Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 2
2 25. mars 2006 LAUGARDAGUR
Ölvaður undir stýri Lögregla í Hafn-
arfirði hafði afskipti af ökumanni sem
ók rysjótt um götur bæjarins í fyrrinótt.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að
ökumaður var drukkinn og var för hans
stöðvuð.
Ráðist á leigubílstjóra Ölvaður
maður réðst að leigubílstjóra í miðbæ
Akureyrar laust eftir miðnætti í fyrrinótt.
Náðist að yfirbuga manninn áður en
skaði hlaust af og gisti hann fanga-
geymslur.
LÖGREGLUFRÉTTIR
PARÍS, AP Enginn árangur varð af
fundi forsætisráðherra Frakk-
lands og franskra verkalýðsleið-
toga í gær um nýju vinnulögin,
sem jafnt stúdentar sem verka-
lýðsfélög í Frakklandi hafa mót-
mælt harðlega undanfarið.
Dominique de Villepin forsæt-
isráðherra féllst á að hitta verka-
lýðsleiðtogana eftir að mótmæla-
aðgerðir á fimmtudag snerust upp
í hörð átök milli mótmælenda og
lögreglu. -gb
Átök harðna í Frakklandi:
Viðræður voru
árangurslausar
TÁRAGASIÐ RÝKUR Lögreglan í Rennes í
Frakklandi beitti táragasi gegn mótmæl-
endum í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Mikil lækkun varð á
hlutabréfum í Kauphöll Íslands í
gær og lækkaði Úrvalsvísitalan
um 4,4 prósent í næstmestu dags-
lækkun sögunnar í prósentum.
Vísitalan hefur aldrei lækkað eins
mikið í stigum talið milli daga.
Lokagildi Úrvalsvísitölunnar var
6.089 stig á fimmtudaginn en 5.818
stig við lokun markaða í gær.
Frá áramótum hefur vísitalan
hækkað um 5,14 prósent en fór
mest í 24 prósenta hækkun í febrú-
ar. Þá heldur krónan áfram að gefa
eftir og lækkaði gengisvísitala
hennar um 2,75 prósent.
Fréttir um að bandarískir pen-
ingamarkaðssjóðir hefðu sagt upp
skuldabréfum íslensku viðskipta-
bankanna, vegna hækkandi ávöxt-
unarkröfu, höfðu mikil áhrif á
markaðinn til viðbótar við þær
fréttir sem hafa borist frá mats-
fyrirtæki og erlendum fjármála-
fyrirtækjum um íslenskt efna-
hagslíf og stöðu bankanna.
Þrátt fyrir að skýrsla frá J.P.
Morgan, sem birtist í gær, hafi
verið á jákvæðari nótum en marg-
ar skýrslur erlendra greiningarað-
ila virtist hún engin áhrif hafa.
Fjármálafyrirtækin leiddu
lækkanir gærdagsins. Mest féllu
hlutabréf KB banka í verði eða um
7,5 prósent en þar á eftir komu
bréf FL Group, sem lækkuðu um
6,7 prósent, og bréf Landsbankans
sem lækkuðu um fimm prósent.
Gengi hlutabréfa Glitnis og Lands-
bankans er lægra en það var um
áramót en bréf í FL Group, KB
banka og Straumi-Burðarási hafa
hækkað á bilinu 6-9 prósent frá
byrjun árs. Frá áramótum hafa
fjórtán félög í Kauphöllinni hækk-
að, tíu lækkað en tvö staðið í stað.
Lækkanir hafa sett af stað sölu-
hrinu hjá þeim sem hafa verið
skuldsettir í hlutabréfakaupum og
er mikill taugatitringur á markaði.
Í samtölum við verðbréfamiðlara
kom fram að margir þeir sem hafi
keypt hlutabréf með lánum hafi
orðið að selja þar sem að veðkröf-
ur bankanna hafi verið komin
undir þau mörk sem sett séu.
Greiningardeild Landsbankans
bendir á að miklar sveiflur hafi
orðið á markaði í vikunni. Hluta-
bréf hækkuðu á mánudaginn og
miðvikudaginn en lækkuðu hina
dagana. Alls lækkaði Úrvalsvísi-
talan um 7,6 prósent í vikunni.
eggert@frettabladid.is
HLUTABRÉF FALLA ENN Ein mesta lækkun sögunnar varð í gær þegar Úrvalsvísitalan lækk-
aði um 4,4 prósent í kjölfar frétta af því að bandarískir peningamarkaðssjóðir hafi sagt upp
skuldabréfum íslensku bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Rauður dagur á
hlutabréfamarkaði
Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan 4. janúar. Hlutabréf lækkuðu um
7,6 prósent í sveiflukenndri viku. Verð tíu félaga af 26 er lægra en það var um
áramótin. Þeir sem keyptu hlutabréf á lánum neyðast til að selja.
