Fréttablaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 37
varð ég prestur vegna þess að ég var trúaður,“ segir hann í viðtals- bók sinni. En fyrstu árin eftir útskrift starfaði hann sem kenn- ari. Reyndar hafði hann starfað við fullorðinsfræðslu á háskólaár- unum þegar hann kenndi verka- mönnum í verksmiðju á Amager dönsku og sagnfræði. En hann vann ýmislegt fleira á námsárun- um, þar sem hann hafði fyrir fjöl- skyldu að sjá. Á tímabili hafði hann þrettán störf meðfram nám- inu, meðal annars var hann hús- vörður í skólanum, tróð upp í barnaveislum, kenndi lesblindum og skrifaði ljóðmæli, lagatexta og krónikur á færibandi. Svo varð hann prestur. „Kristin trú hefur verið mín leið í lífinu,“ segir Johannes. „Stundum finnst mér það vera andstæðurnar í sjálfum mér og mótlætið í lífinu sem hafa haldið mér á þeirri leið. Það er sama á hverju hefur gengið, ég hef alltaf viðurkennt sjálfan mig fyrir það sem ég er. Ég hef ekki hafnað nokkrum þætti í sjálfum mér. Í trúnni á Skaparann felst að þú ert skapaður og verður að viðurkenna allt sem er innra með sjálfum þér.“ Dásamlega Ísland og fornsögurnar Johannes er mikill Íslandsvinur og hefur komið á hverju ári til Íslands frá 1989. Hann dvelur yfir- leitt hér í einn mánuð í hvert sinn. En hvað er það sem dregur hann til Íslands? „Ísland er eitt dásamlegasta land í heimi. Ég er með gangráð og þar sem ég vinn eins og hestur á ég það til að verða mjög þreyttur, verð fyrir eins konar rafmagns- truflunum. Eftir mánuð á Íslandi hef ég hins vegar náð að hlaða upp svo mikilli orku að ég get haldið áfram að vinna næsta hálfa árið,“ segir hann kíminn. En fleira ligg- ur að baki áðdáun hans á landinu. Þar vega fornsögurnar kannski þyngst en þeim hreifst Johannes af á barnsaldri. „Njála hefur alltaf verið uppá- haldið mitt. Hún er svo mannleg. Þar eru ástir, vinátta, svik og trún- aðarbrestur – eins og í verkum Shakespeares. Ég bendi bara á hliðstæðurnar milli Lady Macbeth og Hallgerðar. Þær elska eyðing- araflið sem þær búa yfir. Ef þú skoðar Hallgerði vandlega get- urðu lesið á milli línanna að hún var misnotuð í æsku. Ekki af föður sínum. Hann var erlendis þegar hún var barn. Síðan er dram- að í Egils sögu svo svipað því sem er í Othello og Hamlet hjá Shake- speare. Þessi mikli höfðingi sem Egill er og allir bera óttablandna virðingu fyrir er vanmáttugur þegar kemur að tilfinningunum. Þessi maður sem hefur óskorað veraldlegt vald er valdalaus þegar hann stendur frammi fyrir ástinni og dauðanum. Þar mega vilji hans og vald sín einskis. Íslendingasög- urnar segja okkur svo margt, til dæmis að til eru svið í lífinu sem vilji þinn og vald ná ekki yfir.“ Það er alveg sama um hvað rætt er við Johannes Møllehave, allt hefur hann ígrundað, skoðað niður í kjölinn og fundið niður- stöðu – og hann er til í að deila allri sinni reynslu og hugsun með öðrum. Það er því ekki hægt að láta hjá líða að spyrja hvað honum finnist um það að Íslendingar skuli smám saman vera að kaupa Dan- mörku. „Mér finnst það mjög fyndið,“ segir hann og hlær. „Við höfðum valdið í svo langan tíma að við höfum gott af því að finna hvað það er að vera lítil þjóð. Þjóðverj- ar hefðu hæglega getað keypt alla Danmörku í einum bita. Það hefði verið slæmt. Við erum bara hepp- in að það skuli vera Íslendingar sem vilja okkur.“ ■ Hér á Kúbu virkar rafmagnið ekki eins og við erum vön. Það fer. Rafmagn er nokkuð sem ég sem Vesturlandabúi tek sem algjörlega sjálfsögðum hlut. Það er nokkuð sem maður hugsar ekki einu sinni um, það bara er. Raf- magn er nokkuð sem maður tekur nefnilega ekki eftir fyrren það fer. Af þessu leiðir að maður tekur all hressilega eftir raf- magninu hér á Kúbu. Á Íslandi man ég til þess kannski tvisvar sinnum á mínum 25 árum lifuðum að rafmagnið hafi farið. Reyndar á ég bara eina skýra minningu af rafmagnsleysi, ég hef verið svona 8 ára og það var stormur og við kveiktum á kertum og spiluðum. Það var stemning. Hér er þetta ekki svo mikil stemning. Meira svona bömmer. Oftar en ekki eru ekki einu sinni til kerti. Þá er ósköp lítið annað í stöðunni að gera en að fara bara hreinlega að sofa. Ef það eru til kerti er hægt að sitja við kertaljós og spjalla. Eða lesa við kertaljós, sem hljóm- ar mun rómantískara en það í raun er. Venjulega fer rafmagnið, það er kallað apagón, svona annan til þriðja hvern dag, þetta er þó mjög breytilegt. Venjulegur apag- ón stendur yfir kannski hálftíma upp í einn og hálfan. Og það er nú bara fínt og ekkert mál með það. Leiðinlegur apagón stendur yfir allt að tólf tíma, ljósið kemur svo kannski inn í smá tíma og fer svo aftur. Það eru bömmerar. Svo svona til að kóróna ömurleikann taka bræður rafmagnsleysisins, þeir gasleysi og vatnleysi, stund- um upp á að heimsækja á sama tíma. Þá fyrst er mínu vestræna hjarta nóg boðið og ég bölva Kast- ró í sand og ösku. En þó í hálfum hljóðum eða á íslensku, ekki vildi ég vera í rafmagnslausu kúb- önsku fangelsi! Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir fór sem skiptinemi til Havana en ílengdist til að njóta ævintýra og ófara. KÚBUÆVINTÝRI TINNA ÞÓRUDÓTTIR ÞORVALDSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ HAVANA Rafmagnsleysisbömmer „Stundum finnst mér það vera andstæðurnar í sjálf- um mér og mótlætið í líf- inu sem hafa haldið mér á þeirri leið. Það er sama á hverju hefur gengið, ég hef alltaf viðurkennt sjálfan mig fyrir það sem ég er.“ LAUGARDAGUR 25. mars 2006 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.