Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 4
4 25. mars 2006 LAUGARDAGUR
��������������������������������������������������������������������
�������������
������������
�������������� ��
����������������������������������������������������������������
������������� ��� ���������������� �������������
Frumflutningur á verkinu Brynjólfsmessa
eftir Gunnar Þórðarson verður í Íþrótta-
akademíunni í Keflavík í dag kl. 16 en
ekki í Keflavíkurkirkju eins og sagt var í
frétt blaðsins í fyrradag.
LEIÐRÉTTING
Bandaríkjadalur 73,3 73,64
Sterlingspund 127,01 127,63
Evra 87,7 88,2
Dönsk króna 11,754 11,822
Norsk króna 11,005 11,069
Sænsk króna 9,359 9,413
Japanskt jen 0,62 0,6236
SDR 105,12 105,74
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 24.3.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar
122,9995
STÖÐUVEITING Ragnar Hall hæsta-
réttarlögmaður segir álit umboðs-
manns Alþingis áfellisdóm yfir
ráðningu Árna Magnússonar, fyrr-
um félagsmálaráðherra, á ráðu-
neytisstjóra. Álitið sé mjög harðort
enda ástæða til, því eins og standi í
álitinu séu verulegir annmarkar á
stjórnvaldsákvörðuninni. Væri
Árni enn félagsmálaráðherra hefði
álitið endanlega gert útslagið um
að hann sæti áfram.
Árni valdi Ragnhildi Arnljóts-
dóttur fram yfir Helgu Jónsdóttur
sem ráðuneytisstjóra fyrir tæpum
tveimur árum, en í álitinu má lesa
að starfsreynsla Ragnhildar og
menntun sé ýkt og ekki sambæri-
leg við menntun Helgu og reynslu
af stjórnsýslu.
Árni ritar í tölvupósti að rök-
stuðningur hans vegna ráðningar-
innar hafi verið ítarlegur og vand-
aður og engu við hann að bæta.
Ragnar undrast orð forsætis-
ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar,
úr hádegisfréttum Ríkisútvarpsins
þar sem hann sagði að ráðning
ráðuneytistjóra hlyti fyrst og
fremst að vera í höndum ráðherra.
Einnig sé ákvörðun Jóns Kristjáns-
sonar um að bregðast ekki við álit-
inu ámælisverð, en Jón tók við
ráðuneytinu af Árna. „Þetta er
algjört virðingarleysi fyrir reglun-
um sem þeir hafa sjálfir sett og
eiga sjálfir að fara eftir,“ segir
Ragnar. „Ef menn taka álit umboðs-
manns eins og þeir tala og hrista
þau af sér eins og rigningarskúr er
rétt eins gott að leggja embættið
niður og afnema reglur, eins og
stjórsýslulög, sem þeir eru búnir
að setja sér og ætla að fara eftir.“
Hann segir bráðnauðsynlegt að
einhver láti á það reyna hvort ráða-
menn geti farið fram eins og þeim
sýnist.
Jón Kristjánsson félagsmála-
ráðherra segir ákvörðun hans um
að aðhafast ekki í málinu byggða á
því að í álitinu standi að það hafi
ekki áhrif á ráðningu Ragnhildar í
embætti ráðuneytisstjóra. Hann
hafi enga trú á öðru en menn taki
mið af álitinu við næstu ráðningar.
Helga Jónsdóttir, sviðstjóri hjá
Reykjavíkurborg, segir að hún hafi
ekki tekið ákvörðun um hvort hún
fari með málið fyrir dómstóla.
Spurð um orð Halldórs Ásgríms-
sonar svarar Helga: „Ég vonast til
þess að forsætisráðherra landsins
þekki lög þess og átti sig á því, sem
er skýrt í áliti umboðsmanns, að
ráðherrar verða að fara að málefn-
anlegum sjónarmiðum þegar þeir
ráða. Regla stjórnsýsluréttar er að
ráða á hæfasta umsækjandann.“
Ekki náðist í Árna Magnússon.
gag@frettabladid.is
RAGNAR HALL Hæstaréttarlögmaðurinn
hefur ekki séð umboðsmann Alþingis taka
svo djúpt í árinni í álitum sínum áður.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
JÓN FÆR LYKLA ÁRNA AÐ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTINU Hæstaréttarlögmaður telur að hefði
Árni ekki kosið að yfirgefa ráðuneytið til að vinna hjá Glitni hefði álit umboðsmanns að
öllum líkindum orðið til þess að Árni hefði þurft að segja af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ráðamenn virða
ekki eigin reglur
Ragnar Hall lögmaður vill leggja embætti umboðsmanns Alþingis niður ætli
ráðamenn ekki að virða úrskurði þess. Virðingarleysi ráðamanna fyrir eigin
reglum sé algjört. Helga Jónsdóttir hefur ekki ákveðið hvort málið fer í dóm.
ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir
hefur lagt fram fyrirspurn á
Alþingi um hvort samræma þurfi
lög um hlutafélög, skattalög og lög
um ársreikninga í ljósi niðurstöðu
héraðsdóms í Baugsmálinu og
hvort skrá eigi öll lán fyrirtækja í
ársreikninga eins og sérfræðing-
ar hafa haldið fram opinberlega.