HVÍTA-RÚSSLAND, AP Í fyrrinótt réðst
lögreglan í Hvíta-Rússlandi til
atlögu gegn tjaldbúðum mótmæl-
enda í höfuðborginni Minsk, þar
sem fólkið hafði dvalist í fjórar
nætur til þess að mótmæla sigri
Alexanders Lúkasjenkós í umdeild-
um kosningum um síðustu helgi.
Hundruð tjaldbúa voru handteknir
og fluttir á brott, en skömmu síðar
mættu borgarstarfsmenn til þess
að hreinsa burt það sem eftir var
af tjaldbúðunum.
Í gær samþykktu leiðtogar Evr-
ópusambandsríkja á fundi sínum í
Brussel að refsa bæði Alexander
Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rúss-
lands, og fleiri háttsettum emb-
ættismönnum landsins fyrir brot
á alþjóðlegum kosningareglum.
Bandarísk stjórnvöld skýrðu jafn-
framt frá því að þau myndu einnig
beita Lúkasjenkó sambærilegum
refsiaðgerðum.
Líklegt er að refsingin felist í
ferðabanni og frystingu inni-
stæðna í bönkum. Lúkasjenkó og
félagar hans eru þar með komnir á
sama svarta listann og Robert
Mugabe, forseti Simbabve, og her-
stjórnin í Búrma. Leiðtogar Evr-
ópusambandsríkjanna fóru hörð-
um orðum um framkvæmd
kosninganna í Hvíta-Rússlandi og
kröfðust þess að mótmælendum
verði sleppt úr haldi án tafar. -gb
BÍÐUR FRÉTTA VIÐ FANGELSISVEGGINN Alexander Milinkevitsj, leiðtogi stjórnarandstöðunn-
ar í Hvíta-Rússlandi, leitað í gær fregna af um 200 mótmælendum sem voru handteknir
eftir að tjaldbúðir þeirra voru tæmdar af lögreglunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Tjaldbúðir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi rýmdar:
Evrópuríki refsa Lúkasjenko
LOS ANGELES, AP Nokkur sjúkrahús
í Los Angeles í Bandaríkjunum
hafa viðurkennt að hafa útskrifað
heimilislausa sjúklinga þótt vitað
sé að þeir eigi hvergi höfði sínu að
halla. Sjúklingarnir hafa verið
sendir með leigubílum niður í
miðbæjarhverfi, svonefnt Skid
Row, þar sem fjölmargt heimilis-
laust fólk heldur til.
Borgaryfirvöld hafa meðal
annars skoðað myndband úr eftir-
litsmyndavél, þar sem rúmlega
sextug kona, Carol Anne Reyes,
sést stíga út úr leigubíl íklædd
sjúkrahússlopp. Stjórnendur
sjúkrahússins gátu ekki gefið
skýringar á þessu. - gb
Sjúkrahús í Los Angeles:
Reka sjúklinga
út á götuna
DÓMSMÁL Kveðinn var upp sýknu-
dómur yfir Kauphöll Íslands fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en
fyrirtækið Míkró fór fram á að
viðurkennt yrði með dómi að
Kauphöllinni væri heimilt að
greiða upp 52 milljón króna veð-
skuldabréf.
Rök stefnanda voru að hlið-
stæða væri fyrir slíku en Míkró
keypti húseign af Kauphöllinni, á
sama tíma og fyrirtækið keypti
einnig af Byggðastofnun. Byggða-
stofnun hafði hins vegar heimild
til uppgreiðslu fyrr en áætlað var
en Kauphöllin . - aöe
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Kauphöllin
sýknuð
SPURNING DAGSINS
Er höfuðborgarsvæðið að koma
landsbyggðinni í ógöngur?
Nei, en það mætti sýna aðstæðum
okkar meiri skilning.
Launahækkanir starfsmanna sveitarfélaga
kosta sveitarfélögin í landinu 3,6 milljarða
á þessu ári. Halldór segir sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu bera ábyrgð á erfiðum
rekstrarskilyrðum sveitarfélaga.
