Fréttablaðið - 25.03.2006, Side 18

Fréttablaðið - 25.03.2006, Side 18
 25. mars 2006 LAUGARDAGUR ? FLÚÐI EINELTIÐ Í ÓLAFSVÍK Lausnin fólst í tárunum Guðlaug Káradóttir á að baki ótrúlega lífssögu. Þrjú systkini hennar létust af slysförum og þrítugur eiginmaður hennar fórst í hinu hörmulega sjóslysi í Hornafjarðarósi. SKJÖLDUR helgar augl 24.3.2006 14:15 Page 3 Um fátt hefur verið rætt meira síðustu daga en Andra Snæ Magnason og nýútkomna bók hans Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, þar sem hann beitir frumlegri nálgun á samtíma sinn og umhverfi og setur í nýtt samhengi. Andri er fædd- ur í Reykjavík, sonur Kristínar Björnsdóttur hjúkrunar- fræðings og Magna Sigurjóns Jónssonar lækn- is, og á tvö syst- kin. Fjölskyldan flutti til Banda- ríkjanna þegar Andri var þriggja ára og bjó þar næstu sex árin. Að öðru leyti er hann alinn upp í póstnúmeri 110 í Reykjavík. Andri hefur ávallt verið frjór og skapandi að sögn þeirra sem til þekkja. Sem dæmi má nefna að fimm ára gamall fór hann á náttúru- gripasafn í Bandaríkjunum og sá þar meðal annars beina- grind af risaeðlu og benti foreldr- um sínum á að það vantaði einn hryggjarlið í hálsinn. Þá hafði hann mikla ánægju af því að byggja hluti og voru legókubbar í miklu uppáhaldi hjá honum. Upp úr tíu ára aldri byrj- aði Andri að yrkja og gaf oft litlar ljóðabæk- ur í jólagjöf sem hann hafði brot- ið um og bundið inn sjálfur. Andri útskrifað- ist af eðlisfræði- braut úr Menntaskólan- um við Sund en lengi framan af var búist við að hann myndi annað hvort nema raunvísindi eða feta í fótspor foreldra sinna í háskóla. Hann gerði reyndar máttlausa tilraun til að læra læknisfræði en snerist fljótt hugur og skráði sig í íslensku og útskrifaðist með BA-próf árið 1997. Foreldrum Andra þykir það víst bót í máli að þótt hann hafi ekki gengið í heilbrigðis- stéttina sjálfur er konan hans, Margrét Sjöfn Thorp, hjúkrun- arfræðingur. Saman eiga þau þrjú börn; Hlyn Snæ, Kristínu Lovísu og Elínu Freyju. Samdóma álit þeirra sem þekkja Andra er að hann sé flug- greindur, einstaklega frjór, skap- andi og mikil tilfinningavera, ljúf- menni og náttúrubarn. Spurðir um galla rak alla í rogastans. Hann getur átt til að klökkna yfir því sem honum þykir fallegt og kemst jafnan á mikið flug þegar hann talar um það sem skiptir hann máli. Hann er þó alls enginn skýjaglópur; einn vinur hans komst svo að orði að Andri væri með fæturna á jörðinni en fing- urna í himninum. Hann þykir traustur vinur og á auðvelt með að drífa aðra áfram. Hann hefur haft skrift- ir að aðalstarfi frá árinu 1996; til að byrja með gaf hann út ljóða- bækur og smá- sögur sem vöktu athygli auk þess sem hann samdi leikritið Náttúru- óperuna fyrir leikfélag Mennt- askólans við Hamrahlíð en úr þeirri sýningu spratt meðal annars hljóm- sveitin múm. Hann stimplaði sig rækilega inn árið 1999 með barnabókinni Sögunni af bláa hnettinum sem hlaut meðal ann- ars Íslensku bók- menntaverð- launin og hefur verið gefin út víða erlendis. Tveimur árum síðar kom út bókin Lovestar sem hlaut góða viðtökur almenn- ings og gagnrýn- enda og var til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Aldrei þarf að kreista hug- myndir úr Andra Snæ og býr hann yfir þeirri náð- argáfu að nálg- ast hversdaglega hluti á frumleg- an hátt. Um leið getur verið erf- itt að beisla hug- myndaflóðið og að setja punkt- inn. Þetta er vandi sem getur tekið útgefendur á taugum, en bliknar víst í saman- burði við kostina, því betra er að vinna með þeim sem hefur of margar hugmyndir en of fáar. Hann er sífellt að velta samtíma sínum fyrir sér og hefur puttann iðulega á púlsinum, eins og sann- ast í Draumalandinu. MAÐUR VIKUNNAR Skapandi og tilfinningaríkur ANDRI SNÆR MAGNASON RITHÖFUNDUR 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.