru að selja framleiðslu sína og þjónustu. Árið 2004 voru nokkrir virtir vísindamenn farnir að nota og tala um vöruna sín á milli. Þannig fór gekk gott orðspor manna á milli sem skilaði sér svo þannig að pantanir þrefölduðust árið 2005.” MIKIÐ RÚM TIL FREKARI VAXTAR NimbleGen er þjónustufyrirtæki á sviði líf- tækni, starfar á alþjóðamarkaði og framleiðir DNA-örflögur sem notaðar eru í rannsókn- ir á sviði líftækni og heilbrigðisvísinda. Í heildina starfa um 85 manns hjá NimbleGen Systems. Flestir þeirra eru í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Madison-borg í Wisconsin- ríki Bandaríkjanna, um 25 eru hér á á landi og sex manns í Waldkraiburg í Þýskalandi þar sem unnið er að þróun og framleiðslu á efnum sem notuð eru til örflögusmíðinnar. Þar að auki eru um tíu starfsmenn dreifðir um heimsbyggðina og vinna að sölumálum og stuðningi við viðskiptavini fyrirtækisins, en þá er fyrst og fremst að finna í flestum lönd- um Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Kína og Japan. Þegar árið 2004 var hálfnað sáu stjórn- endur NimbleGen að starfsemin var að sprengja utan af sér. Þess vegna réðust þeir í að stækka við sig á Íslandi og fluttu nýverið í stærra og betra húsnæði að Vínlandsleið í Grafarholti. „Við takmörk- uðumst fyrst og fremst af rými en í nýja húsnæðinu höfum við heilmikið ráðrúm til frekari vaxtar. Við getum vaxið sex til sjöfalt áður en við þurfum að fara að huga að því að flytja okkur aftur um set.“ ÞYRPING LÍFTÆKNIFYRIRTÆKJA MÖGULEG NimbleGen fær meðal annars styrki frá Rannís, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun í samstarfi við íslenska vísindamenn, til dæmis hjá líftæknifyrirtækinu Prokaria, Krabbameinsfélagi Íslands og rannsóknar- hópum í Háskóla Íslands. „Í tengslum við starfsemi okkar hafa tvö íslensk fyrirtæki einnig hafið starfsemi hér, Lindgen ehf. og WiCell á Íslandi. Þessi tvö fyrirtæki eru í eigu bandarískra vísindastofnana og leigja af okkur aðstöðu. Þetta eru fyrirtæki með íslenska starfsmenn sem eru með alþjóðleg verkefni þar sem flögurnar frá NimbleGen eru notaðar. Við sjáum fyrir okkur að þessi þróun haldi áfram og í framtíðinni myndist jafnvel þyrping fyrirtækja og rannsóknahópa sem samnýta aðstöðu og notast við fram- leiðslu okkar í rannsóknum sínum,” segir Sigríður Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri NimbleGen Systems hér á landi. GENGI KRÓNU RÉÐ EKKI ÚRSLITUM Hvers vegna varð Ísland fyrir valinu þegar fyrirtækið fór að huga að því að færa út kvíarnar? „Einhver benti okkur á að Ísland gæti verið upplagður staður til að setja upp rannsóknarstofu. Við fylltumst forvitni og fórum að skoða málið. Í ljós kom að margir kostir fylgja því að halda úti starfsemi sem okkar hér á landi. Efnahagslegt umhverfi, landfræðileg lega og flutningakerfi eru okkur mjög hagstæð. Hér eru líka fjölmargir vel menntaðir starfsmenn og þjálf- aðir á okkar sviði. Lög um einkaleyfi á hugverkum voru okkur líka hagstæð og allt þetta samanlagt olli því að við vildum vaxa hér áfram. Það er óhætt að segja að gengi okkar hér hefur farið fram úr okkar björt- ustu vonum,“ segir Stanley Rose og bætir við að það hafi verið skemmtilegur plús að hér tala allir reiprennandi ensku en því hafi hann ekki gert ráð fyrir. Aðspurður segir fjármálastjóri NimbleGen Systems, David Snyder, að sterkt gengi krónunnar gagnvart dollaranum spili ekki svo stórt hlutverk í rekstri fyrirtækisins. Tekjur fyrirtækisins séu að mestu í dollurum en það sé kostnaður- inn líka að miklu leyti. Gengismálin hafi því ekki úrslitaáhrif á hvort fyrirtækið starfi hér á landi eða ekki. SAMKEPPNIN FER HARÐNANDI Hvað samkeppni varðar segjast þau Rose og Sigríður að enginn bjóði sams konar vöru og þau. Vissulega séu önnur fyrirtæki sem selji DNA-örflögur til rannsókna á genastarfsemi en þau noti aðrar aðferðir til örflögusmíð- innar. „Við höfum þróað ákveðna tækni sem gerir okkar vöru afar aðlaðandi í augum vísindamanna. Þess vegna höfum við vaxið svona hratt að undanförnu.