Fréttablaðið - 25.03.2006, Page 54

Fréttablaðið - 25.03.2006, Page 54
 25. mars 2006 LAUGARDAGUR54 Grátt Eins þunglyndislega og það hljómar þá er varla hægt að segja annað en að grár hafi verið litur þessara tískuvikna enda var hann afar áberandi í mörgum sýning- um. Það besta við hann er þó að það er hægt að para hann við nánast hvaða lit sem er. Það er óþarfi að klæðast öllu gráu og skemmtilegt að hrista upp í gráu flíkunum með til dæmis rauðum fylgihlutum. Víðar buxur Fólk fer senni- lega fljótlega að verða þreytt á niður- og níðþröngu buxunum sem hafa verið í tísku að undanförnu og því frábært að sjá víðar buxur á tískupöllunum. Víðu bux- urnar passa líka vel inn í tíunda áratugs fílinginn sem virðist vera að brjótast upp á yfirborðið aftur þó svo að krumputeygjurnar fylgi ekk- ert endilega með. TÍSKUSTRAUMAR AÐ UTAN Svartar sokkabuxur Þykkar, svart- ar sokkabuxur voru sýndar í nán- ast öllum sýningum á tískuvikun- um. Oftast voru þær þá paraðar við stuttan babydoll kjól eða kápu. Þetta er frekar óljóst trend, afar nýtilegt sem og ódýrt og ekki ein af bólunum sem springur eftir þrjá mánuði. Á meðal hönnuða sem sýndu mikið af svörtum sokka- buxum voru Iisli, A q u a s c u t u m , Luella Bartley, og Burberry. Pokalegt Eitt skemmtilegasta trendið og ágætis tilbreyting frá þröngum litlum jökkum og pencil- pilsum sem hafa verið áberandi hingað til. Þetta eru frjálslegar og þægilegar flíkur sem þrengja hvergi að. Það ætti að vera auð- velt að passa inn í stílinn með því að kaupa sér eilítið of stórar flík- ur næst þegar skroppið er í búðir. Fjölmargir sýndu þessi pokalegu áhrif og meðal annars Marc Jac- obs, Marni, Iisli, Balenciaga og Stella McCartney en þessi víði og þægilegi stíll hefur reyndar lengi einkennt hönnun hennar. Stóru tískuvikurnar í New York, París, Mílanó og London eru nú yfirstaðnar og því við hæfi að líta yfir mest áberandi trendin sem þar sáust. Borghildur Gunnarsdóttir kafaði í málið. MIGUEL PALACIO LUELLA BARTLEY CELINEMARC JACOBS AQUASCUTUM IISLI VERA WANG MARNI VIVIENNE WESTWOOD MARNI LOUIS VUITTONIISLI VIKTOR & ROLF MARC BY MARC JACOBS CHLOÉ LUELLA BARTLEYAQUASCUTUM COMME DES GARCONS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.