Fréttablaðið - 25.03.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 25.03.2006, Síða 48
 25. mars 2006 LAUGARDAGUR48 menning@frettabladid.is Hér áður fyrr var sýnilegt veldi banka fyrst og fremst sett fram með efnismiklum byggingum - innréttingum úr marm- ara og dökkum harðviði o.s.frv.. Þetta má vel sjá á elstu banka- byggingum landsins. Þá notuðu þeir upphafnar íburðarmiklar leturgerðir til dæmis á eyðublöð eins og víxla sem nánast eng- inn veit hvað er í dag. Þegar efnisheimurinn varð ekki lengur eins mikilvægur í sýndarveruleika netheimsins þar sem flest- ir upplifa samskipti sín við banka í dag urðu góð ráð dýr. Stað- genglar mamara og harðviðar duga þar skammt. Hvernig er þá nauðsynlegur trúverðugleiki skapaður. Eða er engin þörf á því lengur? Jú, bankar eru líklega fyrirferðamestu notendur auglýsing- arýmis. Þeirra svæða sem fást við innréttingar hugsana almennings. Þar sækjast þeir eftir því að gera sig sýnilega. Þeir þekja reglulega heilar síður blaðanna, biðskýli og almenn- ingsvagna. Þeir troða sér inn á milli vinsælla sjónvarpsþátta og jafnvel er tekið fram að þeir borgi þáttagerðina sjálfa. Þeir sponsa alls kyns menningar- og íþróttafélög sem sjálfviljug nota lógó þeirra jafnvel framar en eigin gunnfána. Samt er eins og samviska okkar sé þannig í laginu að þeir geti ekki horft beint í augu okkar eða við í þeirra. Hið rétta eðli er falið. Þeirra markmið er að fá okkur til að trúa því að þeir séu þjónar okkar. Þeir styðja góð málefni en helst bara ef þeir fá það margfalt borgað til baka með góðu orðspori - þar er bætt fyrir trúverðugleikamissinn. Sjónhverfingar Útlit hins nýja Glitnis er gott dæmi um feluleikinn. Ég segi dæmi því þeir eru ekki einir um þetta - en þeir fara ekki fram hjá neinum þessa daganna - eru út um allt. Óhætt er að tala um Glitnisvæðingu almannarýmis svo rösklega er gengið til verks. Enn bíðum við og skoðum þetta aðeins nánar. Íslandsbanki hf. ákvað að frá og með 11. mars s.l. verði þjónusta félagsins veitt undir vörumerkinu Glitnir. Samhliða því hefur bankinn tekið upp nýtt merki og útlit. Haft er eftir forstjóra bankans: „Við störfum nú á alþjóðlegum fjármálamarkaði og það kallar á ákveðnar breytingar. Nöfn fyrirtækja verða að taka mið af því svæði sem þau starfa á, sem í okkar tilviki þýðir að nafnið þarf að henta til notkunar um allan heim. Við vorum í þeirri einstöku stöðu að eiga gott íslenskt nafn sem er jafnframt þekkt vörumerki, Glitnir, sem uppfyllir öll þau skilyrði sem prýða gott nafn; Það hefur jákvæða merkingu í hugum Íslendinga, á sér sögulega skírskotun, er bæði íslenskt og norrænt í senn, er auðvelt í framburði á helstu tungumálum og inniheldur eingöngu alþjóðlega stafi.“ Ókey þetta er gott og blessað en hvernig er raunveruleikinn? Hið nýja nafn á rætur að rekja til Norrænnar goðafræði en í Gylfaginningu segir frá Glitni sem var heimili Forseta, sonar Baldurs og Nönnu. Heim- ilið var höll glæsileg, úr gulli og silfri. Sagan segir að þaðan hafi allir gengið sáttir. En Ginningu Gylfa lýkur, hann sér að allt sem hann hafði heyrt var sjónhverfing ein og hann stóð á víðum velli en var ekki í neinni höll og hann fer heim og segir þessar sögur sem aðrir hafa eftir honum. Það sem verður hefur alltaf verið. Alþjóðavæðing myndmálsins Ég labba niður Laugaveginn og tek eftir að búið er að setja nýtt and- lit á Íslandsbanka. Ég sé rauða fleka og hugsa með mér hvað stofn- un sé kominn þarna. Ef ég gef mér það að hafa misst af tilkynning- um bankans er ekkert sem sem segir mér að þessi afgreiðslustaður sé banki. Mig rámar í kaupleigu. Ég get bæði horft á þetta andlit sem venjulegur Reykvíkingur