Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 62
 25. mars 2006 LAUGARDAGUR62 NÚNA BÚIÐ opið alla laugardaga 10-14 TÚNFISKUR SKÖTUSELUR ÞORSKHNAKKAR HÖRPUSKEL ZAPPA PLAYS ZAPPA miðasala 2. apríl www.rr.is FRÉTTIR AF FÓLKI F jórða hljóðversplata rokksveitarinnar Jet Black Joe er væntanleg í lok apríl. Platan, sem heitir Full Circle, er fyrsta hljóðversplata sveitarinnar í heil 12 ár eða síðan Fuzz kom út 1994. Margir urðu svekktir þegar Jet Black Joe hætti á sínum tíma eftir að söngvarinn Páll Rósinkranz frelsaðist frá villtu rokk- líferni. Sveitin var afar dáð og lýsti Páll Óskar Hjálmstýsson því m.a. yfir í Idol á dögunum að hann hefði aldrei skilið af hverju hún sló ekki í gegn erlendis. LÁRÉTT 2 teikning af ferli 6 klaki 8 rá 9 for- skeyti 11 skóli 12 teygjudýr 14 hani 16 nafnorð 17 forskeyti 18 tunnu 20 2 eins 21 veikja. LÓÐRÉTT 1 hækka 3 í röð 4 dagatal 5 óðagot 7 skemmtun 10 sjór 13 krá 15 æfa 16 til sauma 19 kringum. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 graf, 6 ís, 8 slá, 9 sam, 11 mr, 12 amaba, 14 krani, 16 no, 17 rað, 18 ámu, 20 kk, 21 lama. LÓÐRÉTT: 1 rísa, 3 rs, 4 almanak, 5 fár, 7 samkoma, 10 mar, 13 bar, 15 iðka, 16 nál, 19 um. Reyklausir veitingastaðir. Þetta er það sem koma skal, venjist því á stöðum eins og B5. Kynlífsleik- föng. Þetta er orðið rosalega þreytt og ósexí. Prufið hvort annað í staðinn. Hárlengingar. Æ þetta má fara ofan í niðurfallið ásamt appelsínugulunni og Victoriu Beckham. Strik út fyrir varir. Þetta er svo búið að það ætti að vera á safni. Svalir Danir. Rokk- ararnir í Raveon- ettes vita hvað Nordic kúl þýðir. Snjór. Nú er snjórinn að hverfa og því um að gera að nýta alla mögu- leika til að skella sér á skíði. Það verður ekki hægt aftur í bráð. HRÓSIÐ ...fær María Kristjánsdóttir sem stóð fyrir því að safna ýmsu dóti, senda það með skipi til Namibíu og gefa þeim sem meiri þörf hafa á. Sigurskáldið 2006, ljóðakeppni Eddu útgáfu og Fréttablaðsins, er í fullum gangi. Ljóð ungskálda hafa borist jafnt og þétt en nú þegar hafa um 30 skáld sent ljóð sín á netfangið ljod@edda.is. „Þetta hefur farið vel af stað en við viljum að sjálfsögðu sjá miklu fleiri ljóð,“ segir Kristján B. Jón- asson sem situr í dómnefnd keppn- innar ásamt tónlistarkonunni Ragnheiði Eiríksdótur og Þórarni Þórarinssyni blaðamanni. „Skilafresturinn rennur út fimmta apríl þannig að það er enn ein og hálf vika til stefnu og því um að gera fyrir öll skúffuskáld undir þrítugu að rífa ljóð sín upp úr skúffunum og senda okkur þau í massavís en það eru engin tak- mörk fyrir því hversu mörg ljóð hver og einn getur sent.“ Kristján efast ekki um að fleiri eigi eftir að taka við sér en þegar keppnin var haldin árið 2004 bár- ust tæplega 300 ljóð eftir um 100 höfunda. „Það var frekar dauft yfir ljóðlífinu þá en gróskan er miklu meiri í dag og krafturinn í ljóðinu er mikill.“ Kristín Eiríksdóttir sigraði keppnina árið 2004 og Kristján segist þess fullviss að Sigurskálds- ins 2006 bíði frægð og frami. „Það er líka ekkert vandamál fyrir þessa ófeimnu kynslóð að koma fram undir nafni þannig að það er ekki eftir neinu að bíða og ég vona að við fáum yfir okkur ljóðaskriðu á næstu dögum.