Fréttablaðið - 25.03.2006, Side 13

Fréttablaðið - 25.03.2006, Side 13
Íslensku bankarnir bjuggust ekki við að peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum endurnýjuðu skuldabréf þeirra. Upphæð bréf- anna sem um ræðir nemur tugum milljarða króna. Bréfin eru gefin út til 13 mánaða í senn, innan fimm ára rammasamnings. Þau eru ekki end- urnýjuð nú vegna hækkandi ávöxt- unarkröfu á eftirmarkaði og flökts á markaði, en sjóðirnir taka mánað- arlega ákvörðun um endurnýjun. Heildarendurfjármögnunarþörf næsta árs nemur 2,7 milljörðum evra hjá Glitni og er þar gert ráð fyrir skuldabréfum amerískra pen- ingamarkaðssjóða. Þau séu ekki nema lítill hluti af útgáfu bankans í Bandaríkjunum, að sögn Ingvars H. Ragnarssonar, forstöðumanns Alþjóðlegrar fjármögnunar bank- ans. „Ákvörðun sjóðanna breytir því engu um endurfjármögnun bankans,“ segir hann og bætir við að sjóðirnir endurnýji ekki bréf bankanna vegna þess að þeir ávaxti fé sitt til skamms tíma í senn og vilji því ekki sjá jafnmikið flökt á ávöxtun og verið hefur að undan- förnu á bréfum íslensku bankanna. Þar hafa haft áhrif undanfarin skrif greiningardeilda um íslensku bank- ana. Landsbankinn gerir að sama skapi ráð fyrir að fjármagna skulda- bréfin á 13 mánaða fresti og gerir á næsta ári ráð fyrir endurfjármögn- un 700 milljóna dollara bréfa pen- ingamarkaðssjóða í Bankaríkjun- um. Matthías P. Einarsson, forstöðumaður í erlendri fjármögn- un hjá Landsbankanum, segir þó að af þeirri upphæð hafi einungis 200 milljónum dala verið sagt upp til þessa. Kaupþing banki gerði aftur ekki ráð fyrir endurfjármögnun bréfa peningamarkaðssjóðanna fyrr en að fimm árum liðnum og hækkar því endurfjármögnunarþörf bankans um 600 milljónir dala á næsta ári, fer úr 2,4 milljörðum evra í 2,9 millj- arða. „Bankinn verður ekki í vand- ræðum með þá endurfjármögnun,“ segir Guðni Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Kaup- þings banka. Upphæð bréfa Kaup- þings sem sagt var upp nemur 600 milljónum dala, en alls hefur bank- inn gefið út bréf í Bandaríkjunum fyrir 1.250 milljónir dala. Guðni segist ekki eiga von á frekari upp- sögnum bréfa, enda gildi ekki við- líka reglur hjá öðrum fjárfestum og gera hjá peningamarkaðssjóðum. - óká Í KAUPHÖLLINNI Í NEW YORK Peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum hafa sagt upp íslenskum skuldabréfum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Skuldabréfum sagt upp í Ameríku LAUGARDAGUR 25. mars 2006 13 Í nýrri skýrslu greiningardeildar ameríska fjárfestingarbankans JP Morgan um íslensku bankana er undirstrikað að hvorki OECD né matsfyrirtæki geri ráð fyrir að í aðsigi sé djúp efnahagskreppa á Íslandi. Danske Bank gaf í vikunni út spá um slíkt. Dregið er fram að ekki sé raun- hæft að bera saman tölur úr efna- hagsreikningum íslensku bankanna við íslenskar hagstærðir þar sem starfsemi þeirra sé ekki lengur bundin við Ísland. Þá bendir JP Morgan á að nokkuð af þeirri nei- kvæðu umræðu sem íslensku bank- arnir hafi fengið komi frá greining- ardeildum banka sem séu í beinni samkeppni við þá. - óká Kreppuástand ekki í aðsigi „Íslenskt efnahagslíf virðist vera að færast yfir í nýtt ferli þar sem jafnvægi kemur á útrás síðustu ára. Það verður hollt hvað varðar vöxtinn til lengri tíma litið,“ segir í leiðara danska viðskiptaritsins Børsen í gær. Í leiðaranum er áréttað að hag- vöxtur hér hafi síðasta ártug verið mun meiri en á evrusvæðinu og efnahagslífið standi styrkum fótum hvað sem líður neikvæðum spádómum um ofþenslu og aukna greiðslubyrði. Rætt er um hrak- spá Danske Bank um íslenskt efnahagslíf og varað við að taka hana of alvarlega, enda sé hún skrifuð af vanþekkingu sem bank- inn viðurkenni sjálfur. Í frétt á vef Børsen í gær var hins vegar tengd við umfjöllun Danske Bank gagnrýni OECD á hagstjórnina hér, þar sem bent er á að taka þurfi á vaxandi verð- bólgu og eftirspurn innanlands. - óká Børsen gagnrýn- ir Danske Bank VÍS hagnaðist um 8.444 milljónir króna í fyrra sem er 46 prósenta aukning frá árinu 2004. Arðsemi eiginfjár var 44 prósent samanbor- ið við 65 prósent árið 2004. Hækkun á fjármálamörkuðum skýrir þennan mikla hagnað félags- ins og hækkuðu fjárfestinga- tekjur um sex milljarða á milli ára. Námu þær tæpum 14,9 milljörðum króna á síðasta ári en heild- artekjur félagsins voru alls 23,4 milljarðar. Langstærsti eignarhlutur VÍS er eftir sem áður í KB banka en mark- aðsvirði hlutarins var yfir 21 millj- arður í árslok. Hins vegar versnaði afkoma tryggingastarfsemi mikið á milli ára og varð 143 milljóna króna tap á skaðatryggingum en 86 milljóna króna hagnaður af líftryggingum. Eigið fé VÍS var 27,6 milljarðar króna í árslok en eignir um 93 millj- arðar króna. Eigendur VÍS fá greiddan 100 prósenta arð fyrir árið 2005 en upphæðin nemur alls 650 milljónum króna. - eþa VÍS hagnast á hlutabréfum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.