Fréttablaðið - 25.03.2006, Page 8
25. mars 2006 LAUGARDAGUR
Fermingarbarn’67
edda.is
Fermingargjafir sem vit er í
„Pabbi og mamma gáfu mér skáta-
tjald í fermingargjöf sem var seinna
stolið frá mér í Húsafelli. En íslensku
orðabókina sem ég fékk frá Gillu
frænku á ég ennþá og hef notað
áratugum saman.“
Tilboðsverð
3.990 kr.
Tilboðsverð
3.490 kr.
Tilboðsverð
3.490 kr.
Tilboðsverð
6.990 kr.
Verð
3.990 kr.
Tilboðsverð
14.980 kr.
NISSAN PATROL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Rúmgóður og áreiðanlegur vinnuþjarkur sem hefur sýnt og sannað
að hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er einfaldlega alvöru jeppi
fyrir alvöru fólk!
Líttu inn og sjáðu alvöru jeppa!
Verðið á Nissan Patrol er frá 4.170.000 kr.
ENDIST
ENDALAUST
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
6
4
7
STJÓRNSÝSLA Karlmenn eru í meiri-
hluta í nefndum, starfshópum,
stjórnum og ráðum sem eru skipuð
af ráðuneytunum og eru hlutföllin
60 prósent karlmanna á móti 40
prósentum kvenna.
Þetta kemur fram í svari for-
sætisráðherra við fyrirspurn Katr-
ínar Júlíusdóttur alþingiskonu um
nefndarskipan og kynjahlutföll hjá
ráðuneytunum.
Í svarinu koma fram tölur frá
hverju ráðuneyti fyrir sig og voru
karlmenn í meirihluta í öllum ráðu-
neytum nema í félagsmálaráðu-
neytinu þar sem þeir voru 45 pró-
sent. Í þremur ráðuneytum var
hlutfall karlmanna 80 prósent eða
meira en ráðuneytin eru ellefu
talsins.
Félagsmálaráðuneytið hefur
umsjón með framkvæmd jafnrétt-
islaga og í 20. grein laga um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og
karla kemur fram að í nefndum,
ráðum og stjórnum á vegum ríkis
og sveitarfélaga skulu, þar sem því
verður við komið, sitja sem næst
jafnmargar konur og karlar. Skal
ávallt minnt á það þegar óskað er
tilnefningar í hlutaðeigandi nefnd-
ir, ráð og stjórnir. Niðurstöðurnar
sem koma fram í svari forsætis-
ráðherra munu verða teknar fyrir í
félagsmálaráðuneytinu að sögn
starfsmanns ráðuneytisins. - sdg
ALÞINGI Ójöfn kynjaskipting er í nefndum og starfshópum ráðuneyta að því er kom fram í
svari forsætisráðherra á þingfundi á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kynjaskipting í nefndum og starfshópum á vegum ráðuneytanna:
Karlmenn eru í meirihluta
DÓMSMÁL Maður sem var dæmdur
í héraði í fjögurra mánaða fangelsi
var í gær sýknaður í Hæstarétti af
ákæru um að hafa féflett 82 ára
gamlan mann.
Dómarar telja ósannað að mað-
urinn, sem var nýkominn úr við-
skiptanámi og þekkti gamla mann-
inn lítið, hafi átt að gera sér grein
fyrir því að sá hefði skerta hæfni
vegna elliglapa og áfengis-
drykkju.
Þar af leiðir að hann gat ekki
séð að sá gamli væri ekki hæfur til
að veita leyfi fyrir um þriggja og
hálfrar milljónar króna veði í húsi
sínu í miðborg Reykjavíkur til að
leggja inn í fyrirtæki vinar við-
skiptafræðingsins og til að greiða
skuldir sínar.
Viðskiptafræðingurinn tók 350
þúsund króna þóknun af viðskipt-
unum og bjó endurgjaldslaust í
húsi gamla mannsins í eitt og hálft
ár. Hann neitaði að hafa notfært
sér ástand mannsins. Hann hélt
því fram að gamli maðurinn hefði
beðið sig um að annast fjármál sín,
sem komin hafi verið í ólestur.
Sonur mannsins kærði við-
skiptafræðinginn í janúarlok
2003. - gag
ÚR HÆSTARÉTTI Ekki sannaðist fyrir
Hæstarétti að viðskiptafræðingur, sem fékk
82 ára gamlan mann til að samþykkja 3,5
milljóna króna veð í húsi sínu, hefði átt
að vita að maðurinn gæti ekki tekið slíkar
Sýknaður í Hæstarétti af því að féfletta gamlan mann:
Gat ekki gert sér
grein fyrir elliglöpum