“ Samkeppnin á markaðnum fer þó harðnandi enda er markaðurinn fyrir lífvísindarannsóknir afar lifandi. Árlega er fimmtíu milljörðum doll- ara varið í lífvísindarannsóknir á heimsvísu og ef aðeins er litið til markaðarins með DNA-örflögur fer milljarður árlega í það. Framlögin aukast ört svo það er til mikils að vinna. „Við erum tiltölulega ung á mark- aðnum en án alls vafa það fyrirtæki sem STANLEY ROSE, FORSTJÓRI NIMBLEGEN SYSTEMS, OG SIGRÍÐUR VALGEIRSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI FYRIRTÆKISINS Á ÍSLANDI Í nýjum húsakynnum fyrirtækisins er svigrúm fyrir allt að sex- til sjöfalda stækkun og miðað við vöxt starfseminnar á síðasta ári mun ekki veita af fermetrunum á komandi misserum. DNA-örflögur smíðaðar á Íslandi Í Grafarholtinu hefur hópur sérfræðinga hreiðrað um sig undir merkjum NimbleGen Systems og smíðar DNA-örflögur sem notaðar eru í líftæknirannsóknir. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti stjórn- endur fyrirtækisins í splunkunýjum starfsstöðvum þess og fræddist um starfsemina. NimbleGen Systems Höfuðstöðvar: Wisconsin-ríki Stofnað: 1999 Starfsmenn: 85, þar af 25 á Íslandi Það hefur verið unaðslegt að fylgjast með leiksýningunni í kringum brottrekstur banda- ríska varnarliðsins frá Keflavík. Áhugaverðast er þó hvernig íslensk stjórnvöld hafa kúgað bandarísk stjórnvöld með sér í lið þannig að allir dansi saman dansinn til að hylma yfir þá niðurlægingu Bandaríkjanna að vera hent út úr landinu án nokk- urs fyrirvara. Öllum sem skoða málið af ein- hverri alvöru ætti að vera ljóst að ástæða brottflutnings herliðsins er einfaldlega sú að Bandaríkjamenn gerðust brotlegir við varnarsamning landanna. Þetta gerðist fyrir rúmlega tveimur vikum þegar hið svokallaða „matsfyrirtæki“ Fitch gaf út kolvitlausa heims- endaspá um íslenska hagkerfið. Vanmáttur varnarliðsins varð á þeirri stundu íslenskum ráða- mönnum ljós og þessum dáð- lausu dátum var umsvifalaust fyrirskipað hafa hypja sig burt með allt sitt hafurtask og her- gögn. Myndin er raunar óðar að verða skýrari því í ljós kemur að þaul- hugsuð áætlun um uppbyggingu á Miðnesheiði liggur þegar fyrir. Bæjarstjórinn í Keflavík leggur til að mynda mikla áherslu á að greiningardeild lögreglunnar verði staðsett í bænum. Það er augljós mótleikur á móti herferð útlenskra greiningardeilda gegn íslenskum hagsmunum að ríkið stofni sína eigin greiningardeild sem komið getur fram hefndum gegn hverjum þeim sem ræðst að íslenskum bönkum og vík- ingahagkerfinu. Samkvæmt traustum heimildum Aurasálarinnar mun greining- ardeildinni ekki aðeins vera ætlað að vera varnarlið - heldur ekki síður sóknarlið. Þetta er nýnæmi í hermálum hér á landi en alls ekki óþekkt annars staðar í heiminum. Þá mun standa til að Íslendingar taki loksins upp á því að stofna sína eigin leyni- þjónustu og trúarlögreglu. Leyniþjónustan á Miðnesheiði hefur það hlutverk að sjá Greiningardeild ríkislögreglu- stjórans fyrir gögnum er varða erlendar greiningardeildir banka, útlensk matsfyrirtæki og útsendara þeirra hér á landi. Trúarlögreglan mun svo hafa þau hlutverk að sjá til þess að úrtölumönnum, hér á landi og erlendis, takist ekki að draga úr trú þjóðarinnar á hagvöxtinn, kaupmáttinn, útrásina og við- skiptahallann. Úrtölumennirnir og heimsenda- spámennirnir hafa nú þegar valdið nægum skaða án þess að varnarliðið hafi fengið rönd við reist. Aurasálin fagnar útspili ríkisstjórnarinnar við að tryggja raunverulegar og sýnilegar varnir íslensku þjóðarinnar. Sókn í stað varnarliðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.