VARNARLIÐIÐ Miðstjórn Alþýðu-
sambands Íslands lýsir þungum
áhyggjum af atvinnuhorfum á
Suðurnesjum, í kjölfar ákvörðun-
ar bandarískra stjórnvalda um að
draga stórlega úr umsvifum í her-
stöðinni á Miðnesheiði.
Miðstjórnin krefst þess að
íslensk og bandarísk stjórnvöld
leggi sitt af mörkum til þess að
draga úr áhrifum þessara breyt-
inga fyrir starfsfólkið og samfé-
lagið í heild sinni á Reykjanesi.
Hún segir einnig að það sé skylda
bandarískra stjórnvalda að leggja
sitt af mörkum til að skapa ný
störf. -shá
Alþýðusamband Íslands:
Áhyggjur af at-
vinnuhorfum
DANMÖRK Ummæli múslimaprests-
ins Ahmeds Akkaris um að réttast
væri að sprengja þingmanninn
Naser Khader í loft upp verði hann
ráðherra innflytjendamála hafa
vakið mikla reiði í Danmörku.
Helstu stjórnmálaleiðtogar landsins
hafa fordæmt ummælin og vilja að
kannað verði hvort hægt sé að refsa
Akkaris og jafnvel að vísa úr landi.
Akkaris hefur beðist afsökunar
á orðum sínum sem hann segir hafa
verið sögð í gamni. Þá skýringu
sættir formaður Jafnaðarmanna
sig ekki við. Hún segir hann ekki
geta ætlast til að litið sé á dauða-
hótun sem brandara. Ekki frekar
en hann sjálfur hafi séð húmorinn í
Múhameðsteikningunum.
Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni í
gær segist Naser Khader ekki ætla
að fara í felur. Hann vilji hins vegar
fá að eyða meiri tíma með fjöl-
skyldu sinni og safna kröftum enda
hafi hann verið undir miklu álagi
síðustu mánuði. Khader hefur farið
fyrir samtökum lýðræðissinnaðra
múslima sem hafa gagnrýnt mál-
flutning Akkaris og fleiri múslima-
presta vegna Múhameðsteikning-
anna. - ks
NASER KHADER Danski þingmaður-
inn hafði tvo lífverði með sér þegar
hann gekk á fund forsætisráðherra
Danmerkur í síðasta mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Dauðahótun dansks múslimaprests:
Mikil reiði í Danmörku
GENGISÞRÓUN BANKANNA FRÁ ÁRAMÓTUM (ÁRAMÓTAGILDI - HÆSTA GILDI - LÆGSTA GILDI)
Velgengni birtist í ýmsum myndum og á öllum sviðum mannlífsins.
Hún kemur fram í smæstu hlutum og þeim stærstu. Ólíkir einstaklingar
hafa mismunandi viðhorf til þess hvað skiptir mestu máli í lífinu.
En öll viljum við njóta velgengni.
Velgengni í fjármálum getur lagt grunninn að farsæld á öðrum sviðum
og gert þér kleift að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Þá skiptir máli að hafa traustan og snjallan samstarfsaðila sem beitir
öllum sínum hyggindum til að tryggja hag þinn.
Samstarfsaðila á borð við Glitni.
FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN
ER OKKAR VERKEFNI
VELGENGNI ER AÐ VITA
HVAÐ SKIPTIR MÁLI
Íslandsbanki og 7 dótturfyrirtæki og starfsstöðvar heima
og erlendis hafa sameinast undir einu nafni – Glitnir.
Samræmd ásýnd mun auðvelda okkur að skapa fleiri tækifæri
fyrir viðskiptavini okkar.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1. jan.
2006
1. jan.
2006
1. jan.
2006
24. mars
2006
24. mars
2006
24. mars
2006
1. feb.
2006 16. feb.
2006
15. feb.
2006
746
999
810
25,3
31,4
24,9 17,3
22,6
17,0
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Mennta-
málaráðherra kynnti frumvarp
um breytingar á lögum um fram-
haldsskóla á ríkisstjórnarfundi í
gær.
Í frumvarpinu, sem er tvíþætt,
felst í fyrsta lagi boðuð ákvörðun
um niðurfellingu á samræmdu
stúdentsprófi í framhaldsskólum.
Í öðru lagi er lagt til að bóknáms-
brautunum verði fjölgað úr þrem-
ur í fjórar til þess að það verði
hægt að koma inn á ný viðskipta-
og hagfræðideildum. - sdg
Frumvarp um breytingar:
Lög um fram-
haldsskólana