Fréttablaðið - 31.03.2006, Page 10

Fréttablaðið - 31.03.2006, Page 10
10 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR NISSAN PATHFINDER Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Breyting frá Arctic Trucks ÆVINTÝRI LÍKASTUR Verðið á Nissan Pathfinder er frá 4.070 .000 kr. Verðið á Nissan Pathfinder hefur líklega aldrei verið hagstæðara. Þessi skemmtilegi jeppi er blanda af krafti alvöru fjallajeppa eins og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla. Útkoman er ævintýri líkust og hefur slegið eftirminnilega í gegn. Líttu inn og berðu hetjuna augum! E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 2 3 ���������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI MENNTAMÁL Gera þarf Háskóla Íslands auðveld- ara um vik að flytja fólk til í störfum innan skólans þegar það stendur sig ekki sem skyldi og um leið gera skólanum kleift að bjóða hæfasta fólkinu sam- keppnishæf laun því elleg- ar leitar það annað. Þetta er mat Margrétar S. Björnsdóttur, forstöðu- manns við Háskóla Íslands, og segir hún allt að því ómögulegt fyrir skólann að stefna að því að komast í hóp bestu háskóla heims nema geta boðið hæfasta fólkinu hverju sinni laun sem eru betri en almennir kjara- samningar starfsmanna ríkisins kveða á um. Margrét hefur víðtæka reynslu en hún hefur starfað innan HÍ í yfir tuttugu ár. Fer hún hörðum orðum um viðbrögð stjórnvalda sem varpa hvað eftir annað pól- itískri ábyrgð yfir á stjórnendur HÍ til að mynda í hvert sinn sem umræður um skólagjöld ná hámæli og segir það lýsa hugleysi. En hún segir skólann einnig verða að líta sér nær. „Svo virðist sem í hvert sinn sem háskólayfirvöld hafa neyðst til að segja upp fólki þá hefur það það undantekningarlítið kost- að tímafrek og kostnaðar- söm kærumál. Þetta ferli þarf að einfalda til muna ef skólinn ætlar sér í fremstu röð því slíkan sveigjanleika verður hver skóli að hafa sem ætlar sér langt á sínu sviði.“ Hún bendir á að eitt aðal áhersluatriðið, sem hafi komið fram í sérstakri skýrslu sem alþjóðleg stofnun gerði um stöðu Háskóla Íslands og kynnt var í haust, hafi einmitt verið að hæfn- in til að takast á við breytingar væri ófrávíkjanleg krafa til nútíma háskólastofnana. Sú hæfni byggir meðal annars á nægu fjár- magni, lagaramma sem styður markmið skólans og hvetjandi tengslum ríkisins við skólann. Hvað innri markmið snertir sé hún sammála því sem kemur fram í umræddri úttekt að nauðsynlegt sé að skólinn setji sér skýrt mark- mið sem Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, hafi nú sett. Áætl- anir verði að vera skilvirkar og gæði verði að vera í öndvegi. Á þessu þurfi skólinn að taka betur en verið hefur. albert@frettabladid.is BÆTA ÞARF INNRA STARF Ekki aðeins þarf ríkið að gera mun betur við Háskóla Íslands heldur þarf að breyta lögum og launakjörum opinberra starfsmanna til að hæfasta fólkið sjái sér hag í að starfa í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÍ getur ekki keppt um fólk HÍ getur ekki keppt um hæfasta fólkið við einka- rekna háskóla þegar ekki eru heimildir til að greiða hærri laun en kjarasamningar ríkisstarfsmanna kveða á um. Þetta er mat Margrétar Björnsdóttur. VILL Í FREMSTU RÖÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS MARGRÉT S. BJÖRNSDÓTTIR BANDARÍKIN, AP Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefur farið fram á það við rússneskan starfsbróður sinn að rússnesk stjórnvöld rannsaki „af alvöru“ ásakanir um að rússnesk- ir njósnarar hafi komið ítarleg- um upplýsingum um hernaðará- ætlanir Bandaríkjahers í Írak fyrir þremur árum til þáverandi ráðamanna í Bagdad. Ásakanirnar eru þannig til komnar að í skjali úr fórum stjórnar Saddams Hussein, sem bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið birti fyrir skemmstu, er ýjað að téðri upplýsingamiðlun Rússa. Talsmenn Rússlandsstjórnar segja ásakanir bandarískra yfir- valda tilhæfulausar. ■ Meintar njósnir Rússa í Írak: Krefst rannsóknar CONDOLEEZZA RICE Utanríkisráðherra Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.