“ Frægðin bíður sigurskáldsins KRISTJÁN B. JÓNASSON Er byrjaður að taka á móti ljóðum í keppnina Sigurskáldið 2006 á netfangið ljod@edda.is og vonast til þess að ungskáld láti hendur standa fram úr ermum og láti ljóð sín rigna inn á næstu dögum. Bandaríski leikstjórinn Kevin Reynolds er staddur hér á landi vegna styrktarsýningar kvik- myndar sinnar Tristan & Isolde. Reyndar er leikstjórinn mikill Íslandsvinur og hefur komið hing- að sjö sinnum enda segist hann vera dolfallinn yfir landi og þjóð. Reynolds komst í kynni við landið þegar hann hitti viðskipta- manninn góðkunna Jón Ólafsson í kokteilboði hjá stórleikaranum Mel Gibson. Jón bauð honum í kjölfarið til Íslands í veiði og síðan þá hefur hann heimsótt landið reglulega. Það voru því miklir fagnaðarfundir hjá þeim félögum í miðju viðtali þegar Jón birtist óvænt og þeir mæltu sér mót á hótelbarnum. „Vonandi fæ ég lambakjöt hjá honum því fáir eru jafn góðir að elda það og Jón,“ segir Reynolds með bros á vör. Tristan & Isolde er sígild ástar- saga sem gerist í Englandi skömmu eftir fall Rómarveldis og Reynolds segist alltaf hafa heillast mikið af sögu Englands. „Tímabil- inu sem sagan sprettur upp úr hefur verið gert lítið skil og sagan sjálf var ekki fest niður á blað fyrr en á tólftu öld en fram að því barst hún manna á milli í munn- mælum,“ segir Reynolds og bætir því við að margar af frægustu ástarsögum heims sæki mikið í söguna enda sé þetta harmleikur þriggja elskenda. Kevin Reynolds þekkir báðar hliðar Hollywoodmaskínunnar. Kvikmyndin hans Robin Hood: Prince of Thieves varð metsölu- kvikmynd en Waterworld sem fylgdi í kjölfarið fékk mikinn skell. Töluvert gekk á við gerð þeirrar myndar og slóst í brýnu með honum og stórstjörnunni Kevin Costner en þeir voru miklir vinir. „Við töluðumst ekki saman í mörg ár en höfum eiginlega graf- ið stríðsöxina. Vinátta okkar verð- ur samt aldrei eins og áður,“ segir Reynolds sem útilokar þó ekki að þeir muni vinna saman á ný. Leikstjórinn þreytist seint á að mæra land og þjóð og vin sinn Jón enda leikur athafnamaðurinn prest í kvikmynd. „Hann vildi bara fá að vera með,“ upplýsir Reynolds og segist í kjölfarið dauðlanga að gera kvikmynd hér á landi. „Veit reyndar ekkert hvernig mynd það yrði en það yrði ekki leiðinlegt,“ viðurkennir hann. freyrgigja@frettabladid.is KEVIN REYNOLDS: HEFUR SÆST VIÐ KEVIN COSTNER Hitti Jón hjá Mel Gibson KEVIN REYNOLDS Leikstjórinn hefur komið reglulega til Íslands og veitt ásamt stórvini sínum Jóni Ólafssyni sem leikur lítið hlutverk í hans nýjustu mynd. fréttablaðið / heiða Jóhannes Jónsson í Bónus var gerður að heiðursfélaga í skákfélaginu Hróknum í gær. Jóhannes var viðstaddur setningu Bónusskákmóts sem haldið var fyrir krakka á grunnskólaaldri í Kringl- unni í gær og var við það tækifæri heiðr- aður fyrir „ómetanlegt framlag í þágu skáklistarinnar á Íslandi“ en Jóhannes hefur reynst Hróknum haukur í horni og Bónus hefur styrkt barnastarf Hróksins með miklum myndarskap. Heið- ursfélagatal Hróksins er glæsilegt og Jóhannes er því ekki í ónýtum félagsskap þar sem fyrir eru meðal annarra ekki ómerkari einstakl- ingar en Össur Skarphéðinsson, Árni Höskuldsson gullsmiður, Karl Hjaltested, lista- hjónin Jón Óskar og Hulda Hákon og tónlistarkonan Patti Smith. - fb/þþ ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ���� ������ � 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.