Fréttablaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 35
ette. Franski næringarfræðingur-
inn Francoise L‘Hermite segir að
franska leyndarmálið sé að setjast
niður með fjölskyldu eða vinum
þegar þú snæðir, og að borða þrjár
máltíðir alltaf á sama tíma dags.
Hún bendir á að Frakkar borði
aldrei fyrir framan sjónvarpið og
að þeir borði mjög hægt og njóti
bæði matarins og félagsskapar-
ins. „Í Frakklandi eru matmáls-
tímar mjög sérstakar stundir, þar
sem þú deilir bæði mat og sam-
ræðum,“ segir hún. „ Í Norður-
Evrópu, Englandi og Ameríku
virðist matur bara vera orkugjafi
fyrir líkamann. Þú átt alltaf að
njóta þess sem þú borðar. Annars
ertu að brjóta allar reglur.“ Inga
Þórsdóttir, prófessor í næringar-
fræði hjá Landspítalanum, segir
þó að börn í Suður-Evrópu séu að
hraðfitna og tíðni offitu t.d. í Ítalíu
há, sennilega vegna skyndibita-
bylgju sem er koma þangað lika.
„Hinsvegar hafa þeir kannski
komist lengur undan þeirri hörðu
markaðssetningu á óhollu fæði
sem við höfum orðið fyrir barðinu
á hér og td. Bandarikjunum og
Bretlandi. Matarhefðir Frakka
hafa vafalaust hjálpað þeim til
þess að sporna betur við þessari
þróun.“
Spornað við
skyndibitamenningunni
Sumsé - máltíðir í Frakklandi sinna
félagslegri þörf. Þær eru samsett-
ar af nokkrum smáum réttum, með
nægum tíma á milli fyrir melting-
una. Hér á Íslandi borðum við
mikið meira af tilbúnum og hálf-
tilbúnum réttum. Við borðum
skyndibitamat reglulega. Við borð-
um einn rétt, og venjulega mikið
af honum. Mismunandi fjölskyldu-
meðlimir borða oft mismunandi
hluti á mismunandi tímum. Það
tekur okkur korter að undirbúa
kvöldmatinn. Á meðan við erum að
innbyrða risavaxið Mars-súkku-
laði á rauðu ljósi í hádeginu eru
Frakkar að fá sér litla bita á meðan
þeir ræða um hvað þeir eru að
borða. Allir sem hafa eytt sumar-
fríi í Suður-Frakklandi hafa tekið
eftir því að Frakkar eru upptekn-
ari af gæðum en magni. Í næstum
hverju einasta smáþorpi í Frakk-
landi eru markaðir stútfullir af
heimagerðum pylsum, geitaosti,
fíkjum og trufflum úr skóginum.
Þetta er ekki bara kostur fyrir
miðstéttina sem á nægilegan pen-
ing, heldur er alltaf eitthvað til,
fyrir alla, alla daga. Í stað þess að
vera háðir tilbúnum vörum sem
eru stútfullar af rotvarnarefnum
og óæskilegri fitu leggja Frakkar
mikið upp úr því að framreiða
óunninn mat. Þess vegna velja
franskar konur frekar bita af
dökku „alvöru“ súkkulaði heldur
en til dæmis Snickers-stöng. Þetta
er líka spurning um snobb sem
þær frönsku eru þekktar fyrir.
Snobb er líka gott fyrir línurnar.
Markaðurinn fyrir tilbúnar mál-
tíðir í Bandaríkjunum jókst um 39
prósent frá árunum 1999 til 2003
og hinn þriggja milljarða dollara
markaður fyrir „fæðustangir“ á
víst að tvöfaldast árið 2007. Amer-
íska tilbúna fæðan er farin að ná í
hillur íslenskra matarverslana
með sínu ískyggilega innihaldi.
Pakkningar eru ofast risastórar
eða Supersize. En hversu lengi
frakkar geta haldið út gegn skyndi-
menningunni er spurning. Nýjar
tölur sýna því miður að Frakkar
eru að fitna eftir því sem fleiri
hamborgarastaðir bætast í hópinn.
Vonandi munu frakkar heyja harða
baráttu til að halda áfram þjóðar-
sambandi sínu við mat. Kannski
verður það pjattið og snobbið sem
mun bjarga frönskum konum. Eins
og Anne Barone segir í bók sinni:
„Franska konan sér sig sem fallega
konu fyrst og fremst, þrátt fyrir
alla galla sem hún kann að hafa.
Henni finnst hún eiga skilið að
vera grönn og heilbrigð og geta
klætt sig í falleg föt.“ Ef við setj-
um mat í aðalhlutverk í okkar
skyldum hlaðna lífi í stað þess að
troða honum inn um varir okkar
þegar við höfum nokkrar mínutur
aflögu getum við kannski hætt í
sífelldum vítahring megrunar,
ofáts og samviskubits. Og þá kom-
umst við jafnvel líka í Chanel-
dragtina í stærð 38.
Anna Margrét Björnsson bjó í
París í tvö ár og reynir að ala börn-
in sín upp eftir frönskum matar-
hefðum.
Chic and Slim: How French
women eat all that rich food and
don‘t get fat eftir Anne Barone og
French women don‘t get fat eftir
Mireille Giuliano fást báðar á
amazon.com ■
Florence Helga Guérin, lista-
kona og móðir í París
Ég er hálf íslensk og hálf frönsk,
en matarvenjur mínar eru fransk-
ar. Ég borða þrjár máltíðir á dag á
reglulegum tímum, og oftast við
matarborðið. Ég borða alltaf mikið
af grænmeti og ávöxtum, og tek
sérstaklega eftir því að á Íslandi
borðar fólk á hvaða tíma dags sem
er. Þeir fá sér kannski ís klukkan
14 og svo pizzu klukkan 16! Það er
líka virkilega mikið af skyndibita-
stöðum og sjoppum á Íslandi,
miklu meira en í París. Ef ég ætti
heima á Íslandi myndi ég fá mér
fisk á hverjum degi, en að vísu eru
pylsur og kókosbollur svo góðar
að hver veit, kannski gæti maður
aldrei staðist þetta.
PARÍSARDÖMUR Að snæðingi á veitingahúsi við St. Germain götuna á vinstri bakka Parísar-
borgar á sjötta áratugnum.
LAUGARDAGUR 25. mars 2006 35
Fermingargjafir
fyrir poppara, rappara og rokkara...
Rafmagnsgítarar
frá 15.900 kr.
Trommusett
frá 36.500 kr.
Kassagítarar
frá 10.900 kr.
Gítarmagnarar
frá 9.900 kr.
Mbox með Pro Tools
frá 41.500 kr.
Hljómborð
frá 23.900 kr.
Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340