Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 52
 25. mars 2006 LAUGARDAGUR52 utlit@frettabladid.is Það er ekki hægt annað en að kætast ógurlega þegar þuklað er á nýjustu línu Stellu McCartney, en línan er seld í Adidas Concept store í Kringlunni. Litapallettan er lífleg með heið- gulum litum, milligrænum, hvítu, kóral- bleiku og gráu. Það koma nokkr- ar línur í vor- og sumarlínunni og eru þær stílaðar inn á dömulegar íþróttir eins og tennis, leikfimi, hlaup og sund. Þótt línan sé kvenleg þá eru þægindin í fyrirrúmi og Stella tekur tillit til þess að það vilja ekki allar konur vera í níðþröngu. Sniðin eru unnin af mikilli kunnáttu, rykkt hér og þar, alltaf þó á réttum stöðum sem gerir það að verkum að flíkurnar fúnkera vel, sama hvort þú notar föt númer 36 eða 42. Stærðirnar eru venju- legar og frekar í stærra lagi ef það er eitthvað. Ef Stellu McCartney- línan hvetur ekki til hreyf- ingar, þá veit ég ekki hvað. martamaria@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN Litrík Stella... Spáir þú mikið í tískuna? Nei, ég spái nánast ekkert í tísku nema þá helst fræðilega. Það að hægt sé að selja fólki þá hugmynd að bleikt hafi jú verið mjög töff í gær en í dag sé ljósgrænt algjörlega málið finnst mér mjög áhugavert. Ég spái hins vegar töluvert í fötum því það er auðvitað mjög mikilvægt að vera töff. Hvernig myndirðu lýsa stíln- um þínum? Bara mjög töff. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Ég er mjög hrifin af Eygló, Hörpu, Ása og Jóni Sæmundi. Þau eru mjög töff. Flottustu litirnir? Svart því svart er töff. Hverju ertu veikust fyrir? Glitrandi og töff hlutum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Köflóttan eldgamlan sundbol. Hann er mjög töff. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Dúskar eru að koma sterkir inn hjá mér. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Sólgleraugu. Sólgleraugu eru mjög töff. Uppáhaldsverslun? Kolaport- ið. Fyrir utan lyktina, hún er ekki mjög töff. Hvað eyðir þú miklum pen- ingum í föt á mánuði? Svona 100 til 200 þúsund. Það kost- ar bara sitt að vera töff. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Pallíettufiðrildanna minna. Þau eru kannski ekkert svo töff en þau glitra mikið, sem er mjög gott. Uppáhaldsflík? Nýi sundbol- urinn minn, því hann er töff. Hvert myndir þú fara í versl- unarferð? Í Smáralind. Mér finnst hún svo töff í laginu. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég kaupi bara töff föt. Ég held að niðurþröngu snjóþvegnu gallabuxurnar mínar sem eru útvíðar á rassinum séu samt toppurinn. Þær eru rosalega töff. SMEKKURINN JARÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR TÓNLISTARKONA Mikilvægt að vera töff > Silkimjúk húð ...Hydramax-dagkremið frá Chanel er fyrirtak fyrir allar konur sem kjósa það besta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Það fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér þegar talað er um smart- heit í sömu setningu og fjárhagur er nefndur. Margar konur halda það nefnilega að það sé ekki hægt að vera huggulegur til fara nema eyða morðfjár hvern mánuð í föt. Ég er algerlega ósammála þessu því ég held að smartheit hafi ekkert með peninga að gera, þótt þeir auðveldi manni að sjálfsögðu að lifa. Smartheit eru eitthvað sem fólk hefur í blóðinu. Smartheit ganga líka í erfðir, flottar ömmur eiga yfirleitt barnabörn sem eru vel til fara þótt smekkurinn sé kannski ekki alveg sá sami. Ég þekki svo ógurlega margar konur sem eru alltaf svo fallega klæddar en samt virðast þær aldrei kaupa sér neitt. En kannski er það líka vegna þess að þær flagga því sjaldnast þegar þær fjárfesta í einhverju. Þessar sömu konur geta þó eytt nokkrum fjárhæðum þegar þær fara til útlanda. Þá fara þær inn í rándýrar merkjavöruverslanir og stelast til að kaupa sér töskur eða skó til að poppa heildarmyndina upp. Til að vera smart án þess að eyða fúlgum fjár er grundvallarregla að vita hvað klæðir mann. Sumar konur eru elegant í rúllukraga- peysum meðan aðrar líta út eins og fílahjörð á slæmum degi... Svo dæmi sé tekið þá hefur mitt „fatalíf“ breyst mjög mikið á síð- ustu árum. Um leið og ég flutti að heiman kom yfir mig mikið fata- brjálæði. Það spilar kannski inn í að ég vann í tískuvöruverslun og gat skrifað á mig næstum því ótakmarkað af fötum. Svo rann sá dagur upp að ég hætti að nenna þessu. Það er ekkert fengið með því að vera með troðfulla fataskápa og vera „ógurlega smart“ en hafa ekki efni á neinu öðru. Maður er líka löngu búinn að skrá sig úr smartfatakeppninni. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst lífið um svo margt annað en endalaus föt. Eftir því sem maður verður eldri verða kröfurnar meiri og eftir því sem maður á meira af fötum í fataskápnum því erfiðara er að bæta einhverju við. Eina markmiðið verður því að éta ekki yfir sig svo maður geti notað gömlu fötin áfram. Smartheitakeppnin ógurlega!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.