Fréttablaðið - 25.03.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 25.03.2006, Síða 12
 25. mars 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is Forsvarsmenn Actavis stefna enn ótrauðir að yfirtöku króat- íska samheitalyfjafyrirtækis- ins PLIVA en óformlegt tilboð um kaup á öllum hlutum fyrir- tækisins var lagt fram í síð- ustu viku. Stjórnendur PLIVA hafa sagt tilboðið of lágt og króatísk stjórnvöld hafa jafn- framt gefið út að þau muni ekki selja Actavis um 15 pró- senta hlut sinn. Að sögn Hall- dórs Kristjánssonar, upplýs- ingafulltrúa Actavis, hafa hvorki stjórnendur fyrirtæk- isins né stjórnvöld hafnað við- ræðum við Actavis. Fundað verði með báðum aðilum og tillögur kynnt- ar, þá fyrst sé að marka viðbrögðin. Actavis hefur að Halldórs sögn skýra hugmynd um hvernig megi styrkja starfsemina þar í landi með sameiningunni. Meðal annars verði áhersla lögð á að höfuðstöðvarnar verði áfram þar í landi, fram- leiðsla og þróun styrkt og störfum líklega fjölgað. Halldór segir tilboðið ekki standa og falla með samþykki stjórnvalda. „Það er ekki nauðsynlegt að stjórnvöld selji okkur sinn hlut til að yfirtaka geti orðið. Við þurf- um að kaupa tvo þriðju í félaginu til að fara með yfir- ráð.“ Hann segir Actavis þó vilja vera í góðu sambandi við stjórnvöld og ekki sé ástæða til annars. „Actavis er stórt og öfl- ugt félag á króatískan mælikvarða og yfir- takan myndi hafa mjög jákvæð áhrif á efna- hagslífið þarna.“ - hhs KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.819 -4,43% Fjöldi viðskipta: 1.394 Velta: 10.889 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 59,00 -1,01% ... Alfesca 3,90 -2,50%... Atorka 6,15 -0,81% ... Bakkavör 52,40 -1,87% ... Dagsbrún 6,96 +0,14% ... FL Group 21,00 -6,67% ... Flaga 3,17 -1,25% ... Glitnir 17,00 -2,86% ... KB banki 810,00 -7,53% ... Kögun 74,90 -0,13% ... Landsbankinn 24,90 -4,96% ... Marel 73,00 -2,67% ... Mosaic Fashions 17,20 -2,27% ... Straumur-Burðarás 16,90 -1,17% ... Össur 112,50 -0,88% MESTA HÆKKUN Avion Group 0,97% Dagsbrún 0,14% MESTA LÆKKUN KB banki -7,53% FL Group -6,67% Landsbankinn -4,96% Drykkjarjógúrt – fljótleg máltíð í flösku Sími 517 7040 • www.hobbyhusid.is Netsalan ehf Hobbyhúsið opnar að Dugguvogi 12 Mest seldu hjólhýsi í heimi Gæði - þjónusta Sölusýning laugardag kl. 13-17 sunnudag kl. 13-17 Virka daga kl. 10-18 Gullna stýrið 2005 Björgólfur Jóhannsson hefur tekið við starfi for- stjóra hjá Icelandic Group en hann hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra viðskipta- þróunar hjá Icelandic. Þar áður var Björgólfur forstjóri Síldarvinnslunn- ar. Hann sagði að Iceland- ic, sem skilaði 1,1 millj- arðs tapi á síðasta ári, hefði sett sér markmið um vöxt á næstu þremur árum, fimm pró- senta innri vöxt og 3-10 prósenta ytri vöxt. Félagið hefur í því sam- bandi greint frá kaupum á fyrir- tæki í Seattle í Bandaríkjunum sem er sérhæft í inn- kaupum á hráefni á því svæði. Stefnt er að því að velta samstæðunnar verði 120 milljarðar á þessu ári en 160 milljarð- ar árið 2008. Í máli Gunnlaugs Sæv- ars Gunnlaugsson stjórn- arformanns á aðalfundi félagsins kom fram að hreinsað hefði verið til í rekstri dótturfélaga og boðað sé stórhert eftirlit með þeim. „Lítið aðhald og eftirlitsleysi hefur einkennt reksturinn á sumum stöð- um,“ segir Gunnlaugur. Nú er tími til kominn að bretta upp ermar með nýjum stjórnendum. - eþa BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Björgólfur nýr forstjóri Icelandic Dagsbrún hefur gert yfirtökutil- boð í breska prent- og samskipta- fyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtök- unni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóð- ar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjunum á Bretlands- eyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. „Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. „Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dags- brúnar.“ Hann segir að þessi kaup breyti engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvars- menn Dagsbrúnar ákveða í fram- haldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félag- ið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utan- lands. Félagið festi kaup á Securit- as í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefn- ir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 pró- sents hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarð á árinu. eggert@frettabladid.is GUNNAR SMÁRI EGILSSON, FORSTJÓRI DAGSBRÚNAR Dagsbrún hefur gert tilboð í öll hlutabréf í breska fyrirtækið Wyndeham Press Group fyrir tíu milljarða króna. Dagsbrún vill Wyndeham Stjórnendur Dagsbrúnar líta á Wyndeham sem stökkpall inn á breska markaðinn. Dagsbrún hefur enn augastað á Orkla Media. FJÁRFESTINGAR DAGSBRÚNAR Frá áramótum, í milljónum króna. Félag Kaupverð Kögun 14.475 * Wyndeham Press 10.034 * Sena 3.600 ** Securitas 3.159 ** 31.268 * Miðað við að Dagsbrún eignist félagið að fullu ** Miðað við að gengi Dagsbrúnar fari í 7,5 á árinu en greitt var að hluta eða öllu leyti með hlutabréfum í Dagsbrún. RÓBERT WESSMAN, FORSTJÓRI ACTAVIS Stjórnendur Actavis kynna tillögur sínar fyrir stjórnendum PLIVA á næstu dögum. Stefna ótrauðir að yfirtöku PLIVA MARKAÐSPUNKTAR... Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavarar Group, og Glitnir hafa stofnað nýtt félag, Bakkavör China, í tilefni af kaupunum. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir 40 prósent. Actavis hf., Bakkavör Group hf., Kaup- þing banki hf., Kögun hf. og Straumur- Burðarás fjárfestingabanki hf. komust inn í nýju VINX-viðmiðunarvísitölu NOREX-kauphallanna í Reykjavík, Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Hels- inki sem mun að jafnaði samanstanda af 150 til 200 félögum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.