eða sett mig í spor hins alþjóðlega borgara og lesið „Glætnir“ sem hefur sáralitla merkingu þrátt fyrir endurfæðingu miðalda, þrátt fyrir lestur á Gylfaginningu og Tolki- en og þrátt fyrir tölverða kunnáttu í draumaráðningum táknar Glitnir örugglega ekki banki. Sigmund bendir einmitt á þetta rof - Ísland og banki hverfur og eftir stendur rauð abstraktsjónin. Ótrúlega margir hafa ekki hug- mynd um að alþjóðavæðing myndmáls var á sínum tíma sett í gang af marxísku hugsjónafólki sem barðist gegn þjóðrembu. Í gleymsk- unni hefur enginn hefur tekið þessu myndmáli opnari örmum en alþjóðavæddur kapítalismi sem þarf helst að starfa án þjóðrembu og án landamæra - helst nafnlaus og öll karaktereinkenni horfinn. Allt verður eins og við týnum því einstaka. Lógóið eins og öll hin. Meira að segja auglýsingaherferðin er ekki einstök heldur eins og norsk og efalaust munu fleiri dæmi finnast. Enginn hefði trúað því að spádómar Marx myndu rætast á þennan hátt. GUÐMUNDUR ODDUR > SKRIFAR UM SJÓNMENNTIR Kl. 21.00 Dansverkið Hindarleikur eftir Gunnlaug Egilsson verður flutt í Dómsalnum við Lindargötu 3. Hvað gerist í fyrirmyndarríki framtíð- arinnar þar sem aðeins konur eiga heima? > Ekki missa af... Fyrstu 15:15 tónleikum vetrarins á nýjum stað í Norræna húsinu á morgun. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Krystyna Cortes píanóleikari spila efnisskrá með frönskum blæ. Tónleikarnir hefj- ast að sjálfsögðu kl. 15.15. Tónleikum Kórs Menntaskólans í Reykjavík í Stykkishólmskirkju kl. 17.00 í dag. Ættjarðarlög, madri- galar og stúdentasöngvar í bland við söngleikjatónlist. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Þrjúbíó í Galleríi humri eða frægð. Upptökur frá æfingum og uppákomum götuleikhópsins Svarts og sykurlauss verða til sýnis en hópurinn lét til sín taka á árunum 1983-1986. Ráðstefna um myndhvörf verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins á morgun, en hún er helg- uð minningu Þorsteins Gylfasonar heimspekings sem féll frá í fyrra. Að ráðstefnunni standa þeir sem rökræddu myndhvörf í málstofu íslenskuskorar haustið 2004 og Ritið, tímarit Hugvísindastofnun- ar. Meðal þeirra sem taka til máls eru Pétur Gunnarsson rithöfund- ur sem talar um paradísamissi, paradísarleit og paradísarheimt; Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur fjallar um orðaleiki sem myndhvörf; Elísa Jóhanns- dóttir fjallar um myndhvörf í ljóð- bókinni Kjötbæ eftir Kristínar Eiríksdóttur og Andri Snær Magnason flyrtur erindi sem nefn- ist Að hugsa ekki á íslensku. Bergljót S. Kristjánsdóttir prófessor í íslensku setur ráð- stefnuna klukkan 10 í fyrramálið en ráðstefnunni er skipt upp í fimm málstofur sem standa til klukkan 16.30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefn- unnar má finna á heimasíðu Hug- vísindastofnunar Háskóla Íslands - www.hugvis.hi.is. ÞORSTEINN GYLFASON Kynti undir rökræðum í málstofu íslenskuskorar um myndhvörf haustið 2004. Myndhvörf í minningu Þorsteins ! Um velgengni ímynda Ungverski fiðluleikarinn Theresa Bokany leikur á TÍBRÁR tónleikum í Salnum í dag ásamt margverðlaun- uðum píanóleikara frá Búdapest, Adam György. Þetta er í annað skipti sem Theresa spilar hér á landi en hún vakti verulega athygli þegar hún lék ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur í Salnum árið 2004. Theresa Bokany er fædd í Hollandi en er íslensk í móðurætt og hóf fiðlunám fimm ára að aldri undir leiðsögn móður sinnar, Jónu Dóru Óskarsdóttur, en þær sóttu til að mynda tíma til Tibors Varga, eins af meisturum fiðlunnar á 20. öld. Nú er Theresa búsett í Munchen í Þýskalandi þar sem hún stundar framhaldsnám í fiðluleik. Að þessu sinni tekur Theresa Bokany með sér æskuvin sinn frá Ungverjalandi en þau Adam György og Theresa kynnust á barnsaldri. „Við kynnumst samt ekki í gegnum tónlistina,“ segir hún, „en svo urðum við bæði atvinnutónlistar- menn - en því miður spilum við ekki mjög oft saman.