Einnig spyr hún ráðherra hvort
hann sé sammála þeim sem haldið
hafi fram að mistök hafi orðið við
innleiðingu félagatilskipunar Evr-
ópusambandsins um framsetn-
ingu ársreikninga og hvort ráð-
herra telji að breyta þurfi
ársreikningalögum til að skýrt
liggi fyrir hvað séu lán í skilningi
laganna. - sdg
Fyrirspurn á Alþingi:
Lán stjórnenda
fyrirtækja
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ALÞINGIS-
MAÐUR Lagði fram fyrirspurn á miðviku-
dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LANDHELGISGÆSLA Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra greindi ríkis-
stjórn frá því í gær hvernig staðið
yrði að undirbúningi til að efla
þyrlusveit Landhelgisgæslu
Íslands í samræmi við ákvarðanir
ríkisstjórnarinnar. Björn telur
óhjákvæmilegt að leysa verkefnið
í tveimur áföngum vegna þeirra
tímamarka sem blasi við eftir að
Bandaríkjastjórn ákvað að kalla
þyrlusveit sína frá landinu fyrir
lok september.
Í fyrsta áfanga verða þyrlur
teknar á leigu til bráðabirgða og
náið samstarf haft við nágranna-
þjóðir. Með nágrannaþjóðum er
átt við þær Evrópuþjóðir sem eru
hér við Norður-Atlantshaf og þá
sérstaklega Dani sem hafa starfað
náið með Landhelgisgæslu Íslands
um árabil. Í öðrum áfanga sem er
ætlaður til langframa er reiknað
með kaupum eða leigu á nýjum
þyrlum.
Ráðherra hefur falið Stefáni
Eiríkssyni, skrifstofustjóra í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
að leiða þetta starf á vegum ráðu-
neytisins í samráði við Georg Lár-
usson, forstjóra Landhelgisgæslu
Íslands, og samstarfsmenn hans.
Leifur Magnússon verkfræðingur
verður ráðgjafi um þá þætti sem
lúta að vali á þyrlum og í viðræð-
um við innlenda og erlenda aðila.
Stefnt er að því að tillögur um
bráðabirgðalausn liggi fyrir innan
þriggja vikna og tillögur um fram-
tíðarskipulag innan tveggja mán-
aða. - sdg
ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR TF-SIF Í
dag hefur Landhelgisgæslan tvær þyrlur til
umráða, TF-SIF og TF-LÍF. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Dómsmálaráðherra kynnir hvernig efla á þyrlusveit Landhelgisgæslunnar:
Nánara samstarf við Dani
VARNARLIÐIÐ Heitavatnskaup Varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli af
Hitaveitu Suðurnesja nema 570
milljónum króna á þessu ári að öllu
óbreyttu.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hita-
veitunnar, segir að kaupin hafi
minnkað um fjögur prósent á ári
síðustu þrjú til fjögur árin eins og
heimilt er samkvæmt samningi.
Farið hafi verið yfir stöðuna á
stjórnarfundi nýlega en engar
ákvarðanir teknar. Varnarliðið
getur samkvæmt samningi ekki
hætt skyndilega að kaupa heitt
vatn en það kaupir nú tæplega 13
þúsund mínútulítra á ári. - ghs
Hitaveita Suðurnesja:
Kaupin nema
600 milljónum
Sala á landa stöðvuð Eftir ábend-
ingu lagði lögreglan í Reykjavík hald á
rúma hundrað lítra af tilbúnum landa
auk tækja og tóla til framleiðslu við
húsleit í höfuðborginni í fyrrinótt.
Minniháttar fíkniefnamál Nokkur
minniháttar fíkniefnamál komu upp hjá
lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt. Í öllum
tilfellum var aðeins um örlítið magn af
hassi að ræða og var brotamönnum
sleppt eftir yfirheyrslur.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÓÐAÚTHLUTUN Framkvæmdasvið
borgarinnar býst við að ljúka
samningum um byggingarrétt lóð-
anna 120, sem boðnar voru út í
fyrsta byggingaráfanga við Úlf-
arsfell, fyrir páska.
Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri
framkvæmdasviðs borgarinnar,
segir mestan tíma taka að ganga
frá samningum um parhúsa og
einbýlishúsalóðirnar þar sem ekki
sé gengið að hæstu tilboðum í
hverja lóð. Er það til að koma í veg
fyrir að sömu mennirnir byggi öll
húsin. Ágúst segir langt komið að
fá staðfestingu á tilboðunum í lóð-
irnar en einhverjir eigi eftir að
skila inn viðbótargögnum. - gag
Lóðasamningar við Úlfarsfell:
Úthlutun lokið
fyrir páska
UPPBYGGING VIÐ ÚLFARSFELL Hluti fyrsta
áfanga af fimm hefur verið boðinn út.
FLUGÖRYGGI Breiðþotu af tegund-
inni DC 10 frá flugfélaginu North
Western var snúið til lendingar á
Keflavíkurflugvelli rétt fyrir
klukkan sjö í gærkvöldi vegna
þess að viðvörunarljós gaf til
kynna að eldur væri í farangurs-
rými.
Vélin var að koma frá Amster-
dam á leiðinni til Bandaríkjanna
með 275 farþega um borð. Engar
sérstakar varúðarráðstafanir voru
gerðar á Keflavíkurflugvelli þar
sem flugstjóri þotunnar taldi ekki
ástæðu til þess. Flugvélin var tekin
til ítarlegrar skoðunar í gærkvöldi
en hún átti að halda áfram för sinni
að henni lokinni. -shá
Keflavíkurflugvöllur:
Þotu snúið til
lendingar hér