“ Heimsókn þeirra til Íslands er í styttra lagi og Theresa segist því miður ekki hafa haft mikinn tíma til að kynna honum land og þjóð. „Við höfum samt labbað um Ægisíðuna og farið í sund,“ segir hún hlæjandi en á sunnudaginn heldur hún áleiðis til Japan til frekara tónleikahalds. Á tónleikunum spila ungu tón- listarmennirnir bæði spila saman og flytja fjögur einleiksverk. Theresa flyt- ur sónötu fyrir fiðlu eftir landa sinn Béla Bartók en Adam György umritanir fyrir píanó á þremur verkum eftir Johann Sebastian Bach og Mendelssoh. Tónleikarnir hefjast í Salnum kl. 16.00. THERESA BOKANY FIÐLULEIK- ARI OG ADAM GYÖRGY PÍANÓ- LEIKARI Æskuvinir spila saman Bartók og Grieg FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslensk-ungverskt í bland Stoppleikhópurinn á tíu ára afmæli í ár og frumsýnir að því tilefni leikritið Emmu og Ófeig í Iðnó í dag. Leikritið er eftir Árna Ibsen en unnið í samstarfi við Völu Þórs- dóttur og leikhópinn. „Við erum búin að frumsýna átján ný íslensk verk fyrir börn og unglinga,“ segir Eggert Kaaber, leikari og einn af stofnendum Stoppleikhússins. „Þetta er búið að vera geysilega skemmtilegur en kröfuharður tími. Við höfum mótað okkar sýningar og form sem er fræðsluleikhús. Við tengj- um okkur við fræðslu- og forvarn- armál sem snúa sérstaklega að börnum og unglingum.“ Leikhóp- urinn hefur til að mynda sýnt verk sem fjalla um áfengis- og fíkni- efnaneyslu. Eggert stofnaði leik- hópinn ásamt Katrínu Þorkels- dóttur, Hinriki Ólafssyni og Dofra Hermanssyni en hinir tveir síðar- nefndu hafa horfið til annarra starfa. Eggert útskýrir að Stoppleik- húsið sé ferðaleikhús ætlað fyrir ungmenni frá 12 ára aldri. „Við mætum í skólana og stillum upp næstum hvar sem er. Við vorum á skutbíl með kerru í eftirdragi en nú erum við komin á jeppa og hing- að til hefur allt rúmast í honum,“ segir Eggert glaðlega. „Við förum út um allt land, það mætti segja að meðaltali einn hring um landið á hverju ári,“ áréttar Eggert en bætir við að þetta sé „nú þokkalega mikill þeytingur. Maður verður svolítið tættur og þreyttur eftir veturinn en maður hefur sumarið til þess að hlaða batteríin.“ Hann útskýrir að það sé ögr- andi og skemmtilegt að vera svo í miklu návígi við áhorfendurna. „Við förum síðan með nýja verkið beint út á land, fyrsta leikferðin er til Akureyrar en við höfum fengið mjög góðar undirtektir og margir skólar hafa pantað sýninguna nú þegar.“ Eggert segir að þau hafi unnið að nýja verkinu í um það bil tvö ár. „Hugmyndin og persónusköpunin er komin frá Árna Ibsen en útgangspunkturinn er að hluta byggður á leikritinu um Hamlet eftir William Shakespeare. Við sækjum líka ýmislegt í önnur klassísk verk sem og kvikmynd- ir.“ Leikritið sjálft er unnið í sam- starfi Árna Ibsen, Völu Þórsdóttur og leikhópinn en Ágústa Skúla- dóttir leikstýrir. „Við höfum verið svo lánsöm að fá gott fólk með okkur,“ segir Eggert en um leik- mynd og búninga sér Guðrún Öuy- ahals og Björn Thorarensen semur tónlist við hluta verksins. Leikritið verður frumsýnt í Iðnó kl. 15.00. - khh STOPPLEIKHÓPURINN FAGNAR Á AFMÆLISÁRI Leikararnir, Sigurþór Albert Heimisson, Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber leika í Emmu og Ófeig. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL Óstöðvandi Stoppleikhús

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.